Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 21

Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Er séra Önundur Björnsson á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð fékk ársleyfi fór hann til Berkeley í Bandaríkjunum að nema áfallahjálp og pólitíska siðfræði. „Berkeley er rétt utan við San Fansisco og við háskólann þar fann ég nokkurs konar guðfræðitorg með öllum hugsanlegum greinum. Ég upplifði mig bókstaflega í dóta- kassa. Þvílíkir fyrirlestrar og prófessorar sem voru í boði. Og það var sama um hvað var spurt á bókasafninu, Þórberg, Anderson ... allt var til!“ segir séra Önundur sem fór utan í júlí í fyrra ásamt konu og börnum og dvaldi rúmt ár vestra. Hann segir níu guðfræðiháskóla gefa út sameiginlegan námsvísi. „Þeir eru úr öllum áttum, kaþólskir, lúterskir, babtistar, hebrear. Menn geta innritast í einn skóla og svo siglt á milli,“ lýsir séra Önundur. Hann fór í sið- fræði og lagði megináherslu á pólitíska sið- fræði. „Viðmiðin þar eru hin kristnu gildi og síðan eru teknir til skoðunar og lestrar ýmsir pólitískir þræðir. Í þessu námi fékk ég góða yfirsýn yfir það hvernig kenning- um og stefnum er beitt bæði til hins góða og hins neikvæða,“ útskýrir hann. Fyrir utan siðfræðina lagði séra Önundur áherslu á áfallahjálp, sérstaklega í stórslys- um og náttúruhamförum. „Þeir eru sér- fræðingar á því sviði Kaliforníumenn, því þeir eru alltaf að bíða eftir stóra skjálftan- um sem getur riðið yfir klukkan eitthvað í dag og einnig hefur byggst upp mikil þekk- ing á áfallahjálp eftir hörmungarnar 11. september,“ segir séra Önundur. Hann lýkur lofsorði á prófessorinn sinn, sænskættaðan „með einhverjum finnskum varahlutum,“ eins og hann orðar það, sem veitti góða handleiðslu í fræðunum. gun@frettabladid.is Líkt og í dótakassa GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 25. október, 298. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.48 13.12 17.35 Akureyri 8.40 12.56 17.12 „Það er hollt að fara burt, horfa heim úr fjarska og upplifa menningu annarra landa ,“ segir séra Önundur, nýkominn úr mastersnámi í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Opinn háskóli er röð fyrir- lestra og viðburða sem eru opin almenningi hjá Háskóla Íslands. Ítalski rithöfundurinn Dacia Maraini heldur fyrirlestur fimmtudaginn 26. október kl.17.30 í Norræna húsinu um sýn hennar á ítalska samfélagið. Maraini fæddist í Flórens árið 1936. Hún hefur gefið út skáld- sögur, ljóð og yfir þrjátíu leikrit. Hún hefur leikstýrt og framleitt átta kvikmyndir. Nánari upplýs- ingar: www.vigdis.hi.is. Carl‘s Cars er lífsstíls tímarit um bíla sem líka fjallar um menn- ingu, tónlist, tísku, kvikmyndir og hönnun. Tímaritið segir á heimasíðu sinni að blaðið sé um og fyrir sköpunargleði fólks, allt það skrítna sem fólk gerir og segir, og bílana sem það á og keyrir. Sjá nánar: www.carls- cars.com Nú eru árshátíðirnar að byrja og fyrirtæki, skólar og aðrir hópar geysast af stað til að gera sér glaðan dag í skammdeginu. Akureyri, höfuðstaður Norður- lands, hefur upp á margbreytt- an matseðil að bjóða ásamt skemmtanalífi og menningu. Sjá nánar: www.akureyri.is ALLT HITT [ NÁM BÍLAR FERÐIR ] GLEYMDIR OFURBÍLAR Sumir bílar urðu aldrei annað en prufueintök BÍLAR 5 ÖFLUG KENNSLU- AÐFERÐ Leiklist hefur verið iðkuð í ýmsum greinum í Háteigs- skóla síðustu ár NÁM 7 Bílalán TM Sveigjanlegir möguleikar með TM - bílaláni TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is Ég vil komast í samban d við traustan ferðafélaga, sem finn st gaman að skoða náttúruna!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.