Fréttablaðið - 25.10.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 25.10.2006, Síða 20
20 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Lífeyrissjóðir Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um þá ákvörðun tólf líf- eyrissjóða að breyta framkvæmd greiðslna örorkulífeyris þannig að betur verði fylgt eftir ákvæðum 1. mgr. 15. gr. laga 129/1997 um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða. Meðal annarra hafa risið upp ákveðnir alþingismenn sem kunnir eru af því að vilja færa gjafir á kostnað annarra og hafa haft uppi stór orð um mannvonsku þeirra sem að þessu standa. Hvatinn að baki þessum aðgerðum sem ég og aðrir stjórnendur lífeyrissjóða stöndum fyrir er ekki sá að við viljum skerða kjör öryrkja, þvert á móti. Okkur ber hinsvegar skylda til að fara að lögum og samþykktum lífeyrissjóðanna og það liggur fyrir að eftir því sem meira er greitt úr þeim vegna örorku, því minna verður eftir til greiðslu á ellilífeyri. Staða öryrkja, sem t.d. á við geðraskanir að etja, er samfélagslegt mál sem okkur öllum sem erum aflögufær ber að leysa. Það er ósanngjarnt og óeðlilegt að verkakona eða verkamaður sem greiðir í lífeyris- sjóð sitji uppi með skertar ellilífeyris- greiðslur vegna þess að öryrkjar eru líklegri til að lenda í lífeyrissjóði með þeim en öðrum. Það er á sama hátt óeðlilegt að ég sem er það lánsamur að hafa þokkalegar tekjur sleppi betur frá þessu vandamáli en ella væri. Við þessu er einungis eitt ráð, þ.e. að örorkugreiðslur komi úr sameig- inlegum sjóðum okkar landsmanna, en bitni ekki á ellilífeyri þeirra sem síst skyldi. Höfundur er stjórnarmaður í lífeyrissjóði. Örorkuna úr lífeyrissjóðunum FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Hvers vegna heyja menn stríð? Hvers vegna finna menn ekki friðsamlegri leið til að skera úr ágreiningi? Þessar spurningar eru ævagamlar, og svörin eru margvísleg og misgóð eftir aðstæðum. Adam Smith færði frumleg rök að þeirri hugmynd í Auðlegð þjóðanna (1776), að almenningur hefði öðrum þræði yndi af styrjöldum fjarri heimahögum, hefði gaman af að fylgjast með frásögnum af bardögum í blöðunum líkt og margir á okkar dögum hafa gaman af stríðsmyndum og væri því fús að kosta styrjaldir með sköttum og skyldum, úr öruggri fjarlægð. Kóngar og keisarar kæmust því upp með að heyja fleiri og lengri stríð en ella. Fjölmiðlar um okkar daga leggja mikið rými undir stríð og selja auglýsingar eftir því, en styrjaldir vekja samt mismikla athygli. Íraksstríðið síðan 2003 hefur tekið mikið rúm í fjölmiðl- um, en borgarastyrjöldin í Kongó síðustu ár, miklu mann- skæðara stríð, var að mestu háð utan við ratsjár evrópskra og amerískra fjölmiðla. Þjóðar- morðið í Darfur í Súdan vekur ekki heldur mikla athygli eða umtal og heldur því áfram. Stundum fara stjórnarherrar í stríð til að dreifa athygli almennings frá óþægilegum innanlandsmálum. Ég segi stjórnarherrar, því að konur fara sjaldan í stríð. Nýlegt dæmi um stríðsrekstur af innanlands- ástæðum er innrás Argentínu- hers í Falklandseyjar vorið 1982 undir forustu Leópolds Galtíeri hershöfðingja. Þannig var, að herforingjar höfðu hrifsað til sín öll völd í Argentínu sex árum áður, 1976, lokað löggjafarþing- inu, innleitt stranga ritskoðun, bannlýst stjórnmálaflokka og verkalýðsfélög og ráðizt í víðtækar hreinsanir meðal meintra andstæðinga. Hreinsan- irnar eru kallaðar „Óhreina stríðið“ þarna suður frá og kostuðu þrettán til fimmtán þúsund manns lífið, oft að lokinni fangavist og pyntingum. Mæður sumra þeirra þúsunda, sem hurfu sporlaust, gerðu kjarkaða uppreisn gegn her- foringjunum og vöktu heima- menn og heimsbyggðina til vitundar um mannréttindabrotin og morðin, sem herforingja- stjórnin hafði gert sig seka um. Barnlausir hershöfðingjar urðu síðar uppvísir að því að hafa rænt ungabörnum sumra fórnarlamba sinna og ættleitt þau; sérstök leyniskrifstofa sá um þennan verkþátt. Argent- ínsku mæðurnar áttu á brattann að sækja vegna ritskoðunar, útgöngubanns og almenns og lamandi ótta við leyniþjónustu herforingjastjórnarinnar. Efnahagslífið var bókstaflega í hers höndum, verðbólgan æddi áfram og mældist í þriggja stafa tölum, erlendar skuldir hrönnuð- ust upp, og innlendur iðnaður og aðrir útflutningsatvinnuvegir komust í alvarlegar kröggur. Af öllum þessum ástæðum varð herforingjastjórnin, sem hafði hrifsað til sín völd til að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu, verr og verr þokkuð meðal almennings. Nú voru góð ráð dýr. Og þá datt herforingjunum það snjallræði í hug að ráðast á Falklandseyjar í apríl 1982, en þær liggja tæpa 500 kílómetra undan ströndum Argentínu og höfðu lengi tilheyrt Bretum og sært þjóðarstolt margra Argent- ínumanna. Þarna bjuggu um tvö þúsund manns með 700.000 rollur. Ríkisstjórn Margrétar Thatcher á Bretlandi lét auðvitað ekki bjóða sér innrásina, heldur sendi herskip á vettvang og hrakti tíu þúsund manna her Argentínu burt frá eyjunum. Galtíeri og herforingjarnir í kringum hann misstu andlitið og hrökkluðust skömmu síðar frá völdum, og lýðræði komst á aftur í Argentínu árið eftir, 1983. Tímann, sem það tók að koma herforingjunum frá völdum, notuðu þeir meðal annars til að eyða gögnum um hreinsan- irnar, pyndingarnar og fjölda- morðin, sem þeir höfðu skipulagt. Galtíeri var síðar náðaður ásamt mörgum öðrum herforingjum til að slá striki yfir fortíðina; það var umdeild ákvörðun. Argentína rétti smám saman aftur úr kútnum. Þessi saga rifjast upp nú, þegar ríkisstjórn Íslands hefur fyrirvaralaust lýst yfir stríði eða svo gott sem með því að hefja hvalveiðar í óþökk margra annarra þjóða og kalla þannig yfir Íslendinga hörð mótmæli utan úr heimi, jafnvel hótanir um refsingar og átök á miðun- um. Við megum samt ekki láta hvalveiðar og fréttir af mótmæl- um gegn þeim draga athyglina frá mikilvægari málum. Við þurfum að fá að vita, hverjir hleruðu símana hjá hverjum án dóms og laga, hvað var gert við gömlu gögnin, áður en þau voru brennd 1976, og nýrri gögn, hverjir brutu lög og svo fram- vegis. Saga landsins verður að vera rétt skráð. Hvalalosti ÞORVALDUR GYLFASON Í DAG | Hvalveiðar og hleranir Stundum fara stjórnarherrar í stríð til að dreifa athygli almennings frá óþægilegum innanlandsmálum. Ég segi stjórnarherrar, því að konur fara sjaldan í stríð. Norðmenn sleppa alltaf Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri Kynningar og markaðar (KOM), bar sig heldur aumlega í frétt Morgunblaðsins í gær. Ástæðan var sú að Ísland kom ekki til greina sem ráðstefnustaður að ári fyrir stjórnendur fyrirtækja sem selja og framleiða sjávarafurðir. Hér væru hafnar hvalveiðar í atvinnuskyni og einhverjir gætu ekki hugsað sér að koma til landsins sökum þess. Tekjutapið væri nokkuð. Og hvaða stað- ur varð þá fyrir valinu? Jú, Björgvin í Noregi. Hins vegar fylgdi ekki sögunni að Norðmenn veiða mest allra þjóða af hval í atvinnuskyni. Dulin mistök Árni Páll Árnason vaknaði við vondan draum í gærmorgun. Í blaði sem Samfylkingin gaf út og fylgdi Frétta- blaðinu var sagt að hann sæktist eftir öðru sæti á framboðslistanum í Suðvesturkjördæmi. Hann var þó sannfærður um að þarna væri ekki um að ræða dulin skilaboð frá forystu flokksins heldur mannleg mistök. Gunnar Svavarsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir munu því eftir sem áður keppa um sætið við Árna Pál. Fljúga í embætti Það kemur ekki á óvart að íslensk stjórnvöld sækist eftir því að Halldór Ásgrímsson verði næsti aðalritari Norrænu ráðherranefndarinnar. „Einstaklingar, sem gegnt hafa ráð- herraembættum, virðast eiga greiðan aðgang að störfum sem ráðstafað er af opinberum aðilum. Þannig hefur um helmingur ráðherra sem átti sæti í ríkisstjórn á tímabilinu 1987-2006, eða 47 prósent þeirra, fengið störf fyrir tilstilli opinberra aðila, ýmist beint í kjölfar þess að þeir hafa látið af embætti eða síðar,“ segir í lokaritgerð Ástu Möller alþingis- manns, en hún útskrifaðist með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands á laugardaginn. Skrifaði Ásta um störf, stöðu og hlutverk ráð- herra. Góður undirbún- ingur það, enda stefnir Ásta á þriðja sætið í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík. bjorgvin@frettabladid.isÍ síðustu viku voru birtar niðurstöður úr rannsókn sem Capacent gerði fyrir félagsmálaráðuneytið um launamynd- un og kynbundinn launamun. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru vægast sagt köld kveðja til kvenna ári eftir að um 50 þúsund íslenskar konur sameinuðust í miðbæ Reykjavíkur um kröfuna um sömu laun fyrir sömu vinnu og 31 ári eftir að konur lögðu niður störf í heil- an dag til að sýna fram á gildi vinnu kvenna. Óútskýrður munur á launum karla og kvenna, að teknu tilliti til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma, er hinn sami og fyrir tólf árum. Konur eru með 15,7% lægri laun en karlar árið 2006 en voru með 16% lægri laun en karlar árið 1994. Á sama tíma hefur þó allnokkur breyting átt sér stað í starfsumhverfi og starfsháttum þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í rannsókn Capacent. Konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf kvenna til starfs síns hefur breyst en þetta hefur ekki skilað sér í minni kynbundnum launamun. 24. október í fyrra, daginn sem íslenskar konur sýndu í verki þá samstöðu sem ríkir um hina sjálfsögðu kröfu um jöfn laun karla og kvenna í sambærilegu starfi með sambærilega ábyrgð, kynnti félagsmálaráðherra jafnlaunavottunarkerfi. Þetta kerfi átti að veita fyrirtækjum gæðavottun um launajafnrétti. Mark- miðið var að hvetja til þess að kynbundnum launamun yrði útrýmt. Skemmst er frá að segja að lítið hefur spurst til þessa átaks síðan. Nú stendur yfir heildarendurskoðun laga um jafnan rétt kvenna og karla. Meðal verkefna nefndarinnar sem að þeirri endurskoðun vinnur er að skoða þau ákvæði laganna sem taka til launajafnréttis. Endurskoðun laga og hugsanlegar breytingar á þeim, ásamt átaki og hvatningu til þess að konur og karlar fái sömu laun fyrir sambærileg störf eru góðra gjalda verð og jafnvel nauðsynleg. Þegar upp er staðið verða það þó ekki þessar formlegu leiðir sem munu leiða til þeirrar sjálfsögðu niðurstöðu að óútskýranlegum launamun milli kynja verði útrýmt. Til þess þarf grundvallarvið- horfsbreytingu sem nær til karla og kvenna alls staðar í samfé- laginu. Sem betur fer koma fram teikn í rannsókn Capacent um að slík viðhorfsbreyting eigi sér stað. Konur eru til dæmis mun líklegri nú en fyrir tólf árum til að hafa sóst eftir launahækkun og þær virðast einnig upplifa ábyrgð sína meiri en áður. Stjórnendur sem rætt var við í rannsókn Capacent mátu það líka sem svo að í yngsta aldurshópi kvenna á vinnumarkaði ríkti annað viðhorf en meðal hinna eldri. Stjórnendum þótti, að minnsta kosti sumum, sem yngri konur væru fylgnari sér en þær eldri og sýndu meira frumkvæði til starfsframa og krefjandi verkefna. Athygli vekur að stjórnendur flokka þessa eiginleika ungra kvenna sem karllæg gildi. Og kannski er það einmitt þarna sem hundurinn liggur grafinn. Árið 2006, 31 ári eftir að konur lögðu niður störf til að vekja athygli á vinnuframlagi sínu, er litið á sjálfsagðan hlut eins og að sækjast eftir ábyrgð og starfsframa sem karllæg gildi. Langt í land að launajafnrétti náist: Karlæg gildi kvenna STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.