Fréttablaðið - 25.10.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 25.10.2006, Síða 78
 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR38 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 líkamshluti 6 halló 8 mál 9 þrá 11 dreifa 12 fyrirtæki 14 náskyldur 16 skóli 17 klettasprunga 18 for 20 til 21 litlaus. LÓÐRÉTT 1 ofneysla 3 borðaði 4 ítalskur ofn- réttur 5 rá 7 uppnám 10 knæpa 13 pfn. 15 gefa upp sakir 16 starfsgrein 19 slá. LAUSN LÁRÉTT: 2 háls, 6 hæ, 8 tal, 9 ósk, 11 sá, 12 firma, 14 náinn, 16 fg, 17 gjá, 18 aur, 20 að, 21 grár. LÓÐRÉTT: 1 óhóf, 3 át, 4 lasanja, 5 slá, 7 æsingur, 10 krá, 13 mig, 15 náða, 16 fag, 19 rá. „Ég held að söngstílar okkar passi býsna vel saman,“ segir Einar Kárason rithöfundur, sem tekur lagið með Árna Johnsen á væntanlegri plötu. Tilurð þessa sérstaka dúetts má rekja til mikillar Oddfellow- hátíðar í Vestmannaeyjum um árið, þar sem Einar var ræðu- maður og Árni veislustjóri. „Árni var auðvitað með gítarinn og tók lagið. Svo sagði ég sögu af því þegar ég söng einu sinni með Jónasi Árnasyni vegna þess að ég kunni textann betur en sá gamli. Í framhaldinu kom í ljós að hitt lagið sem ég kann textann við er Göllavísur, sem Árni söng um árið, og á endanum sungum við það saman.“ Síðar hittust Einar og Árni aftur í sviðaveislu í Eyjum og til að kvitta upp á vinskapinn tóku þeir lagið aftur. Þótti þeim takast svo vel upp að ákveðið var að hljóðrita samsönginn og kemur hann út á plötu Árna, Það er gaman að vera til, í næstu viku. Göllavísur, sem er ein sautján erindi, kom fyrst út í útgáfu Árna árið 1971 og var mest spilaða lagið í útvarpinu það árið. Einar kveðst ánægður með hvernig til tókst. „Það var gaman að þessu. Reyndar er til mikið af illgjörnu fólki, til dæmis meðal ætt- ingja minna og vina, sem er með kenningar um að ég sé eini maðurinn á Íslandi sem syngi verr en Árni og þess vegna vilji hann hafa mig með. En það eru nú ýkjur.“ - bs Dúett Einars Kárasonar og Árna Johnsen EINAR KÁRA- SON Kunni öll sautján erindi Gölla- vísna. ÁRNI JOHNSEN Gefur út plötuna Það er gaman að vera til í næstu viku. Það er skammt stórra högga á milli hjá Agli Ólafssyni því hann var varla fyrr lentur á Keflavíkurflug- velli eftir dvöl á suðrænum slóðum en að sonur hans og Tinnu Gunn- laugsdóttur Þjóðleikhússtjóra Ólaf- ur Egill og unnusta hans Ester Talía eignuðust sitt fyrsta barn. „Já, þau fengu stúlku, hún er dökkhærð, vel hærð eins og henni ber kyn til,“ sagði söngvarinn og hló, augljós- lega ákaflega stoltur, enda afi í fyrsta sinn. Egill er nýkominn heim úr þriggja vikna ævintýraferð um Suður-Ameríku en söngvarinn góð- kunni var fararstjóri á vegum ferðaskrifstofunnar Prima. „Þetta er bara áhugamál hjá mér og ég hef farið í eina og eina ferð,“ útskýrir Egill sem segist hafa fengið smá kvef við heimkomuna enda mun svalara hér nyrðra en í sólinni fyrir sunnan. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá heiminn og þetta starf gerir það að verkum að maður þarf ekki að leggja jafn mikið af mörkunum fjárhagslega,“ bætir söngvarinn við. Egill fór víð með hópinn; til Perú, Chile, Páska-eyja, Bora Bora en ferðinni lauk á Tahíti. Söngvar- inn segist nú ekki vera altalandi á spænsku en taldi sig geta bjargað sér, hann hefði líka notið dyggrar aðstoðar frá þaulkunnug- um fararstjórum í hverju landi. „Við skoðuðum þarna borg Inkanna í Perú en samfélagið þar er langt á eftir okkur þótt þeir séu vissulega að reyna að fóta sig í núinu,“ segir Egill sem var augljóslega uppnum- inn yfir því sem hann sá. „Og svo eru þessi pólinesísku samfélög algjör paradís, þar stingur fólk sér bara til sunds eftir fiski milli þess sem það tínir upp kókoshnetur sem falla niður úr trjánum,“ bætir Egill við. „Chile er hins vegar komið ögn lengra og nær okkur enda hefur landið verið í miklum tengslum við Evrópu og vestræna menningu.“ Egill gaf nýverið út sólóplötuna Miskunn dalfiskanna eftir langt hlé sem einyrki og ljóðabókina Kysstu, kysstu steininn en Egill hefur ekki fengist við ljóðagerð áður. „Hún er líka til á þýsku fyrir þá sem vilja vera vondir við vini sína þar,“ segir Egill og hlær og reiknar með að spila á næstunni lög af plötunni og útilokar ekki að boðið verði upp á ljóðalestur á tónleikum. „Ef það finnst góður upplesari,“ bætir hann við. freyrgigja@frettabladid.is EGILL ÓLAFSSON: KOMINN HEIM ÚR ÆVINTÝRAFERÐ UM SUÐUR-AMERÍKU Önnum kafinn og orðinn afi FARARSTJÓRI OG AFI Egill Ólafsson var varla lentur á Keflavíkurflugvelli þegar fyrsta afabarnið kom í heiminn. EIGNUÐUST STÚLKUBARN Ólafur Egill og Ester Talía eignuðust stúlkubarn og heilsast bæði móður og barni vel. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák er sýnd fyrir fullum bíó- sölum þessa dagana og skilaði hátt í sextán milljónum í miðasölu fyrstu sýningarhelgina. Miðinn á myndina kostar 1.200 krónur sem er öllu hærra en bíógestir hafa átt að venj- ast þegar íslenskar kvikmyndir eru annars vegar en miðinn á kvik- myndina Börn sem sýnd var fyrir skömmu kostaði eitt þúsund krónur. Almennt miðaverð hækkaði hins vegar um hundrað krónur í millitíð- inni, fór úr átta hundruð krónum í níu. „Miðaverðið hefur verið 800 krónur í fimm ár og nefndu mér eitthvað sem hefur ekki hækkað á þeim tíma,“ segir Björn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Senu sem sýnir Mýrina. Hann segir launa- kostnað og annan rekstrarkostnað kvikmyndahúsa hafa hækkað umtalsvert á tímabilinu og hækk- unin nú sé því tímabær. Gömul hefð er fyrir því að aðgangur að íslenskum bíómyndum sé seldur dýrara verði en á innflutt- ar og Mýrin rífur því verðmúrinn með 1.200 krónunum. „Um leið og hækkunin var gerð breyttum við til og hækkuðum aldurinn á barnamið- um úr sex ára í átta. Barnaverðið nýtist því fleirum og hækkunin hefur því í raun og veru lítil áhrif á fjölskyldufólk,“ segir Björn og bendir á að miða- verð á Íslandi sé nánast í takt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum en þar séu skatt- ar og álögur yfirleitt töluvert lægri en hér. - þþ Aldrei dýrara í bíó MÝRIN Tólfhundruðkallinn stendur ekki í íslenskum bíógestum sem flykkjast á myndina sem hefur farið glæsilega af stað. BJÖRN SIGURÐS- SON Fram- kvæmdastjóri Senu segir hækk- un miðaverðs við- bragð við almenn- um verðlags- og rekstrarkostn- aðarhækkunum undanfarið. Stórsöngvarinn Björgvin Halldórs- son liggur þessa dagana yfir upp- tökum og myndefni frá stórbrotnum tónleikum sínum og Sinfóníuhljómsveitarinnar í haust. Eins og alþjóð veit fyllti Bó Höllina í þrígang og hefði eflaust getað bætt við fleiri tónleikum án þess að hafa mikið fyrir því. Bó hyggur á veg- lega DVD-útgáfu fyrir jólin þar sem verður að finna efni frá tónleikunum og fleira góðgæti í bland. Lítið hefur borið á Agli „Gillzen- egger“ Einarssyni og félögum hans í Köllunum.is síðustu mánuði. Heimasíðu þeirra var lokað í byrjun sumars þegar deilur komu upp á milli Egils og Jóhanns Ólafs Schröder, annars höfuð- paurs félagsskaparins. Þeir félagar hafa nú náð fullum sáttum sín á milli og innan tíðar er fyrirhugað að opna nýja heimasíðu. Ekki er vitað hvort lénið kallarnir.is verður notað undir skrif og fróðleik þeirra félaga en þær fréttir berast úr herbúðum Kallanna að verið sé að safna mannskap til að halda heima- síðunni úti. Gerð er krafa um að menn séu frægir til að fá að skrifa á síðuna, en þeir sem þegar hafa verið samþykktir sem skríbentar eru Auðunn Blöndal, Dóri DNA, Arnar Grant og Ásgeir Kolbeinsson auk þess sem Davíð Þór Jónsson er talinn líklegur til að bætast í hópinn. Abbababb söngleikur tónlistar- mannsins Dr. Gunna verður settur upp eftir áramót og undirbýr hann sýninguna þessa dagana. Nú mun hafa verið gengið frá ráðningu fyrsta leikarans í sýninguna og er það enginn annar en Sigurjón Kjartansson. Söng- og leikhæfileikar Sigurjóns eru öllum kunnir en ekki er vitað til þess að hann hafi áður leikið á sviði. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI ... fær Theódór Júlíusson fyrir að lifa sig inn í hlutverk Elliða í Mýrinni með því að láta loka sig inni í fangaklefa á milli taka. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Pa e 3 Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.