Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 58
■■■■ { hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■14 Fáir eru á ferli við Hlíðarþúfur. Ofan úr einni kaffistofunni berast þó glaðlegar raddir. Þar eru hjón- in Snorri Dal og Anna Björk með dætur sínar tvær og góða gesti í heimsókn. Þau segja hesthúsin oft ágætis félagsmiðstöðvar. „Á veturna er mjög mikið líf hérna. Margt fólk og margir hest- ar. Oft koma foreldrar með börn- in sín snemma á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Byrja á að gefa og svo er farið í útreiðartúr. Kaffistofurnar eru orðnar svo fínar og stundum er eldað þar. Það er gaman hvað hægt er að tvinna fjölskyldulíf og hestamennsku saman,“ segir Snorri brosandi. Kaffistofan sem við sitjum í er einkar vistleg. Gluggatjöldin eru alsett hestamyndum og stang- irnar sem þau hanga á skreyttar skeifum. Ekki spillir útsýnið – yfir gæðingana í stíum sínum. Þau hjón segjast leigja þessa aðstöðu. „Bærinn er að fara að úthluta hesthúsalóðum og vonandi fáum við eina þeirra. Við vorum áður í Faxabóli í Víðidal en þar sem við búum hér í Áslandshverfinu langaði okkur að færa hestana hingað,“ segir Snorri. „Ég er líka innfæddur gaflari þannig að það hefur alltaf togað í mig að vera hér,“ segir Anna Björk og kveðst hafa verið félagi í Sörla lengi. „Hér eru frábærar reiðleiðir í kring og svæðið er allt mjög gott.“ Bæði segjast þau alin upp við hestamennsku frá blautu barns- beini. Snorri er Grindvíkingur að uppruna en var í sveit hjá ömmu sinni og afa vestur á Mýrum og kynntist hestum þar. Meðan hann var enn í foreldrahúsum flutti hann í Mosfellsbæinn og fékk sér þá strax hesta. „Maður losnar ekki svo glatt við hestabakteríuna þegar hún er á annað borð búin að taka sér ból- festu,“ segir hann hlæjandi. Hann hefur tamningar að aðalstarfi en Anna Björk er líka í sölumennsku. Þau segja haustin góð til tamninga ef veðráttan sé hagstæð. „Hrossin eru róleg á þessum tíma og fáir á ferli. Þegar maður er að rassakast- ast í trippadóti er gott að vera dálít- ið í friði,“ segir Anna Björk. Katla Sif fjögurra ára á einn hest en hann er úti í haga. Hún segir blaðamanni áhrifamikla sögu um óþekku hryssuna Vöku sem beit hana í bakið þegar hún var að hjálpa pabba sínum að gefa og hann skrapp að ná í hey. Spurð hvort hún hafi ekki orðið hrædd svarar hún hraustlega. „Nei, en ég meiddi mig. Pabbi kom bara hlaupandi. Ég gleymdi að Vaka var þarna.“ Bætir svo við eftir smá þögn. „Hún er bara svo- lítil óhemja.“ gun@frettabladid.is Tvinna saman fjölskyldulíf og hestamennsku Hestamenn í Hafnarfirði hafa góða aðstöðu í Hlíðarþúf- um og Sörlaskeiði og ekki skortir skemmtilegar reiðleiðir. Fæstir eru með hesta á húsi á þessum tíma en Snorri Dal og Anna Björk Ólafsdóttir eru undantekning frá því, enda atvinnutamningamenn. Snorri Dal og Anna Björk eru samhent í hestamennskunni og uppeldinu. Dæturnar Sara Dís og Katla Sif sitja keikar á Hemingi. FRÉTTABLAÐIÐ/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.