Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 39

Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 39
H A U S MARKAÐURINN að reglurnar skaði minni aðil- ana,“ segir hann og telur ákveðið sjúkdómseinkenni á markaðnum að einhverjum smærri fyrirtækj- um þyki að sér vegið þegar með aðgerðum sé unnið gegn sam- keppnishindrunum. EINN MÁ ANNAR EKKI Þá segir Páll Gunnar að sé sú staða uppi á tilteknum markaði að eitt eða fleiri fyrirtæki fari með markaðsráðandi stöðu geti það meðal annars takmarkað möguleika þeirra til að vinna þannig í samkeppni að setja upp verslanir nálægt samkeppnis- aðilum. „Þetta snýr ekki bara að samrunamálum, heldur líka að því hvernig fyrirtækin haga sér almennt í samkeppninni, t.d. hvort menn séu að misnota markaðsráðandi stöðu sína með undirboðum, með því að sækja hart að viðskiptavinum smærri keppenda eða með öðrum slíkum aðferðum.“ Þá liggur í hlutarins eðli að aukið aðhald og eftirlit er til stað- ar á markaði þar sem einhver einn eða fleiri fara með mark- aðsráðandi stöðu. „Séu menn í þessari stöðu er mjög líklegt að keppinautarnir kvarti yfir þeim, og að Samkeppniseftirlitið taki einstök mál til skoðunar. Á markaðnum, hvort sem það er Samkeppniseftirlitið sjálft eða keppinautar, þá skynja menn það mjög fljótt komi upp ein- hver svona staða og það að vera í markaðsráðandi stöðu setur mönnum miklar skyldur að þeim sé ekki heimilt að vinna með sama hætti í samkeppninni eins og ef þeir væru smærri aðilar á dreifðari markaði. Háttsemi á borð við undirverðlagningu eða aggresíva ásókn í viðskiptavini keppinautanna getur verið ólög- mætt fyrir fyrirtæki í markaðs- ráðandi stöðu en fullkomlega eðlilegt fyrir smærri fyrirtæki.“ Af orðum Samkeppniseftir- litsins um mikilvægi staðfest- ingar ákvörðunarinnar um sam- runann á lyfjamarkaði frá því í sumar verður vart annað ráðið en að mælistikan sem þar var beitt verði lögð á aðra mark- aði þar sem fáir stórir eru á markaði. Páll Gunnar segir hins vegar ekkert liggja fyrir um það enn hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að nýta sér fordæm- ið sem gefið hefur verið. „Það getur verið í tilefni af kvörtunum eða í athugunum að eigin frum- kvæði, og einnig vegna tilkynn- inga um samruna. Athuganir af þessu tagi eru eins misjafnar og þær eru margar.“ 9MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 F R É T T A S K Ý R I N G Í VERSLUNARLEIÐANGRI Matvörumarkaður er einn þeirra sem rætt hefur verið um sem mögulegan vettvang fákeppni. Markaðurinn/Valli „Að einhver komist í einkasöluað- stöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá við- komandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta,“ segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grund- vallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á mark- aði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmátt- ur sem heldur þeim við nið- urstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. „Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfest- ing á sameiginlega markaðsráð- andi stöðu í grófum dráttum,“ segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráð- andi stöðu með þögulli samhæf- ingu. „Það hefur gerst í evr- ópskum samkeppnisrétti,“ segir Axel. „Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undir- réttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar.“ Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráð- andi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér sner- ist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001. Spurning um virka tvíkeppni eða samhæfða fákeppni Í Evrópu þekkjast þess mörg dæmi að óskyld fyrirtæki séu talin fara með ráðandi stöðu á markaði. Staðan getur átt við nokkur fyrirtæki í einu. AXEL HALL AÐJÚNKT VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Axel segir að til staðar þurfi að vera ákveðin skilyrði á markaði til þess að fyrirtæki sem á honum starfa geti talist fara saman með markaðsráðandi stöðu. Markaðurinn/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.