Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 16
16 26. október 2006 FIMMTUDAGUR ÉG VANN FERÐ FYRIR TVO Á ENSKA BOLTANN! Nöfn heppinna Safnkortshafa eru dregin út vikulega í ferð fyrir tvo á Enska boltann. Síðasti útdráttur 25. nóvember. Það borgar sig að nota Safnkortið! www.safnkort.is – OG ÞAÐ EINA SEM ÉG GERÐI VAR AÐ NOTA SAFNKORTIÐ HJÁ ESSO F í t o n / S Í A Ragnar Karl Jóhannsson Safnkortsvinningshafi: ÖRYGGISMÁL Farið er að huga að því að setja GPS-staðsetningartæki og jafnvel myndavélar í alla leigubíla hjá Hreyfli - Bæjarleiðum. Þetta verður gert til að auka öryggi bíl- stjóranna í ljósi aukins áreitis og ofbeldisverka sem þeir verða fyrir. Þetta segir Eyþór Birgisson stjórn- arformaður hjá Hreyfli - Bæjar- leiðum. Nýlega varð leigubílstjóri þaðan fyrir slæmri lífsreynslu þegar æstur piltur kom inn í bílinn, veif- aði hnífi ógnandi um stund, henti honum síðan á gólf bifreiðarinnar og hljóp út. Þetta var fyrsta vakt bílstjórans, ungrar konu, sem er mjög brugðið eftir atburðinn. „Sem betur fer er það ekki algengt að leigubílstjórar verði fyrir áreiti,“ segir Eyþór. „En það kemur engu að síður alltaf upp annað slagið. Þetta er allt frá því að flokkast undir áreiti og upp í bein- ar árásir,“ bætir hann við og rifjar upp þegar leigubílstjóri var skor- inn á háls í Vesturbænum, svo við lá að slagæð færi í sundur. „Það væri gríðarlega mikið öryggisatriði fyrir bílstjórana að fá GPS-tæki í bílana,“ segir hann. „Það myndi virka þannig að sé ýtt á ákveðinn hnapp í bílnum kemur upp ákveðin skjámynd hjá stúlkun- um í afgreiðslunni sem sýnir að bílstjóri er í neyð og staðsetur bíl- inn nákvæmlega.“ Eyþór segir mikinn áhuga fyrir að efla öryggi bílstjóranna með þessum hætti. Menn vonist þó til þess að umhverfið verði ekki með þeim hætti að það kalli á nánast brynvarða bíla. Leigubílstjórar hjá Hreyfli - Bæjarleiðum eru nú með öryggis- hnapp í bílunum og segir Eyþór þá vel setta að því leyti að þeir geti látið vita af sér mjög fljótt, þótt ekki sé hægt að staðsetja bílana á skjámynd. Ingólfur Jónsson formaður bíl- stjórafélags á Aðalbílum sem rekur stöðvar í Hafnarfirði og Keflavík sagði engan öryggisbúnað í leigu- bílum stöðvarinnar. Hann sagði löngu tímabært að huga að því máli. Sjálfur kvaðst hann helst vilja neyðarhnapp í bílana, sem væri beintengdur við lögreglu. jss@frettabladid.is LEIGUBÍLAR GPS-staðsetningartæki virkar þannig að sé ýtt á öryggishnapp í bílnum, kemur upp ákveðin skjámynd hjá stúlkunum í afgreiðslunni sem segir að bílstjóri sé í neyð og staðsetur bílinn nákvæmlega. Vernda leigubílstjóra fyrir áreiti og ofbeldi GPS-staðsetningartæki og jafnvel myndavélar eru það sem koma skal í leigubíla hjá Hreyfli - Bæjarleiðum, ef fram heldur sem horfir. Þetta er gert til að vernda bílstjórana vegna síaukins áreitis og jafnvel ofbeldisverka í þeirra garð. VERKFALL KENNARA Í GRIKKLANDI Þúsundir mótmælenda tóku þátt í úti- göngu í Aþenu í gær. Mótmælagangan var skipulögð af grunnskólakennurum, sem hafa verið í verkfalli í fimm vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MINSK, AP Jekaterina Sadovskaja var á mánudag dæmd í tveggja ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi fyrir að móðga Alexander Lúkasjenko, forseta landsins. Hún hafði sagt að forsetinn þyrfti að gangast undir geðrannsókn. „Í Hvíta-Rússlandi draga þeir mann fyrir dóm fyrir hugsanir,“ sagði hún eftir að dómurinn féll. „Lúkasjenko hefur breytt mannréttindum í Hvíta-Rússlandi í innantóman klið.“ Lögreglan fann ummælin við húsleit heima hjá henni. Við réttarhöldin staðfesti hún aldrei að hún væri höfundur orðanna. - gb Kona í Hvíta-Rússlandi: Dæmd fyrir að móðga forseta BORGARMÁL Unnið er að heildar- endurskoðun á staðsetningu og fjölda bekkja og ruslastampa í Reykjavík. Við þá vinnu er mið tekið af umferð gangandi vegfar- enda og þörfin fyrir bekki og ruslastampa metin út frá henni. Sighvatur Arnarsson, skrif- stofustjóri hjá framkvæmdasviði borgarinnar, segir skipulagið end- urskoðað í takt við breytta borg. „Reykjavík er alltaf að stækka og þroskast og við förum um og metum þörfina.“ Tillögur um staðsetningu bekkja verða tilbúnar í næstu viku og í framhaldinu verður gerð verk- og fjárhagsáætlun. Lengra er þar til heildartillögur um staðsetningu ruslastampa liggja fyrir enda verkið ærið. „Gönguleiðirnar í borginni eru upp á sjö hundruð kílómetra þannig að það tekur tíma að fara yfir þetta allt saman,“ segir Sighvatur. Þegar er búið að setja um 130 svarta standstampa í stað grænu staurastampanna víða um mið- borgina. Þeir eru staðsettir við gatnamót og á stöðum þar sem lík- legt er að fólk þurfi að losa við rusl. „Það kemst miklu meira af rusli í stampana sem standa á jörðinni þannig að borgarbúar kunna að meta þetta.“ 628 bekkir eru í borg- inni og 997 ruslastampar. - bþs Unnið er að úttekt á staðsetningu og fjölda bekkja og ruslastampa í Reykjavík: Bekkjakerfið endurskoðað BEKKIR VIÐ HLEMM Tugir manna geta tyllt sér niður á bekkjum sem standa ofan við Hlemm. Þeir eru oftast mann- lausir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.