Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 2
2 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
OPEL VECTRA GTS
Nýskr. 02.05 - Beinskiptur - Ekinn 30 þús. - Allt að 100% lán.
Verð
1.980
.000.
-
STJÓRNSÝSLA „Mér sýnist megin-
niðurstaða Ríkisendurskoðunar
vera sú að embætti ríkislögreglu-
stjóra hafi staðið undir væntingum
og sinnt hlutverki sínu,“ segir
Haraldur Johannessen ríkis-
lögreglustjóri um ítarlega úttekt
Ríkisendurskoðunar á embætti
ríkislögreglustjórans.
Ríkisendurskoðun bendir á
nokkur atriði sem betur megi fara
hjá ríkislögreglustjóra. Meðal
annars lúta ábendingarnar að bíla-
flotanum sem ríkislögreglustjóri
rekur fyrir lögregluembætti lands-
ins og að þeim tíma sem efnahags-
brotadeild embættisins ver í rann-
sókn mála.
„Ríkisendurskoðun telur að
íslensk stjórnvöld eigi ekki að
sætta sig við að meðferðartími
efnahagsbrotamála sé almennt
lengri hér en talið er eðlilegt í
nágrannalöndunum,“ segir í úttekt-
inni.
Auk þess segir Ríkisendurskoðun
það óraunhæft að stytta málsmeð-
ferðartíma efnahagsbrotadeildar
án þess að fjölga starfsmönnum
deildarinnar er lagt til að samvinna
verði tekin upp með ríkislögreglu-
stjóra og skattrannsóknarstjóra til
að koma í veg fyrir tvíverknað.
Þá er lagt til að farið verði að
fordæmi Dana og ríkislögreglu-
stjóra heimilað að hætta við að
gefa út ákæru í máli eða hluta máls
ef hún er talin geta haft í för með
sé „erfiðleika, kostnað eða með-
ferðartíma sem ekki eru í sam-
ræmi við þá hagsmuni sem í húfi
eru“. Er þetta kallað „að skera utan
af málum. Telur Ríkisendurskoðun
að með þessari aðferð sé unnt að
stytta meðferðartíma umfangs-
mikilla efnahagsbrotamála án þess
að bera hagsmuni almennings
fyrir borð.
„Þetta er mjög áhugaverð ábend-
ing frá Ríkisendurskoðun; hvort það
sé unnt að setja í löggjöf heimildir
til þess að skera utan af málum,“
segir Haraldur Johannessen. Ein
ábending Ríkisendurskoðunar snýst
um það að hlutverk ríkislögreglu-
stjóraembættis sé ekki nógu skýrt.
„Mér sýnist niðurstaða ríkis-
endurskoðunar vera sú að stjórn-
völd eigi að kanna hvort embætti
ríkislögreglustjóra eigi að þróast í
sömu átt og embætti danska ríkis-
lögreglustjórans hefur þróast.
Þá yrði stjórnun á lögreglunni í
landinu meira undir beinni stjórn
ríkislögreglustjóra en hún er í dag,“
segir ríkislögreglustjóri sem telur
ríka ástæðu til að skoða ábendingar
Ríkisendurskoðunar af fullri
alvöru. - gar
Megi skera smámál
frá stóru brotunum
Ríkisendurskoðun telur að heimila ætti ríkislögreglustjóra að skera léttvægari
hluta frá meintum efnahagsbrotum til að stytta málsmeðferð. Áhugaverð leið,
segir Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri.
SÍMHLERUN „Ég tel nauðsynlegt fyrir samfélagið að
þetta mál verði hreinsað út. Það þarf að upplýsa um
hverjir voru hleraðir, hvenær og hvaða rök voru
notuð,“ segir Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri
og þingmaður.
Kjartan fékk aðgang að dómsúrskurðum frá
Þjóðskjalasafni sem heimiluðu að sími hans væri
hleraður í þremur tilvikum á árunum 1961 til 1968.
Á því tímabili var Kjartan framkvæmdastjóri
Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalista-
flokksins.
Hann segir athyglisvert við dómsúrskurðina að
tilefnið til hlerananna hafi bókstaflega ekki verið
neitt. „Sá vottur að rökstuðningi ráðuneytisins, sem
þarna kemur fram, gefur ekki minnsta tilefni til
þess að telja að öryggi ríkisins hafi verið ógnað, en
það er skýringin á hlerununum,“ segir Kjartan.
„Einnig virðist dómarinn nánast vera undirtylla
ráðherranna og ávallt samþykkja beiðnir um
hleranir athugasemdalaust,“ segir Kjartan.
„Þarna finnst mér að hafi verið um að ræða
ákaflega grófa misnotkun á pólitísku valdi og að
mannréttindi hafi verið brotin á okkur sem var verið
að hlera hjá,“ segir Kjartan. - sda
Kjartan Ólafsson segir dómara undirtyllu ráðherra í úrskurðum um hleranir:
Misnotkun á pólitísku valdi
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson,
fyrrverandi forsætisráðherra, er
frambjóðandi íslenskra stjórn-
valda til embættis framkvæmda-
stjóra Norrænu ráðherranefndar-
innar.
Íslendingar sækjast nú eftir
stöðunni í fyrsta sinn.
Finnar gera slíkt hið sama og er
Jan-Erik Enestam, umhverfisráð-
herra og samstarfsráðherra
Norðurlandanna, fulltrúi þeirra.
Sá munur er á framboðum þjóð-
anna að Finnar hafa opinberlega
tilnefnt Jan-Erik til starfans en
Jónína Bjartmarz, umhverfis-
ráðherra og samstarfsráðherra
Norðurlandanna, og aðrir íslenskir
ráðamenn, vilja engu svara um til-
nefningu Íslands.
Norræna ráðherranefndin er
samstarfsvettvangur ríkisstjórna
Norðurlandanna og hefur hún náið
samstarf við Norðurlandaráð.
Aðalskrifstofurnar eru í Kaup-
mannahöfn og er sameiginlegur
starfsmannafjöldi um eitt hundr-
að. Nokkrir Íslendingar starfa hjá
Norrænu ráðherranefndinni.
Halldór Ásgrímsson hefur
mikla reynslu af norrænu sam-
starfi. Hann var samstarfsráð-
herra Norðurlandanna í sex ár og
sat í Íslandsdeild Norðurlanda-
ráðs í átta ár, auk þess að vera
utanríkisráðherra í níu ár.
Að líkindum verður gengið frá
ráðningunni við upphaf þings
Norðurlandaráðs á þriðjudag.
- bþs
Íslendingar sækjast eftir embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar:
Halldór Ásgrímsson tilnefndur
HALLDÓR OG JÓNÍNA BJARTMARZ Það
skýrist eftir helgi hvort Halldór verði
næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráð-
herranefndarinnar. Myndin er úr safni.
LONDON, AP Breska stjórnin ætlar
einungis að veita Búlgörum og
Rúmenum afar takmarkaðan
aðgang að vinnumarkaði á
Bretlandi í að minnsta kosti eitt
ár eftir að Búlgaría og Rúmenía
ganga í Evrópusambandið, sem
verður 1. janúar næstkomandi.
Þegar tíu lönd gengu í Evrópu-
sambandið árið 2004 fengu íbúar
þeirra strax nánast óheftan
aðgang að breska vinnumarkaðn-
um, með þeim afleiðingum að
hundruð þúsunda Austur-
Evrópumanna, einkum Pólverja,
streymdu til Bretlands í atvinnu-
leit.
Breska stjórnin hefur verið
undir miklum þrýstingi að sjá til
þess að þetta endurtaki sig ekki.
- gb
Næsta stækkun ESB:
Bretar hleypa
ekki strax inn
BÚLGARAR Á HESTVAGNI Myndin
er tekin skammt frá bænum Varna í
Búlgaríu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Maður var dæmdur
sekur í Héraðsdómi Suðurlands á
mánudag fyrir stuld á tveimur
pokum af harðfiski að verðmæti
1.725 krónur úr versluninni H-Sel
á Laugarvatni í maí 2005. Hann
hafði neitað sök í málinu.
Þetta var þriðji dómur
mannsins á rúmu ári en hann
hafði áður verið dæmdur til
samtals 13 mánaða fangelsisvist-
ar fyrir umferðarlaga- og
fíkniefnabrot. Manninum var
ekki gerð sérstök refsing fyrir
harðfiskstuldinn. Kona sem var
kærð fyrir aðild að glæpnum var
sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.
- þsj
Stal þjóðlegu góðgæti:
Dæmdur fyrir
harðfisksstuld
Er lífsgæðakapphlaupið að
taka fram úr börnunum?
Já tímabundið, en börnin sigra að
lokum.
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði
í Fréttablaðinu í gær að foreldrar þyrftu
að fara að muna eftir því að þeir ættu
börn og á sama tíma að slaka aðeins á í
lífsgæðakapphlaupinu.
KJARTAN ÓLAFSSON
Tilefni hlerananna
var ekki neitt, segir
Kjartan Ólafsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri
var í gær dæmdur í 11 mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík-
ur fyrir að hafa skallað lögreglu-
mann í hægra gagnaugað með
þeim afleiðingum að hann hlaut
áverka á andliti og snert af
heilahristingi. Auk þess hótaði
hann fleiri lögreglumönnum og
fjölskyldum þeirra ofbeldi og
lífláti. Þá braut hann skilorð
reynslulausnar með athæfi sínu.
Maðurinn játaði brot skýlaust.
Hann á langan sakarferil að baki
og hefur áður hlotið fjölmarga
dóma, meðal annars fyrir
fíkniefnabrot og nytjastuld. - þsj
Dæmdur í 11 mánaða fangelsi:
Skallaði
lögreglumann
Olíuleki
Gat kom á olíuleiðslu í Úralfjöllunum
í Rússlandi á mánudag, með þeim
afleiðingum að um 300 tonn af olíu
láku út í óspillta náttúruna. Náði lek-
inn yfir um 5.500 fermetra svæði og
mengaði meðal annars á sem rennur
þar um. Um 140 manns vinna nú að
því að hreinsa svæðið.
RÚSSLAND
RÍKISLÖG-
REGLUSTJÓRI
Málsmeðferð
hjá ríkislögreglu-
stjóra tekur of
langan tíma.
HARALDUR
JOHANNESSEN
Ríkislögreglu-
stjóri segir
úttektin sýna að
embætti hans
hafi staðið undir
væntingum.
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Málsmeð-
ferð hjá ríkislögreglustjóra tekur
of langan tíma.
STJÓRNMÁL Gísli Tryggvason
ætlar í fjölmiðlabindindi sem
talsmaður neytenda frá 28.
október til 4. nóvember. Gísli
segist gera þetta þar sem hann
gefi kost á sér í forvali Fram-
sóknarflokksins
fyrir framboðs-
lista í Suðvestur-
kjördæmi í
næstu alþingis-
kosningum.
Gísli segir engar
athugasemdir
hafa borist
vegna þess að
hann gefi kost á
mér til setu á
framboðslista á
sama tíma og hann gegni áberandi
embætti. Hann hafi þó tekið þá
ákvörðun að koma ekki fram
opinberlega sem talsmaður
neytenda frá því framboðsfrestur
rennur út og þar til framboðlistinn
liggur fyrir. - gar
Talsmaður neytenda:
Fjölmiðlabind-
indi á fram-
boðsbaráttu
GÍSLI TRYGGVASON