Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 36
MARKAÐURINN 25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T L Ö N D
Hagnaður bandaríska netfyrir-
tækisins Google nam 733 millj-
ónum bandaríkjadala eða rúmum
fimmtíu milljörðum króna á
þriðja fjórðungi ársins. Þetta er
um 92 prósenta meiri hagnaður
en fyrir ári.
Hagnaður Google hefur auk-
ist talsvert í áranna rás en í
fyrra skilaði fyrirtækið 381 milj-
arðs dala eða 26 milljarða króna
hagnaði og var það sjöfalt meiri
hagnaður en á þriðja ársfjórð-
ungi 2004.
Í ár námu tekjur Google, sem
að mestu eru komnar frá sölu
auglýsinga, 2,7 milljörðum dala
eða 184,6 milljörðum króna og
er það sjötíu prósenta aukning á
milli ára.
Eric Schmidt, forstjóri Google,
er sagður afar ánægður með
afkomu enda hefur markaðshlut-
deild fyrirtækisins stækkað tals-
vert síðustu misserin.
Fyrirtækið mun hafa 45 pró-
senta hlutdeild á netmarkaðnum
en til samanburðar eru netveitan
Yahoo með 28 prósent og hug-
búnaðarrisinn Microsoft með tólf
prósent af kökunni. Búast má
við að hlutur Google stækki á
næstunni, sér í lagi eftir kaup á
myndskrárveitunni YouTube.
Greiningaraðilar á Wall Street
í Bandaríkjunum eru sammála
Schmidt og segja Google hafa
umtalsverða yfirburði yfir keppn-
inautana á netmarkaðnum.
- jab
GOOGLE Eric Schmidt, forstjóri Google,
er afar ánægður með afkomu fyrirtækisins
sem jók hagnað um 92 prósent á milli ára.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Hagnaður Google
tæplega tvöfaldast
Bifreiðar frá sænsku
bílasmiðunum hjá
Volvo hafa löngum
þótt örugg farartæki.
Nú hefur heldur betur
bæst í viðurkenninga-
flokkinn því skutbíll-
inn Volvo Estate nýtur
nú þess vafasama
heiðurs að vera hent-
ugasti bíllinn fyrir pör
í ástarhug.
Breska götublaðið Sun hefur
eftir könnun nettryggingafyrir-
tækis þar í landi að flest pör horfi
til rýmis í bílum þegar löngunin
kemur yfir það en þar hefur Volvo
Estate vinninginn. Eins og gefur
að skilja voru skutbílar og bílar af
stærri gerðum í efstu
sætum.
Af þeim fjögur þús-
und einstaklingum sem
tóku þátt í könnuninni
sögðust 68 prósent ekki
geta haldið aftur af sér
í bílnum og neyðst til
að gera hlé á ferð sinni.
Einn af hverjum tíu
sagðist hins vegar ekki
hafa stöðvað ökutæki sitt á meðan
lönguninni var svalað.
Þá vitnar blaðið til talsmanns
tryggingafyrirtækisins, sem
segir að þegar ástarbríminn nái
hámarki hjá pörum á ferð í bíl sé
nokkur hætta á að innanstokks-
munir skemmist. - jab
VOLVO Breskum pörum
þykir skutbíll frá Volvo hent-
ugasti bíllinn til að svala ást-
leitni sinni.
Volvo Estate bestur í ástarbrímanum
Laun stjórnenda hjá fyrirtækjum
í Þýskalandi hækkuðu að með-
altali um 11 prósent í fyrra en
það er talsvert umfram almennar
launahækkanir.
Það voru hagsmunasamtök
þýskra hluthafa sem stóðu fyrir
því að kanna hver laun forstjóra
í landinu voru í fyrra.
Í niðurstöðum könnunarinnar
kemur fram að þýskir forstjórar
voru með þrjár milljónir evra,
jafnvirði 260 milljóna íslenskra
króna, í meðallaun á síðasta
ári. Það jafngildir rúmlega 21,6
milljónum króna á mánuði.
Stjórnarmenn fyrirtækja voru á
sama tíma hálfdrættingar for-
stjóranna með 1,7 milljónir evra
á ári. Það jafngildir rúmum 147
milljónum króna eða 12,2 millj-
ónum króna á mánuði.
Josef Ackermann, forstjóri
Deutsche Bank, trónaði á toppn-
um líkt og fyrri ár með 8,5 millj-
ónir evra eða 736,4 milljónir
króna í grunnlaun í fyrra. Það er
190,6 milljóna króna hækkun frá
árinu á undan. Ackerman ætti
að hafa fyrir salti í grautinn því
þetta jafngildir því að hann hafi
haft 61,3 milljónir króna í mán-
aðarlaun.
Stórfyrirtæki í Þýskalandi
hafa fram til þessa ekki þurft að
birta upplýsingar um laun stjórn-
enda og hafa verið treg til þess.
Frá og með næsta ári þurfa þau
hins vegar að gera það lögum
samkvæmt. - jab
LAUNAHÆSTI FORSTJÓRINN Josef
Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, hefur
ástæðu til að brosa enda var hann launa-
hæsti forstjórinn í Þýskalandi í fyrra með
61,3 milljónir króna í mánaðarlaun.
MARKAÐURINN/AFP
Þýskir forstjórar á
ofurlaunum í fyrra
Robert Earl er orðinn næststærsti
hluthafinn í enska úrvalsdeild-
arliðinu Everton eftir að hann
keypti 23 prósenta hlut af Paul
og Anita Gregg fyrir helgina.
Kaupverðið var um 1.150 millj-
ónir króna sem þýðir að klúbbur-
inn er metinn á fimm milljarða
króna.
Eitt af því sem Earl ætlar að
gera er að draga augu heimsins
að Everton. Hann hefur boðið
góðvini sínum Sylvester Stallone
á Goodison Park. „Sylvester
Stallone dáir fótbolta og ég
sagði honum frá samningnum.
Hann segist vilja koma. Hann
hefur nýlega lokið við gerð síð-
ustu Rocky-myndar og verð-
ur í Englandi í janúar/febrúar
að kynna hana,“ segir hann á
Soccernet.com.
Earl byggði upp mikil auðæfi
á keðjunum Planet Hollywood og
Hard Rock Cafe og í gegnum
þær fjárfestingar hefur hann
kynnst fjölda kvikmyndastjarna.
Bandaríski fjárfestirinn styður
náinn vin sinn Bill Kenwright,
stjórnarformann Everton, og
ætlar sér ekki að gera yfirtökutil-
boð í félagið. Meðal þeirra tæki-
færa sem Earl er sagður horfa á
er nýr heimavöllur Everton, sem
er á teikniborðinu, en talið er lík-
legt að hann vilji kaupa réttinn á
heiti leikvangsins. - eþa
MIKILL SPORTFÍKILL Rocky hefur boðað
komu sína á Goodison Park eftir áramót í
boði Roberts Earl, nýs hluthafa í Everton.
Rocky mætir á Goodison Park
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Michael O’Leary, forstjóri írska
lággjaldaflugfélagsins Ryanair,
boðaði í lok síðustu viku umfangs-
miklar uppsagnir hjá samlöndum
sínum hjá flugfélaginu Aer Lingus
verði yfirtökutilboði Ryanair í
flugfélagið tekið. Uppsagnirnar
yrðu hluti af hagræðingu í rekstri
flugfélagsins, að hans sögn.
Aer Lingus var að langstærst-
um hluta í eigu írska ríkisins þar
til í septemberlok en þá seldi ríkið
meirihluta bréfa sinna í almennu
hlutafjárútboði. Ríkið er eftir
sem áður stærsti einstaki hluthaf-
inn með um 28 prósenta hlut en
starfsmenn Aer Lingus og lífeyr-
issjóður flugmanna hjá félaginu
eiga góðan hluta ásamt almennum
fjárfestum.
Ryanair tryggði sér sextán prósenta hlut í Aer
Lingus en jók hann fljótlega í um
nítján prósent og gerði í kjölfar-
ið yfirtökutilboð í alla hluti þess.
Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 1,5
milljarða evra, um 130 milljarða
íslenskra króna. Það svarar til 2,8
evra á hlut, sem er 0,6 evrum yfir
útboðsgenginu.
Bæði írska ríkið og starfsmenn
Aer Lingus hafa sett sig upp á
móti tilboðinu og segja það ekki
endurspegla virði þess. Þá hefur
Bertie Ahern, forsætisráðherra
Írlands, sömuleiðis ítrekað, nú síð-
ast um helgina, að ríkið muni ekki
selja hlut sinn í félaginu.
Forstjóri Ryanair lagði hins
vegar mikla áherslu á það fyrir
helgina, að gangi hluthafar ekki
að yfirtökutilboði félagsins muni
Aer Lingus verða áfram lítið flug-
félag sem sinni innanlandsflugi og
stækki lítið. Þá séu miklar líkur á
að gengi bréfa í Aer Lingus muni hríðlækka taki
huthafar ekki yfirtökutilboði Ryanair.
MICHAEL O’LEARY Forstjóri Ryanair segir
umfangsmiklar uppsagnir fyrirhugaðar hjá
Aer Lingus verði af yfirtöku Ryanair á félag-
inu. MARKAÐURINN/AFP
Uppsagnir boðaðar
hjá Aer Lingus
Forstjóri Ryanair segir fjölda manns hjá Aer Lingus verða
sagt upp kaupi Ryanair flugfélagið.
Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003 um ver›bréfasjó›i og
fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur
telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingar-
sjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar
en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a
útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
*Nafnávöxtun í EUR á ársgrundvelli fyrir tímabili› 25/9/06 - 24/10/06
Ávöxtun í dollurum
5,0%*
K a u p t h i n g L i q u i d i t y F u n d s
Kynntu flér kosti Peningamarka›ssjó›a KB banka í ISK, USD og EUR
Ávöxtun í evrum