Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 74
34 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Pauzuolis áfram í Þýskalandi
Handknattleikskappinn Robertas Pauzuolis verður áfram
í Þýskalandi og kemur ekki til Íslands eins og þýskir
fjölmiðlar greindu frá á mánudag. Pauzuolis, sem lék
með Selfossi, Fram og Haukum á sínum tíma, hefur
fengið sig lausan frá félagi sínu, Hildesheim, og töldu
þýskir miðlar að hann myndi í kjölfarið fara til Íslands.
Forráðamenn Fylkis settu sig í samband við Pauzuolis
í gær í þeim tilgangi að bjóða honum samning en
Pauzuolis tjáði Fylkismönnum að hann væri kominn
með samning við annað þýskt félag sem skrifað yrði
undir í dag og því yrði
ekkert af því sem stendur
að hann komi til Íslands.
FÓTBOLTI Á mánudag kvað áfrýjunar-
dómstóll KSÍ upp þann úrskurð að
ÍR bæri að leika í Landsbanka-
deild kvenna að ári. Dómstóll KSÍ
hafði áður fallist á þá kröfu Þórs/
KA að ÍR hefði teflt fram ólögleg-
um leikmanni í leik liðanna í auka-
keppni um laust sæti í deildinni.
ÍR vann þær viðureignir saman-
lagt, 3-2.
Í dómsorðinu er sagt að vinnu-
brögð Samninga- og félagaskipta-
nefndar KSÍ og skrifstofu sam-
bandsins séu ámælisverð. Að
hvorugur aðili hafi kannað hvort
viðkomandi leikmaður, Berglind
Magnúsdóttir, fullnægði skilyrð-
um laga og reglna sambandsins
um félagaskipti leikmanna. „ÍR
hlaut hins vegar að mega treysta
því að útgefið keppnisleyfi Berg-
lindar Magnúsdóttur væri í sam-
ræmi við lög og reglur Knatt-
spyrnusambands Íslands,“ segir í
dómsorðinu. Á þeim grundvelli
voru úrslit leikjanna látin standa.
„Við erum ósáttir,“ sagði Unn-
steinn Einar Jónsson, formaður
knattspyrnudeildar Þórs, í samtali
við Fréttablaðið og sagði að félagið
myndi skoða þann möguleika að
skjóta málinu til áfrýjunardóm-
stóls ÍSÍ. Ef hann tekur upp málið
kveður sá dómstóll upp loka-
úrskurð í málinu. Ef ekki, stendur
áðurgreind niðurstaða áfrýjunar-
dómstóls KSÍ. Þór/KA hefur eina
viku til að áfrýja málinu.
„Okkur finnst dómurinn ekki
taka nógu vel á málinu,“ bætti
Unnsteinn við. „Þar er ábyrgðinni
vísað allri yfir á KSÍ og fríar
dómsorðið ÍR algjörlega allri
ábyrgð. Þeir sem skrifa undir yfir-
lýsingu um félagaskipti ábyrgjast
að framfylgja lögum og reglum
KSÍ. Í þessu tilfelli voru það full-
trúar KR og ÍR. Það er einfaldlega
skautað fram hjá þeirri staðreynd.
Því er einnig sleppt að fjalla ítar-
lega um keppnisleyfið og hvað það
þýðir. Það finnst okkur vera galli á
dómnum. Þeir láta ekki rétta aðila
taka ábyrgð í þessu máli.“
Unnsteinn segir að Þór/KA líði
fyrir mistök sem KSÍ og ÍR gerðu.
„Við tefldum fram löglegu liði
gegn ólöglegu og töpuðum á því.“
Enn fremur segir hann að ÍR hafi
alla tíð vitað að Berglind hefði
leikið með tveimur félögum á
tímabilinu. Samkvæmt reglum
KSÍ má leikmaður ekki leika með
fleiri félögum á einu almanaksári.
Þessu neitar Már Árnason, for-
maður meistaraflokksráðs kvenna
hjá ÍR. „Það er algjörlega rangt.
Undanþágubeiðnin var fram-
kvæmd undir mikilli tímapressu
og við töldum okkur vera að gera
rétt,“ sagði Már. „Við tefldum ekki
fram ólöglegu liði og unnum þessa
baráttu inni á vellinum. Við höfð-
um ekki hugmynd um þennan leik
sem Berglind lék með Fjölni.“
Már segist þó skilja afstöðu
Þórs/KA og á alveg eins von á því
að norðanmenn áfrýi dómnum til
ÍSÍ. Ef úrskurðurinn hefði verið
Þór/KA í hag, hefði ÍR áfrýjað
málinu til ÍSÍ. „Já, að sjálfsögðu.
Ég var búinn að lýsa því yfir
áður.“
Geir Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri KSÍ, hefur áður viðurkennt
mistök KSÍ í málinu og afturkallað
keppnisleyfi Berglindar með ÍR.
Hann sagði að í kjölfarið á þessu
máli yrði kerfi KSÍ bætt verulega
til að fyrirbyggja að slík mistök
verði endurtekin.
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Á LEIÐINNI Í 1. DEILDINA Þór/KA leikur í 1. deild kvenna á næsta ári ef dómur
áfrýjunardómstóls KSÍ stendur. Hér leikur liðið gegn Stjörnunni í Landsbankadeild
kvenna í sumar.
Áfrýjunardómstóll dæmdi
ÍR í hag og ávítti KSÍ
Áfrýjunardómstóll KSÍ kvað upp úrskurð sinn á mánudag um að úrslit í leik ÍR
og Þórs/KA fengju að standa og ÍR léki því í Landsbankadeild kvenna á næsta
tímabili. Í dómsorðinu voru vinnubrögð KSÍ í máli þessu sögð ámælisverð.
FÓTBOLTI Jóhann Þórhallsson, leik-
maður Grindavíkur, mun að öllum
líkindum skrifa undir samning við
KR í vikunni. Þetta staðfesti Jónas
Þórhallsson, formaður knattspyrnu-
deildar Grindavíkur, í samtali við
Fréttablaðið. Sjálfur segir Jóhann
að samkomulag sé nánast í höfn.
„Þetta er ekki enn frágengið enda
er ég ekki búinn að skrifa undir
neitt ennþá. En það fer að styttast
í samkomulagið,“ sagði Jóhann
sem sagðist vera mjög spenntur
fyrir KR.
Jónas sagði að viðræður við KR
væru í gangi og verið væri að
ganga frá lokahnútum samkomu-
lagsins. „Ég á von á því að þetta
mál verði klárað í vikunni.“
Í síðustu viku samdi Óskar Örn
Hauksson við KR um að leika með
félaginu næstu þrjú árin. Undan-
farin þrjú ár hefur hann leikið
með Grindavík en þar áður með
Njarðvík. Jóhann hins vegar kom
til Grindavíkur síðastliðinn vetur
frá KA. Þá hafði hann leikið í fimm
ár með bæði Þór og KA en árin
1999 og 2000 lék Jóhann með KR
og varð tvöfaldur Íslandsmeistari
og bikarmeistari með liðinu. Nú
hyggst hann endurtaka leikinn og
vill væntanlega spila stærra hlut-
verk í KR nú en hann gerði þá.
Tveir framherjar eru fyrir í
KR, þeir Björgólfur Takefusa og
Grétar Ólafur Hjartarson. Þá
samdi KR einnig við Atla Jóhanns-
son frá ÍBV á sama tíma og liðið
samdi við Óskar Örn.
- esá
JÓHANN ÞÓRHALLSON Á góðri leið með
að ganga í KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Óskar Örn Hauksson ekki eini Grindvíkingurinn á leið í KR:
Jóhann skrifar undir í vikunni
FÓTBOLTI Eysteinn Húni Hauksson
og Orri Freyr Óskarsson munu í
vikunni væntanlega skrifa undir
nýja samninga við knattspyrnu-
deild Grindavíkur. „Það er verið
að ganga frá samningunum og
verður væntanlega skrifað undir
þá í vikunni. Eftir það getum við
einbeitt okkur að því verkefni
sem er framundan,“ sagði Jónas
Þórhallsson, formaður knatt-
spyrnudeildar Grindavíkur.
Um helgina framlengdu þrír
leikmenn liðsins samninga sína,
þeir Ray Anthony Jónsson,
Guðmundur Andri Bjarnason og
Andri Steinn Birgisson. - esá
Leikmannamál Grindavíkur:
Eysteinn og
Orri áfram
HÚNINN FER HVERGI Eysteinn Húni
ætlar að framlengja við Grindavík.
FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson,
leikmaður Stabæk, og Kristján
Örn Sigurðsson hjá Brann hafa
báðir verið tilnefndir sem
leikmenn ársins í sínum stöðum.
Veigar er einn þriggja sem er
tilnefndur sem besti sóknarmað-
ur ársins og Kristján sem besti
varnarmaðurinn.
Árni Gautur Arason hefur áður
hlotið þessi sömu verðlaun í
flokki markvarða en er ekki
tilnefndur í ár. Verðlaunin verða
afhent þann 11. nóvember. - esá
Leikmenn ársins í Noregi:
Veigar og Kristj-
án tilnefndir
VEIGAR PÁLL Einn markahæstu leik-
manna norsku úrvalsdeildarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/SCANPIX
Markvörðurinn Berglind Magnúsdóttir hefur verið
miðpunktur umræðunnar í máli ÍR og Þórs/KA í kvenna-
boltanum síðustu daga. Í gær dæmdi áfrýjunardómstóll-
inn ÍR í vil sem þýðir að ÍR spilar í efstu deild á næsta
ári. Berglind er 22 ára gömul og kemur frá Grundarfirði
en hún starfar í Lögreglunni í Kópavogi á milli þess sem
hún ver mark í fótbolta. Berglind var að vonum
ánægð með niðurstöðu dómsins.
„Þetta er alveg frábært. Mér datt aldrei í hug að
þetta væri svona mikið mál, þetta kom alveg flatt
upp á mig. Ég hafði ekki hugmynd um þessa
reglu,“ sagði Berglind þegar Fréttablaðið hafði
samband við hana í gær.
Berglind sagði jafnframt að ÍR-ingar hefðu ekki
spurt sig hvort hún væri búin að leika með tveimur
liðum fyrr um sumarið. „Ég þekki þessa menn frá því
að ég var að æfa með ÍR og var í rauninni bara að gera
þeim greiða. Þeir voru búnir að leita úti um allt og ég
var eiginlega síðasti kosturinn. Mér fannst það ekkert mál,
þekki allar stelpurnar og þær eiga þetta bara einfaldlega
skilið, að mínu mati. Þær unnu bara leikinn og það var ekkert
flóknara en það.“
Berglind hefur verið miðpunktur umræðunnar í þessu máli
en finnst Berglindi eins og hún sé blóraböggull í málinu? „Nei,
alls ekki. Þetta kemur samt þannig út. Þetta er samt búin
að vera svolítið skemmtileg umræða, maður hefur
aldrei heyrt nafnið sitt jafn oft í fréttunum. Þetta mál
hefur bara verið rætt af beggja hálfu og maður verður
að taka tillit til beggja aðila í þessu máli,“ sagði
Berglind sem hefur alveg sloppið við allt áreiti vegna
þessa.
Berglind er komin aftur í KR og segir að aldrei hafi
staðið til að hún myndi skipta alfarið yfir í ÍR að
nýju, en hún lék með ÍR í rúmlega eitt ár á sínum
tíma. „Ég fór bara í ÍR tímabundið til að hjálpa
þeim en ég er sátt og mjög glöð fyrir hönd ÍR-inga.“
BERGLIND MAGNÚSDÓTTIR: LÖGREGLUKONAN FRÁ GRUNDARFIRÐI VAR ÁNÆGÐ MEÐ ÚRSKURÐ ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLSINS
ÍR-stelpurnar eiga þetta einfaldlega skilið
KÖRFUBOLTI Ricard Casas hefur
verið rekinn sem þjálfari Pamesa
Valencia, en með því félagi leikur
Jón Arnór Stefánsson. Liðið hefur
farið ákaflega illa af stað á
tímabilinu og hefur einungis
unnið einn af fyrstu fimm
leikjunum.
Chechu Muleru, aðstoðar-
þjálfari liðsins, mun taka tíma-
bundið við þjálfun liðsins en
samkvæmt erlendum miðlum er
Grikkinn Fotis Katsikaris í sigtinu
hjá stjórn Pamesa Valencia sem
næsti þjálfari liðsins en hann var
nýverið rekinn frá Dynamo St.
Petersbourg.
Jón Arnór hefur ekki náð sér á
strik á tímabilinu en hann hefur
átt við meiðsli að stríða. - dsd
Jón Arnór Stefánsson:
Þjálfari Jóns
Arnórs rekinn
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Fær nýjan
þjálfara á næstu dögum.
FÓTBOLTI Sá undarlegi atburður
átti sér stað í leik Tottenham og
West Ham á dögunum að Jermain
Defoe, sóknarmaður Tottenham,
beit Javier Mascherano, leikmann
West Ham, í handlegginn eftir að
sá síðarnefndi hafði tæklað
Defoe. Enska knattspyrnusam-
bandið hefur nú tilkynnt að ekki
sé hægt að dæma Defoe í bann
vegna þess að dómarinn gaf
leikmanninum gult spjald fyrir
athæfið í leiknum.
Mascherano er vitaskuld hissa
á viðbrögðum Defoe. „Ég hef
aldrei orðið vitni að öðru eins.
Þegar ég kom til Englands þá var
ég oft spurður út í hörkuna í
argentínska fótboltanum en ég
var aldrei bitinn þar og ég bjóst
aldrei við því að vera bitinn hér
heldur. Við tókumst á af hörku í
leiknum en fótbolti er íþrótt fyrir
karlmenn, en ekki menn sem
bíta,“ sagði Mascherano. - dsd
Javier Mascherano:
Ekki íþrótt fyrir
menn sem bíta
SJALDSÉÐUR ATBURÐUR Það er ekki á
hverjum degi sem leikmaður er bitinn í
leik en Defoe sleppur þó við refsingu.
NORDIC PHOTOS/GETTY