Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 94
54 26. október 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson er kominn aftur í íslenska körfu- boltann eftir ársdvöl í Hollandi og hann hefur minnt verulega á sig í fyrstu tveim leikjum Snæfells í vetur. Í sigurleik gegn Fjölni skor- aði Hlynur 12 stig og tók 11 fráköst en hann var enn öflugri í tapleik gegn KR í Vesturbænum þar sem hann skoraði 22 stig og reif niður 19 fráköst og þar af 11 sóknar- fráköst. „Þetta tímabil verður skemmti- legt enda lítur út fyrir að deildin sé mjög jöfn. Það er fínt að hafa bara einn Kana og svo finnst mér Evrópubúarnir í deildinni betri núna en oft áður. Þetta eru ekki alveg sömu pulsurnar og voru oft hérna,“ sagði Hlynur og hló við en Snæfellsliðið sem hann spilar með í dag er nokkuð breytt frá því að hann lék siðast. Stærsti munur- inn er þó að nýr þjálfari er kominn í brúna en Bandaríkjamaðurinn Geoff Kotila tók við liðinu af Bárði Eyþórssyni. „Hann er frábær. Við erum ekki alveg farnir að gera eins og hann vill en það hlýtur að detta inn því hann er mjög fær í sínu starfi og mjög vel liðinn af leikmönnum. Hann er mikill keppnismaður eins og Bárður og sættir sig ekki við neitt kjaftæði. Ég er mjög sáttur við hann og liðið þurfti góðan þjálfara því það var að missa mjög góðan þjálfara,“ sagði Hlynur sem leikur með nýtt númer á bakinu, 10, en hann lék áður í treyju númer 4. „Ég hef verið með mörg númer í gegnum tíðina og alltaf verið sama númer hvað ég er.“ Hlynur lék í Hollandi síðasta vetur ásamt félaga sínum Sigurði Þorvaldssyni en báðir sneru þeir til baka eftir árið og gengu í raðir Snæfells á ný. „Ég er reynslumeiri í dag og hef eitthvað bætt mig. Ég var oft- ast að spila gegn mjög sterkum leikmönnum úti og maður tekur framförum við slíkar aðstæður þó að aðstæðurnar hjá félaginu hafi ekki verið eins góðar og maður gerði ráð fyrir. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið út en ég sé eftir því að hafa ekki vandað valið betur. Þetta var ekki alveg boðlegt hjá félaginu. Það var margt furðu- legt þarna og umgjörðin ekki nógu góð. Þjálfun og aðstæður voru ekki góðar. Það voru ágætir pen- ingar í þessu samt og stærstu liðin í deildinni hafa nóg af peningum á milli handanna,“ sagði Hlynur sem ætlar aftur út. „Það er alveg pottþétt. Ég fer samt ekki bara út til einhvers liðs svo ég geti mont- að mig af því að vera atvinnumað- ur á sumrin. Ég ætla að vanda valið betur og fer bara til liðs þar sem ég veit að allt er í lagi.“ Hlynur segist hafa það gott í Hólminum og það ríkir virðing og traust í samstarfi hans og Snæ- fells sem lýsir sér best í því að hann hefur ekki einu sinni skrifað undir samning við félagið. „Það er heiðursmannasamkomulag í gangi og ég treysti því,“ sagði Hlynur sem hefur verið að leika meiddur í fyrstu leikjunum. „Ég er slæmur í hnénu og bakinu. Ég er bara eins og gamalt hrökkbrauð. Nú er bara að styrkja sig til að losna við meiðslin. Ég mun síðan bæta mig eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Sigurður en pressa er á honum og liðinu að standa sig í vetur. Hversu langt telur hann að Snæfell komist í vetur? „Við höfum ekki sett okkur nein markmið enn sem komið er. Það verður erfitt að vera með einn útlending og taka titil en við eigum að geta verið í toppbaráttunni. Mér finnst eðlilegt að stefna á topp fjögur í deildinni eins og stað- an er í dag. Svo gætum við gert einhvern usla í úrslitakeppninni,“ sagði Hlynur Bæringsson. henry@frettabladid.is Ætla aftur út í atvinnumennsku Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson er farinn að rífa niður fráköst á ný með Snæfell eftir ársdvöl í Hol- landi. Hlynur segist vera reynslunni ríkari og stefnir aftur út síðar. Hann mun þó vanda valið betur næst er hann semur við erlent félag. Hlynur segir að Snæfell verði á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar. KÓNGUR UNDIR KÖRFUNNI Hlynur Bæringsson er þekktur fyrir að rífa niður mörg fráköst í leikjum og hann rífur hér niður eitt af 19 fráköstum sínum gegn KR á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúla- son, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálf- arinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðin- um í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skipt- ið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“ ARI FREYR SKÚLASON: ER HÆGT OG SÍGANDI AÐ KOMA SÉR FYRIR HJÁ HÄCKEN EN LENTI Í LEIÐINLEGRI LÍFSREYNSLU Loftpúðanum var stolið úr nýja bílnum FÓTBOLTI Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður Stjörnunnar, hefur undanfarinn mánuð dvalist hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lill- eström þar sem hann hefur verið til reynslu ásamt félaga sínum úr Stjörnunni, Andrési Má Loga- syni. Komu þeir heim í gær og segir Guðjón að hann hafi fengið jákvæð viðbrögð frá forráða- mönnum liðsins. „Þetta byrjaði ekkert allt of vel en mér gekk betur eftir því sem á leið og því báðu þeir mig um að vera lengur. Í gær spilaði ég æfingaleik með liðinu og náði að skora mark. Eftir leikinn sagði þjálfarinn mér að þeir myndu skoða þetta mál mjög vandlega og var mjög jákvæður í minn garð,“ sagði Guðjón. Hann segir að sér hafi litist mjög vel á liðið og að atvinnu- mennskan heilli. „Þetta var mikil reynsla að vera þarna úti og er þetta mjög spennandi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þó nokkur lið í efstu deild hér á landi hafi sett sig í samband við Stjörnuna með það fyrir augum að ræða við Guð- jón. - esá Guðjón Baldvinsson var í mánuð hjá Lilleström: Ánægja með Guð- jón hjá Lilleström FÓTBOLTI Matthías Guðmundsson er kominn heim á nýjan leik eftir að hafa verið til reynslu hjá AGF í Danmörku og Álasundi í Noregi. Norska félagið virtist áhugasamt um Matthías sem býst þó ekki við tilboði frá félaginu á næstu dögum. „Álasund er að skoða sín mál eins og er og það verður væntanlega einhver bið á mínum málum þar. Ég get hins vegar ekki beðið mikið lengur og er því að skoða mín mál hér á Íslandi,“ sagði Matthías. Hann er uppalinn hjá Val en rifti samningi sínum við félagið eftir að tímabilinu lauk í haust. Aðspurður segir hann að flest lið í úrvalsdeildinni hafi sett sig í samband við hann. „Það eru ýmsar þreifingar í gangi eins og er. Ég er þó ekki búinn að útiloka neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það vel.“ - esá MATTHÍAS GUÐMUNDSSON Leikur sennilega ekki með Val næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Matthías Guðmundsson eftirsóttur: Mörg íslensk lið á eftir Matthíasi FÓTBOLTI Kári Árnason á enn við meiðsli að stríða en hann meidd- ist í landsleik Lettlands og Íslands fyrr í mánuðinum. Hann hefur ekkert leikið með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni síðan þá og missti af leik liðsins gegn Örgryte í gær. „Þetta batnaði frekar fljótt í upphafi en nú finnst mér eins og meiðslin hafi staðið í stað í eina viku. Ég missi pottþétt af leiknum á sunnudag en gæti hugsanlega náð þeim næsta sem er síðasti leikur tímabilsins,“ sagði Kári. Helgi Valur Daníelsson hefur einnig átt við meiðsli síðan í landsleiknum en lék með Öster í gær. - esá Kári Árnason: Tímabilið hugs- anlega búið KÁRI ÁRNASON Á æfingu með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. FÓTBOLTI Símun Eiler Samuelsen, færeyski landsliðsmaðurinn í röðum Keflavíkur, fór í síðustu viku til reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu OB. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að tilboð bærist í hann í janúar og að hann færi aftur utan og æfði með liðinu. Símun, sem er 21 árs, er samn- ingsbundinn Keflavík í eitt ár til viðbótar. - esá Símun Samuelsen: Til reynslu hjá OB í Danmörku SÍMUN SAMUELSEN Hér í leik með Keflavík gegn KR í sumar. MYND/VÍKURFRÉTTIR > Ásthildur tilnefnd sem besti framherjinn Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir hefur farið mikinn með Malmö í sænska boltanum í vetur og verið potturinn og pannan í leik liðsins. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og nú er búið að útnefna Ásthildi sem eina af þremur bestu framherjum sænsku deildarinnar. Hinar tvær sem eru tilnefndar eru sænsku landsliðskonurnar Victoria Svensson og Lotta Schelin. Ásthildur hefur skorað mest af þessum þremur stúlkum á tímabilinu, eða 19 mörk. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Ásthildi og verður spennandi að sjá hvort hún hreppir hnossið þegar kjörinu verður lýst þann 13. nóvember næstkomandi. FÓTBOLTI Roland Andersson, aðstoðarþjálfari sænska lands- liðsins, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að óskað yrði eftir því að Zlatan Ibrahimovic kæmi í sænska landsliðið á nýjan leik fyrir næsta leik. Svíar mæta þá liði Fílabeinsstrandarinnar í vináttulandsleik í næsta mánuði. Zlatan var rekinn úr liðinu vegna agabrots í september og gaf ekki kost á sér í næstu leiki Svía. - esá Sænska landsliðið: Vill fá Zlatan í næsta leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.