Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T ��� �� � �� ��� ��� �� �� � �� �� ������� �� ��� �� ��� �� � �� ��� ����� ������� �� ��� �� �� � �� �� Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyr- irtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækj- um sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrir- tækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. „Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hrað- ar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrás- ina,“ segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameigin- legt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. „Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórn- endur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyr- irtæki.“ Jón telur að það þurfi að fara var- lega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórn- un, eða öðru ef því er að skipta. “Ég held að þetta íþróttatungu- mál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir.“ Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssam- setning þjóðarinnar og gott lífeyr- iskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hrað- ar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. „Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil ein- földun að segja það.“ JÓN SIGURÐSSON, FORSTJÓRI ÖSSURAR „Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugg- lega jafngóðir.” ÖSSUR Í BANDARÍKJUNUM Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, um stjórnun íslenskra fyrirtækja: „Íslenskt“ ekki endilega aðalmálið Fyrir síðustu aldamót hafði hugtakið „útrás“ ekki aðra þýðingu í hugum fólks en þá að „fá útrás“. Var það notað um að losa um einhverjar hömlur innra með sér, kannski með því sleppa sér í danssveiflu, fá sér vel í aðra tána eða sprengja sig á hlaupa- brettinu í World Class. Margt hefur breyst síðan þá og í dag eru allir sammála um merkingu þessa orðs sem er nú tákn fyrir glæsta, en oft á tíðum óskiljanlega, framgöngu íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Þessi mikli gangur hefur ýmist vakið aðdáun eða tortryggni, eða jafnvel hvort tveggja í laumi, en sennilega fyrst og fremst forvitni hins almenna borgara sem enn sér „milljónamæring- inn“ sem vellauðugan mann og á erfitt með að hugsa í milljörðum. Hugmyndin að ítarlegri rannsókn á fyrirbærinu vaknaði í kolli Snjólfs Ólafssonar prófessors nú í sumar. Hún fékk góðan hljómgrunn meðal annarra kennara viðskipta- og hagfræðideildar, enda eru þeir forvitnir eins og annað fólk og í stakk búnir til að skoða útrásina með fræðimannagleraugum. Hafist var handa við undirbúning verkefnisins fyrir um sex vikum og var meðal annars leitað til útrásarfyrirtækjanna sjálfra eftir fjárstuðningi. Þar fengust strax jákvæð viðbrögð og því var unnt að ráða Auði Hermannsdóttur, sem nýverið lauk meistaranámi í viðskiptafræði, í fullt starf við verkefnið. Auk Snjólfs eru þrír í verkefnastjórn, þeir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Þórhallur Guðlaugsson og Runólfur Smári Steinþórsson en fleiri munu koma að verkefninu á einn eða annan hátt þegar fram líða stundir. FRÆÐILEGAR OG HAGNÝTAR NIÐURSTÖÐUR Markmiðið með rannsókninni er að auka þekk- ingu meðal fræðimanna, ráðgjafa, embættismanna, stjórnmálamanna, stjórnenda og annarra og er stefnt á að niðurstöðurnar verði bæði fræðilegar og hagnýtar. Eftir um það bil tvö ár er svo stefnt á að nægilega mikil þekking hafi skapast til að efni verði komið í spennandi bók um íslensku útrásina. Þar að auki er ætlunin að birta ítarlega grein í virtu erlendu fagtímariti. „Við teljum það mjög áhugavert sem útrásarfyr- irtækin eru að gera og að árangurinn sé einstakur. Hvort hann er það á svo eftir að koma í ljós þegar líður á verkefnið og niðurstöðurnar fara að koma í ljós,“ segir Snjólfur. „Til þess að geta greint það á faglegan hátt af hverju, og hvort, íslensku útrásarfyrirtækin eru að ná svo góðum árangri þurfum við að byrja á að lýsa útrásinni. Það þarf til dæmis að skilgreina hver viðmiðin verða. Er Bakkavör til dæmis íslenskt fyrirtæki eða er það breskt fyrirtæki sem Íslendingar eiga? Hér var einu sinni til félag sem hét Icelandair sem allir landsmenn þekktu. Því var síðan breytt í FL Group og undir því var Icelandair Group en fyrir nokkru var sá hluti seldur. Eftir stendur FL Group sem á ekkert í Icelandair Group. Hlutirnir gerast hratt í viðskiptum og þetta gerir okkur í sumum tilvikum erfitt fyrir. Þetta sýnir þó fyrst og fremst hversu spennandi þetta verkefni er sem við ætlum að fara að glíma við,“ segir Snjólfur. MIKILVÆGAR ÞJÓÐFÉLAGSUMBÆTUR Ýmislegt hefur breyst í íslensku þjóðfélagi að undanförnu sem hefur skapað íslenskum fyrir- tækjum hagstæðari vinnuskilyrði. Viðskiptaráð Íslands hefur fylgst náið með framgangi íslenskra fyrirtækja í útlöndum. „Það eru nokkrir þættir sem útskýra þessa miklu og hröðu útrás síðustu ára. Í fyrsta lagi má nefna EES-samninginn sem opnaði markaði fyrir vöxt utan Íslands. Þá höfðu breyt- ingar á skattaumhverfi mjög hvetjandi áhrif á fyr- irtæki til að vaxa frekar og sú staðreynd að Ísland er lítill markaður gerði það að verkum að vöxt varð að sækja erlendis,“ segir Halla Tómasdóttir, fram- Hvaða kraftur knýr íslensku útrásina? Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands ýtti nýlega úr vör umfangs- miklu rannsóknarverkefni þar sem leitast verður við að skýra ástæður þess árang- urs sem íslensk fyrirtæki virðast vera að ná á erlendri grundu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fékk þrjá stjórnendur íslenskra útrás- arfyrirtækja til að velta velgengninni fyrir sér. L Ö N D U T A N E V R Ó P U * Kasakstan Mongólía Kína Japan Taíland S-Kórea Víetnam Indland Indónesía Sádi-Arabía Sameinuðu arabísku furstaveldin Ástralía Nýja-Sjáland Alsír S-Afríka Chile Brasilía * Lönd utan Evrópu þar sem íslensk fyrirtæki hafa starfsemi. Listinn er ekki tæmandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.