Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 16
25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Þar fór það, takk
Einar K.
„Nú þykir ekki lengur „cool“
að vera frá Íslandi heldur
„cruel“.“
EINAR BÁRÐARSON UM AFLEIÐ-
INGAR HVALVEIÐA Á ÚTRÁS NYLON
OG ANNARRA LISTAMANNA.
Fréttablaðið 24. október.
Hjúkk ...
„Ég á ekkert sameiginlegt
með Elliða, er bæði ljúfur og
góður.“
THEÓDÓR JÚLÍUSSON UM HLUT-
VERK SITT SEM ELLIÐI Í KVIKMYND-
INNI MÝRINNI.
Fréttablaðið 24. október.
Á Rangárvöllum búa Berglind
Erlendsdóttir og Dennis Pettersen
og reka hundasleðafyrirtækið
Dogsledding.is. „Við byrjuðum
með þetta árið 1999 en höfðum
verið að safna grænlenskum sleða-
hundum og þjálfa í nokkurn tíma
fyrir það,“ segir Berglind.
Þau bjóða upp á hundasleða-
ferðir á veturna á Mýrdalsjökli og
um aðrar snævi þaktar slóðir, en
nú í snjóleysinu er boðið upp á
ferðir um helgar þegar hundunum
er beitt fyrir hjólavagna og þeir
dregnir um Heklurætur. „Það er nú
bara til að halda hundunum í
formi,“ segir Berglind. „Við látum
þá hlaupa minnst átta km á dag en
þeir geta farið 40-50 km á góðum
degi.“
Berglind segir grænlensku
sleðahundana mjög rólega og blíða
og ef slæmt orð sé af þeim þá er það
tilkomið vegna slæmrar meðferðar.
„Þetta eru fjölskylduvænar ferðir
og við fáum gesti á öllum aldri. Fólk
þakkar hundunum ferðina með því
að klappa þeim og hundarnir hafa
aldrei svo mikið sem glefsað. En
þeir eru vissulega ansi nálægt úlf-
inum, þeir gelta til dæmis ekki
heldur spangóla. Svo eru þetta mikil
hópdýr. Við erum með þrjú sleðalið
– eyki, eins og það heitir – með níu
hundum í hverju liði og hvert lið
heldur sig út af fyrir sig. Það er
sterk goggunarröð hjá þeim og
forystuhundurinn nýtur virðingar,
enda ber hann mesta ábyrgð.
Forystuhundarnir heita Rasta,
Petro og Ghandi.“
Berglind segir alltaf nóg að gera
og margir hafa komið oft í ferðir hjá
þeim. „Þetta eru ágætlega frægir
hundar og búnir að vera í mörgum
verkefnum, t.d. auglýsingum og bíó-
myndum.“ Hundarnir hafa sést í tón-
listarmyndböndum hjá Björk og
Quarashi og þeir sáust í kvikmynd-
unum Tomb Raider og Guy X, svo
eitthvað sé nefnt. „Þeir voru líka í
breska barnaþættinum Blue Peter og
í framhaldi af því komu margir
breskir ferðamenn. Þeir voru mjög
spenntir fyrir því að vera með sömu
hundunum og höfðu verið í
þættinum.“ - glh
Grænlenskir sleðahundar við Heklurætur:
Ágætlega frægir
HUNDARNIR Í PÁSU Draga sleða og hafa
leikið með Björk og Angelinu Jolie.
Í Mýrinni kemur „Krukku-
borg“ nokkuð við sögu,
enda er enskt heiti myndar
og bókar „Jar City“. Stað-
urinn gengur dags daglega
undir því virðulega nafni
Líffærasafn Háskólans og
er staðsett í Læknagarði við
Vatnsmýrarveg. Í Krukku-
borg eru meðal annars
fóstur í formalíni, heilar og
önnur líffæri.
Ýmsar flökkusögur hafa gengið
um safnið í gegnum tíðina – ekki
síst um hinn óhugnanlega hálfa
haus sem sést í Mýrinni – og Balt-
asar Kormákur leikstjóri segir að
hann hafi heyrt um það fyrst í
menntaskóla. „Ég veit ekki hvort
mig dreymdi það eða ekki, en ég
hafði sterka upplifun af því að
þessi svokallaða Krukkuborg væri
í kjallara skeljasandshúss við
Barónsstíg. Ég fékk litlar upplýs-
ingar um þetta til að byrja með,
eins og það vildi enginn kannast
við þetta safn, en svo voru þeir
voðalega almennilegir við mig í
Læknagarði þegar ég leitaði þang-
að. Þar fengum við að draga þessi
sýni saman og taka atriðið upp, en
ég var vinsamlegast beðinn um að
taka ekki neitt upp fyrir framan
húsið á Barónsstíg. Ég vildi ekki
styggja læknastéttina svo ég skaut
það atriði fyrir framan Valhúsa-
skóla, sem gaf mér svipaðan fíling.
Þetta atriði og líkhúsatriðin voru
þau einu sem við skutum ekki „on
location“. Það var dálítið magnað
að vera innan um öll þessi gömlu
líffæri og líklega hafa upphaflegu
eigendurnir ekki gert sér grein
fyrir því að þeir ættu eftir að enda
í kvikmynd.“
Í bók Arnaldar er Krukku-
borgin í eigu einhvers sérvitr-
ings í Hafnarfirði en Baltasar
segist hafa ákveðið að færa safnið
nær raunveruleikanum.
Prófessor Hannes Blöndal er
yfirmaður fræðasviðs Háskólans
og Líffærasafnið heyrir undir
hann. „Það hefur aldrei verið nein
leynd yfir þessu safni og það er
opið fyrir læknanema og notað af
þeim,“ segir Hannes. „Safnið á
rætur aftur til áranna 1920-30 og
var upphaflega í rannsóknarstofu
Háskólans við Barónsstíg. Sýnin
eru langflest íslensk, en nokkur
eru reyndar erlend.“
Ýmsir hafa fengið aðgang að
safninu, til dæmis var hluta af því
stillt upp á Menningarnótt fyrir
nokkrum árum. Hannes segir þó
enga ástæðu til að auglýsa safnið
sérstaklega og sér það ekki sem
skemmtisafn til að svala forvitni
almennings.
„Grænleita birtan sem safnið
hefur yfir sér í Mýrinni er ekki
viðvarandi, heldur eitthvað sem
kvikmyndagerðarmennirnir bættu
við til að gera þetta kvikmynda-
vænna. Annars er ekkert feikað,“
segir Hannes. „Jú, ég er búinn að
sjá Mýrina og er ánægður með
hana. Ég skildi reyndar ekki alveg
hlutverk Kára Stefánssonar í
myndinni. Heyrði ekki betur en
hann færi bara með sömu rulluna
og vanalega.“
gunnarh@frettabladid.is
Hvar er Krukkuborg?
INGVAR E. SIGURÐSSON SEM ERLENDUR Í MÝRINNI Djúpt sokkinn í rannsóknir í
Krukkuborg.
BALTASAR KOR-
MÁKUR Heyrði
fyrst af Krukku-
borg í mennta-
skóla.
„Það er allt meiriháttar að frétta!“ segir Þor-
steinn Eggertsson, textahöfundur og rokkari,
enda stór dagur í dag. „Í tilefni af því að það
eru komin 50 ár síðan rokk og ról heyrðist
í útvarpinu og menn fóru að spila þetta á
böllum eru tónleikar í kvöld og annað kvöld í
Austurbæ þar sem ég og ellefu aðrir söngvarar
koma fram með sextett. Þessir söngvarar voru
allir starfandi á upphafsárum rokksins, til
dæmis Fjóla Ólafs frá Ísafirði, Helena Eyjólfs
frá Akureyri, ég og Einar Júlíusson frá Kefla-
vík, en hinir eru frá Reykjavíkursvæðinu.
Ég byrjaði sjálfur að syngja 1957 og ætla
að taka lög sem þá voru vinsæl, Chuck
Berry og Buddy Holly bara. Ég sló
einmitt í gegn á tónleikum
í Austurbæjarbíói
1960 með KK sextett
og varð atvinnu-
söngvari í framhaldinu. Ég hef ekki sungið í
Austurbæjarbíói síðan svo það er aldrei að
vita nema maður endi bara ferilinn þarna. Ég
hlakka mikið til. Þarna er breytt svið svo maður
getur spriklað að vild. Annars er maður bara að
skrifa og slæpast eins og vanalega. Ég hef verið
að aðstoða Sverri Stormsker með því að snara
texta eftir hann yfir á ensku. Hann
hefur búið í Asíu í tvö ár og er
núna að búa til plötu með
fólki þar, sem getur ekki
sungið íslenska texta. Þetta
verður fantamikil plata hjá
Sverri, stór lög og miklar
útsetningar. Ég hef líka
verið að þýða ljóð og leikrit
eftir Birute Mar frá Litháen.
Maður hleypur svona úr
einu verkefni í annað.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORSTEINN EGGERTSSON RITHÖFUNDUR
Spriklar í Austurbæ
„Við fundum
ekki fyrir nein-
um áhrifum af
hvalveiðunum,
enda var þetta
tvennt jú að
byrja á sama
tíma,“ segir
Eldar Ástþórs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Iceland Airwa-
ves, aðspurður
um það hvort
nýhafnar hval-
veiðar hafi haft
einhver áhrif
á Airwaves-
hátíðina. „Þetta var alls ekki neitt í
umræðunni, hvorki hjá blaðamönn-
um, listamönnum eða bransafólki
– enginn veitti þessu minnstu
athygli í öllu tónleikaflóðinu. Núna
eftir hátíðina erum við á skrifstof-
unni að kanna mál líðandi stundar
og starfsmenn Hr. Örlygs eru að
finna út hvaða opinberu afstöðu
við eigum að taka til hvalveiðanna.
Það hefur ekki tekist ennþá en við
látum vita. Sjálfur er ég grænmetis-
æta, borða hvorki kjöt né fisk, en
samt finnst mér í góðu lagi að veiða
hval. Mér finnst mun mannúðlegra
að veiða villt dýr heldur en að ala
þau við ömurlegan aðbúnað til þess
eins að slátra þeim.“
SJÓNARHÓLL
HVALVEIÐAR OG AIRWAVES
Engin áhrif
ELDAR ÁSTÞÓRSSON
Framkvæmdastjóri
Airwaves.
■ Á vef Skessuhorns segir frá
manni í Melasveit í Borgarfirði
sem oft hefur orðið vitni að
undarlegu aksturslagi
eldri konu. Konan
hefur að sögn
takmarkaða stjórn á
bílnum og er ástæð-
an sú að hún er með
meðalstóran hund í
kjöltunni við aksturinn. Maður-
inn hringdi í lögguna og freistaði
þess að tal yrði haft af kon-
unni. Hjá löggunni fengust þær
upplýsingar að ekkert væri hægt
að gera vegna þess að engin lög
kvæðu á um að bannað væri að
hafa gæludýr í fanginu við akstur.
Konan og hundurinn eru því
væntanlega enn á ferðinni.
MELASVEIT:
HUNDAAKSTUR
Sigþóra Gunnarsdóttir
Sölumaður í verslun RV
R
V
62
17
Höldum óhreinindum á mottunni
Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður
Á til
boð
i
í ok
tóbe
r 20
06
Úti-
og in
nimo
ttur
af ým
sum
ger
ðum
og s
tærð
um
…fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm
…hindrar að gólfið innandyra verði hált
…heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu
gólfmottukerfið