Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 20
20 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll
Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og
þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér
rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Prófkjörsgleraugu
Tími prófkjara er genginn í garð.
Það hefur í för með sér aukið
álag á ljósmyndadeildir dagblaða.
Frambjóðendur, sem flestir hafa áður
verið nokkuð í fjölmiðlum, vilja skipta
gömlum myndum í myndasöfnun
út fyrir nýjar. Ekkert er við það
að athuga. Hins vegar eru sumar
breytingar forvitnilegar. Nú birtast til
dæmis myndir af Helga Hjörvar með
dekkri gleraugu en venjulega. Helgi
hefur frá barnæsku háð baráttu við
arfgengan augnsjúkdóm og getur
rétt ratað í björtu. Undanfarið hefur
hann notað venjuleg gleraugu og á
stundum engin. Var svo komið að
stór hópur trúði því varla að hann
væri nánast blindur. Þá dugði bara
eitt ráð fyrir Helga; að setja upp
dökku gleraugun aftur.
Hverjir voru hvar
Nú hafa helstu frambjóðendur
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík opnað kosningaskrifstofur
sínar. Það er nokkuð vinsæl iðja að
lesa út úr því hver mætir á hvaða
opnun. Þannig flutti Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarstjóri ræðu
bæði við opnun hjá Birni Bjarnasyni
og Guðlaugi Þór Þórðarssyni.
Ástríður Thorarensen, eiginkona
Davíðs Oddssonar, mætti hjá
Illuga Gunnarssyni og Sigurði
Kára Kristjánssyni. Hjá Birgi
Ármannssyni voru
Vilhjálmur Egilsson
og Jónmundur
Guðmarsson mættir.
Vilhjálmur hélt líka
ræðu hjá Ástu
Möller. Vert er
að hafa í huga að fjölmargir kíkja inn
á fleiri en eina kosningaskrifstofu.
Í bakkgír
Þeir sem þekkja til í bílakjallara
Seðlabanka Íslands vita að þar er
oft þröng á þingi. Í fordyrinu leggja
bankastjórarnir bílum sínum. Davíð
Oddsson, formaður bankastjórnar,
var á dögunum að bakka bíl sínum
út úr stæðinu. Vildi ekki betur til
en svo að hann bakkaði á svo á
bílnum sást. Það getur komið fyrir á
bestu bæjum enda oft skuggsýnt í
kjallaranum. En til að tryggja að þetta
komi ekki fyrir aftur hefur bílstjóri
Seðlabankans tekið að sér að bakka
bíl Davíðs út úr stæðinu fyrir hann –
og snúa í akstursátt. Öruggara
getur það ekki verið.
bjorgvin@frettabladid.is
UMRÆÐAN
Öryggi á vegum landsins
Banaslys á þjóðvegum landsins voru 179 í 152 slysum á árunum 1998-
2004. Á þessu ári eru þau orðin 30. Vissu-
lega eru slys oft vegna þess að akstur er
ekki í neinu samræmi við aðstæður, að
ekki sé talað um kappakstur á vegum.
Lélegir og ólýstir vegir eru samt sem
áður ein meginástæða slysa, þó sem
betur fer sleppi fólk oft ótrúlega úr bíl-
veltum og árekstrum. Sá sem þetta ritar
hefur bæði lent í bílveltu fyrir ekki svo löngu síðan,
og þakkaði guði að ná að lenda uppfyrir veg en ekki
sjávarmegin í Siglufjarðarskriðum, og síðan því að
keyra á svart hross í myrkri norður á Ströndum,
sem alls ekki sást fyrr en alltof seint. Maður lærir af
slíkri reynslu.
Ég sat afar fróðlegan fund með íbúum Kjalarness
fimmtudagskvöldið 5. okt. sl. þar sem íbúarnir gerðu
grein fyrir þeim algjöra skorti á bættu umferðar-
öryggi á Vesturlandsvegi sem að þeim sneri sem
íbúum og foreldrum, búandi sitt hvoru megin við
Vesturlandsveginn. Lagfæringar og endurbætur
(nýr vegur) á Kjalarnesi og í Kollafirði hefur að
sjálfsögðu orðið bitbein. Verið settur til hliðar í þeim
deilum sem verið hafa í nokkur ár milli samgöngu-
ráðherra og fyrrum stjórnanda Reykjavíkur um
Sundabraut. Seinkun framkvæmda á Vesturlands-
vegi frá Hvalfjarðargöngum í Kollafjörð
getur ekki beðið, þar þarf að hefjast handa
strax við gerð aðreina og lýsinga svo forða
megi því sem íbúar óttast fyrr en seinna, ef
ekki verður að gert, að mjög alvarlegt slys,
jafnvel hópslys, verði á Kjalarnesi.
Rök íbúanna fyrir því að krefjast lag-
færingar strax eru algjörlega rétt. Umferð
er nú orðin sú mesta á landinu um þennan
vegarkafla og við hver vegamót án nokk-
urrar aðreinar þar sem hámarkshraði er 90
km á klst. Lýsingu vantar á veginn og sums
staðar mjög dimmt. Það voru skynsam-
legar og sjálfsagðar tillögur um úrbætur
strax sem þarna voru kynntar. Ég hvet íbúasamtök
Kjalarness til þess að fylgja málinu eftir og fá íbúa
byggðanna norðan Hvalfjarðar til þess að sameinast
með þeim í þrýstingi á stjórnvöld og borgaryfirvöld
að hefja þegar framkvæmdir í öryggismálum
umferðar á þessum hluta Vesturlandsvegar eins og
Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður lagði til á
fundinum, og margir tóku undir. Meðan Sundabraut
er ennþá í sínum furðulanga meðgöngutíma á að
hefja endurgerð eða/og nýlagningu vegar ofar en
núverandi vegur liggur, með tvisvar sinnum tvær
aðskildar akreinar í báðar áttir. Við sjáum reynsluna
af slíkum vegum á Reykjanesbraut og verðum að
horfa til framtíðaröryggis í sífellt vaxandi umferð á
Íslandi.
Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.
Vesturlandsvegur – umferðaröryggi
GUÐJÓN A.
KRISTJÁNSSON
U
m þessar mundir er þess minnst að tveir áratugir eru
liðnir frá því að fundur Reagans, forseta Bandaríkjanna,
og Gorbatsjovs, aðalritara sovéska kommúnistaflokks-
ins, var haldinn í Höfða. Framtíðin var þá í höndum
þessara tveggja þjóðarleiðtoga. Það var enn kalt stríð.
Mála sannast er að það voru ósmá tíðindi að leiðtogar stórvelda
heimsins skyldu velja Reykjavík til þess að drepa niður fæti og
takast á um þau viðfangsefni sem heitast brunnu á þeim tíma.
Samningaviðræður þeirra sem öllu réðu um afvopnun og hugsan-
lega þíðu í alþjóðasamskiptum voru í einu vetfangi komnar í tún-
fótinn hér heima.
Við vorum aðeins áhorfendur og gestgjafar. En rás þessara við-
burða hafði með þessum fundi færst nær okkur. Ísland var ekki
einangrað eyland heldur hluti af alþjóðlegu samfélagi. Örlög okkar
voru háð tali gestanna með sama hætti og örlög annarra.
Fundurinn varpaði vissulega kastljósi á Ísland. En vel má
vera að hann hafi einnig opnað augu okkar sjálfra fyrir stærri
tækifærum í hinum stóra heimi. Fyrst leiðtogar Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna gátu lagt leið sína út hingað átti okkur ekki að
vera skotaskuld að leggja land undir fót og láta reyna á gagnvegi
alþjóðasamskipta.
Fundarstaðurinn var viðurkenning fyrir Ísland. Ímynd lands-
ins var vegna þessa einstaka atburðar um margt sterkari þegar
hagkerfið opnaðist og alþjóðavæðingin varð möguleg. Óneitanlega
hafði fundurinn því margvísleg áhrif hér í túnfætinum heima.
Sumt af því kom í ljós síðar.
Það var eins með efnislegan árangur fundarins. Hann varð
mönnum ekki almennt ljós fyrr en síðar. Fyrst í stað voru lok
hans flestum vonbrigði. Eftirá þykjast menn hins vegar greina að
Höfðafundurinn hafi þvert á fyrstu ályktanir markað þáttaskil.
í stuttu viðtali sem Auðunn Arnórsson, blaðamaður Fréttablaðs-
ins, átti við Gorbatsjov í Dresden í Þýskalandi nú í vikunni rifjar
hann þennan tíma upp og segir að þeir Sovétmenn hafi reyndar frá
upphafi litið svo á að þáttaskil hafi orðið og mikill árangur náðst.
Gorbatjsov segir: „Við sögðum strax að loknum fundinum að
miklum áfanga hefði þar verið náð og tímamótasamkomulagi um
að draga úr kjarnorkuvopnavánni í heiminum, í átt að því að binda
enda á kalda stríðið.“
Bandaríkjamenn komu ugglaust til fundarins með stífari kröf-
ur, ekki síst um skýrar skuldbindingar af hálfu Sovétríkjanna og
um virkt eftirlit. Þeir vildu ná meira fram og gátu ekki lýst yfir
sömu ánægju. Það verður að meta í því ljósi að staðfesta Reagans
og Atlantshafsbandalagsríkjanna hafði knúið fram þá taflstöðu
sem upp var komin.
En trúlega er það ekki fjarri lagi sem Gorbatsjov segir í þessu
viðtali við Fréttablaðið að Bandaríkjamenn hafi þrátt fyrir allt
og einkum eftir yfirlýsingar hans gert sér grein fyrir því hér að
honum var full alvara og við hann var hægt að semja.
Í sögulegu samhengi má því vissulega líta á Höfðafundinn sem
góðum áfanga að lokum kalda stríðsins. Aukheldur var hann góð
upplifun hér í túnfætinum.
Sögulegur fundur í Höfða:
Kalda stríðið í tún-
fætinum heima
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Þessi árin eru einhver hin friðsömustu í sögu mannkyns-
ins. Ef ekki væri fyrir blóðbaðið í
Kongó, sem nánast engin áhrif
hefur utan þess hrjáða lands,
væru þessi ár nánast einstök.
Sennilega hefur þó almenn
tilfinning um óöryggi sjaldan
verið meiri á síðustu áratugum.
Margir efast því vafalítið um þá
staðhæfingu að samtíðin einkenn-
ist af meiri friði en menn hafa
yfirleitt þekkt. Staðreyndin er þó
sú að óvíðar er barist en oftast
áður og færri falla. Þótt enn
geysi bardagar í Kongó, fjölda-
morð standi yfir í Súdan og Írak
sé á barmi borgarastyrjaldar
deyja líklega færri vegna
ofbeldis þetta árið en flest ár
tuttugustu aldar. Í samtímanum
eru minni líkur á stríði á milli
ríkja en oftast frá því að nútíma-
leg ríki urðu til. Færri búa líka
við ógn um ofbeldi frá ógnar-
stjórnum en oftast áður. Flótta-
mönnum frá stríðsátökum og
vondu stjórnarfari hefur fækkað.
Ef við lítum til baka sjáum við
samhengið. Á fyrri hluta
tuttugustu aldar dóu líklega
meira en 100 milljónir manna af
völdum stríðs og fjöldamorða.
Eftir heimstyrjöldina kom stóra
stökkið í Kína sem kostaði
milljónir lífið; stríðið um Kóreu
og stríðið í Indókína sem kostaði
þrjár milljónir mannslífa;
hroðalegar styrjaldir í Mósambik
og Angóla; þrjú stríð á milli
Indlands og Pakistan og þannig
mætti áfram telja. Á þrjátíu ára
tímabili sem lauk um svipað leyti
og kalda stríðinu voru að minnsta
kosti þrjár milljónir manna
myrtar í fjöldamorðum í Indónes-
íu, Kambódíu og Mið-Ameríku.
Blóðbaðið tengdist kalda stríðinu
sem var óvíða kalt nema í okkar
heimshluta. Stórstyrjöld á milli
Íran og Írak kostaði milljón
manns lífið.
Þorri þess fólks sem hefur
fallið í stríðsátökum á undanförn-
um árum dó í Kongó. Í saman-
burði við stríðsátök síðustu aldar
og mannfallið í Kongó geta stríðin
í Írak, Afghanistan og Líbanon
ekki talist sérlega blóðug. Kongó
er hins vegar ekki í fréttum, þar
er engin olía, landið tengist
hvorki heimsviðskiptum né
alþjóðlegum stjórnmálaheimi og
erfitt er fyrir fjölmiðla að
fylgjast með málinu. Því eru
atburðir ólíklegir til að hafa áhrif
á öryggistilfinningu fólks utan
Mið-Afríku. En hvers vegna þá
þessi djúpa tilfinning um óöryggi
á einhverjum friðsamasta tíma í
þekktri sögu?
Skýringarnar á henni eru
líklega margar. Tilraunir Norður-
Kóreu með kjarnorkuvopn minna
á nokkrar þeirra. Eitt er að
alþjóðavæðing síðustu ára hefur
það í för með sér að staðbundin
fyrirbæri geta umsvifalaust haft
áhrif um allan heim. Áhrifin geta
verið raunveruleg í þeim
skilningi að efnahagslíf heimsins
er svo samþætt að truflun á
einum stað hefur áhrif um allan
heim og um leið ímynduð í þeim
skilningi að heimurinn hefur
skroppið saman og allt virðist
mun nær en áður. Í tilviki
Norður-Kóreu bætist svo við
óttinn við það óþekkta. Ríkistjórn
landsins er ekki aðeins skelfileg,
hún er líka undarleg og torskilin.
Um leið óttast menn kjarnavopn
meira en önnur vopn þótt þau hafi
tiltölulega fáa drepið á síðustu
öld.
Líklega er meginskýringarnar
á öryggisleysi almennings að
finna í samspili á milli hnatt-
væddrar fjölmiðlunar og sérstaks
óhugnaðar sem fólk í friðsömum
löndum finnur til varðandi
hryðjuverk. Góð frétt blæs upp
óvæntan atburð og tengir
hlustandann við hann. Fáir deyja
vegna hryðjuverka. Tíu sinnum
fleiri létust úr fátækt en hryðju-
verkum daginn sem árásin var
gerð á New York. Árásin á
London kostaði lítið fleiri lífið en
bílslys þann dag í Englandi. Það
er auðvitað þekkt staðreynd að
oft og einatt er lítið samhengi á
milli ótta og veruleika. Fólk
óttast oft hið ólíklega en er
kærulaust um það líklega.
Margir sem reykja óttast til
dæmis að deyja í flugslysi eða
vegna hryðjuverka.
Mesta hætta í heiminum þessi
árin stafar ekki af hryðjuverkum
eða útlagaríkjum heldur af
röngum viðbrögðum leiðandi
ríkja. Til dæmis er vitað að
Norður-Kóreumenn hófu þróun
kjarnavopna eftir langt hlé í
beinu framhaldi af ræðu George
Bush um öxulveldi hins illa. Eftir
innrásina í Írak, eitt öxulveld-
anna, setti hin skelfda ógnarstjón
í Pyongyang svo fullan kraft í
málið. Innrásin í Írak var líka
álíka gáfuleg sem aðgerð gegn
hryðjuverkum og íkveikja til að
forða bruna. Skeytingarleysi
gagnvart mannréttindum í
baráttu gegn hryðjuverkum er
sömu ættar.
Ótti á tímum friðar
Alþjóðamál
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
Í DAG |
��������������������������������
�����������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������
�������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������
�����������������������������������������������
��������������������������
����������������
��������������������