Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 7

Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 7
 MARKMIÐ MEÐ BYGGÐINNI Á MIÐSVÆÐINU ER: • Að þar rísi lifandi og fjölbreytt byggð sem þjóni íbúum sveitarfélagsins á sem flestum sviðum. Þar verði vettvangur öflugs mannlífs sem laði að jafnt íbúa og ferðamenn. • Að uppbygging þar verði í sem bestu samræmi við umhverfið og þá byggð sem fyrir er á nesinu og samræmist hugmyndum íbúa um lágreista byggð og Álftanesið sem „sveit í borg“. • Að miðsvæði Álftaness verði í sem bestum tengslum við aðra hluta sveitarfélagsins: einstök íbúðahverfi, óbyggð svæði, strandlengjuna og aðkomuleiðir út á nesið. • Að byggðin á miðsvæðinu myndi látlausa og virðulega aðkomu inn í sveitarfélagið, þar sem sérstök áhersla er lögð á góða ásýnd gagnvart leiðinni að forsetasetrinu á Bessastöðum. • Að vegir og stígar innan svæðisins verði öruggir og skilvirkir fyrir alla hópa vegfar- enda, akandi sem gangandi, með lausnum á akstursleiðum og bílastæðum er taki ríkt tillit til umhverfisins. • Að áætlun um skipulag svæðisins sé raunsæ og í takt við það samfélag sem miðsvæðið á að þjóna, með nægilega sveigjanlegum lausnum sem loka ekki á möguleika til þróunar og breytinga. KEPPNISGÖGN Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust frá og með 30. október 2006 á bæjar- skrifstofu Álftaness, Bjarnastöðum, 225 Álftanesi. Einnig verður unnt að nálgast keppnis- lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins Álftaness, www.alftanes.is frá og með sama degi og á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 2. hæð, 105 Reykjavík á milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga. Önnur keppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, á milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga, frá og með 30. október 2006. SKIL OG ÚRSLIT Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað til trúnaðarmanns á skrifstofu Arkitektafélags Íslands eigi síðar en þriðjudaginn 6. febrúar 2007. Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum í febrúar 2007. DÓMNEFND Í dómnefnd sitja: Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt FAÍ og Helgi Bollason Thoroddsen arkitekt FAÍ, skipuð af Arkitektafélagi Íslands, Sigurður Magnússon bæjarstjóri, Manfreð Vilhjálmsson arkitekt FAÍ og Guðmundur G. Gunnarsson bæjarfulltrúi fyrir hönd Sveit- arfélagsins Álftaness. Trúnaðarmaður keppninnar er Haraldur Helgason arkitekt. VERÐLAUN Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 6.000.000. Stefnt er að veitingu þrennra verðlauna, 1., 2. og 3. verðlauna. - 1. verðlaun verða eigi lægri en kr. 3.000.000. Auk þess er dómnefnd heimilt að verja allt að kr. 750.000 til aukaverðlauna. Sveitarfélagið Álftanes hefur ákveðið að efna til framkvæmda- samkeppni um skipulag miðsvæðis á Álftanesi í samvinnu við Arkitekta- félag Íslands. Gert er ráð fyrir að byggðin á miðsvæðinu verði í framtíðinni andlit sveitarfélagsins og kjarni atvinnulífs og þjónustu á Álftanesi. um sk ipulag á miðsvæði Ál f taness Séð yfir Álftanes. Í forgrunni er miðsvæðið sem gert er ráð fyrir að verði andlit Álftaness og kjarni atvinnulífs og þjónustu. w w w. a l f tanes . is � � �� � � � � � � � �� �� �� � �� � � � � � � � � � � � �

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.