Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 2
2 26. október 2006 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 NORÐURLÖND Tveir af hverjum þremur Norðurlandabúum telja samstarf við hin Norðurlöndin mjög mikilvægt. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri viðhorfskönn- un sem Norðurlandaráð hefur látið gera, en niðurstöður hennar verða birtar í dag, fimmtudag. Síð- ast var sambærileg könnun gerð fyrir þrettán árum. Athygli vekur að spurningu um það hvort þeir telji samstarf við tiltekin lönd sérstaklega mikil- vægt til lengri tíma litið svara 69 prósent Íslendinga með því að nefna Norðurlönd, 52 prósent nefna Evrópusambandslönd en einungis 23 prósent Bandaríkin. Nærri því sama hlutfall íslenskra svarenda, 22 prósent, nefnir Kína í þessu sambandi. Könnunin var gerð fyrr í þess- um mánuði með slembiúrtaki úr símaskrám Norðurlandanna fimm. Samningu könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna annaðist Research International, í sam- starfi við skrifstofu Norðurlanda- ráðs. Könnunin er birt í tengslum við Norðurlandaráðsþing, sem fer fram í Kaupmannahöfn um mán- aðamótin. - aa NORRÆN SAMSTAÐA Nýja könn- unin er óbeint framhald af könnun sem Norðurlandaráð lét gera árið 1993. Ný viðhorfskönnun meðal Norðurlandabúa til norræns samstarfs: Samstarfið enn mikils metið LÖGREGLUMÁL Lúlla, hvítum og rauðbrúnum Cavalier King Charl- es Spaniel hundi, var stolið fyrir utan verslunarmiðstöðina í Gerðu- bergi á föstudagskvöldið. Eigandi Lúlla batt hann við grindverk á meðan hann brá sér inn í verslun- armiðstöðina; á meðan námu tveir menn Lúlla á brott að sögn sjónar- votta. Tæpum sólarhring eftir ránið hringdu ræningjarnir í lögregl- una og sögðust vera með hund „í óskilum“. Þeir báðu lögregluna að hafa samband við eigandann og segja honum að hitta sig á ákveðnum stað á tilteknum tíma, en þegar eigandinn mætti á staðinn hitti hann litla telpu sem lét hann fá Lúlla og kunni eigandinn ekki við að vera með „nein leiðindi“ við telpuna. - ifv Hundsræningjar gáfust upp: Lúlli kominn heim eftir sólar- hrings prísund LÚLLI Kominn heim eftir hrakfarirnar. HVALVEIÐAR Áhöfnin á Hval 9 náði í sína þriðju langreyði fljótlega eftir að varð leitarbjart í gær- morgun. Hvalurinn er talinn vera 62 fet og veiddist djúpt vestur af Snæfellsnesi. Um vænan hval er að ræða og búist er við Hval 9 í land með feng sinn í morgunsárið. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, var ekki bjartsýnn þegar hann lagði af stað á miðin í fyrradag vegna bræluútlits. Hann var þó sáttur við að nokkuð var um hval á þeim stað sem þeir hafa sótt til veiða að undanförnu. Þar hafa hefur áhöfnin séð til sandreyðar og langreyðar auk smáhvala. - shá Hvalveiðarnar ganga vel: Þriðja langreyð- in veidd í gær SIGURÐUR NJÁLSSON Maðurinn sem lést í umferðar- slysi á fáförnum vegaslóða ofan við Hrauneyjar aðfaranótt síðastliðins laugardags hét Arngrím- ur Sveins- son, til heimilis að Vindási 4 í Reykjavík. Arngrímur var fæddur 8. mars 1949 og var því 57 ára þegar hann lést. Hann var ógiftur en lætur eftir sig einn uppkominn son. Arngrímur Sveinsson: Lét lífið í bílslysi ARNGRÍMUR SVEINSSON LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítug stúlka hefur kært mann til lög- reglu fyrir að hafa nauðgað sér að morgni síðastliðins sunnudags. Að sögn Harðar Jóhannessonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hafði stúlkan verið úti að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur þegar hún þáði far hjá ókunnugum manni á Laugaveginum. Þau hafi síðan keyrt víða um og að endingu farið út fyrir íbúðabyggð. Þar hafi mað- urinn ráðist á stúlkuna og nauðg- að henni. Stúlkan er erlend en er búsett hér á landi tímabundið vegna náms. Hún er því ekki kunnug staðarháttum í borginni og gat ekki staðfest hvert maðurinn hefði farið með hana. Einn af þeim stöðum sem eru til skoðunar er Öskjuhlíðin. Þá gat hún hvorki gefið greinargóða lýsingu á mann- inum né bílnum sem hann ók að öðru leyti en að bíllinn hafi verið ljós á litinn. Þetta er þriðja nauðgunin sem er kærð á rúmum tveimur vikum þar sem ókunnugir menn ráðast að ungum stúlkum eftir að þær hafa verið við skemmtanahald um helgi í miðborginni. Aðfaranótt 8. október neyddu tveir menn tvítuga stúlku inn í húsasund bak við Menntaskólann í Reykjavík. Þar hélt annar mann- anna stúlkunni á meðan hinn nauðgaði henni. Snemma morguns síðastliðinn laugardag réðust síðan tveir menn að átján ára stúlku við Þjóðleik- húsið á Hverfisgötu. Mennirnir þvinguðu stúlkuna inn á svæði þar sem ekki sást til þeirra og nauðguðu henni báðir. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekkert sem bendir til þess að málin teng- ist á nokkur hátt þótt ekki sé hægt að útiloka það. Öll þrjú málin eru óupplýst og hafa vakið mikinn óhug meðal borgarbúa. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að 20 til 30 pró- sent nauðgana séu framin af ókunnugum og því sé þetta því miður ekkert nýtt. Hún segir að það sé algerlega óþolandi að konur geti ekki gengið um götur óhultar og öruggar líkt og aðrir frjálsir borgarar. Þó sé erfitt að ráðleggja konum sérstaklega um hvernig þær ættu að beita sér til að reyna að fyrirbyggja árásir sem þessar. „Ef nauðgarar ætla að nauðga þá nauðga þeir. Ég held að maður eigi ekki að beina varnarorðum til kvenna heldur til mögulegra nauðgara.“ thordur@frettabladid.is Lögregla rannsakar þrjú nauðgunarmál Þrjár nauðganir hafa verið kærðar til lögreglu á tveimur vikum. Þær eiga það sameiginlegt að vera sérlega harkalegar og að vera framdar af mönnum sem eru fórnarlömbum sínum ókunnugir. Ekkert bendir til þess að málin tengist. MIÐBORG REYKJAVÍKUR Þrjár nauðganir hafa verið kærðar á síðustu tveimur vikum. Í öllum tilvikum höfðu fórnarlömbin verið að vera að skemmta sér í miðborginni. Ef nauðgarar ætla að nauðga þá nauðga þeir.“ GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR TALSKONA STÍGAMÓTA FLUGUMFERÐ Farþegaþota lenti óvænt á Keflavíkur- flugvelli laust eftir klukkan fjögur í gær vegna þess að flugstjórinn hafði þurft að drepa á öðrum hreyflinum út af truflunum í mælitækjum. Þotan, sem er frá bandaríska flugfélaginu Continental Airlines, var á leið frá Gatwick-flugvelli í Englandi til New Ark á austurströnd Bandaríkj- anna þegar bilunarinnar varð vart. Vélin var stödd 583 sjómílur suðvestur af Íslandi þegar flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá vantaði klukkuna fimmtán mínútur í þrjú. Vélin lenti síðan í Keflavík tæpum einum og hálfum tíma síðar, eða klukkan tíu mínútur yfir fjögur. Á landi niðri var viðbúnaður settur á hættustig. Skipum og bátum á hafi úti var gert viðvart. Skömmu áður en flugstjórinn lenti þotunni í Keflavík tókst honum að ræsa hreyfilinn að nýju. Lendingin gekk eðlilega og engan af 172 farþegum eða 8 manna áhöfn sakaði. Við skoðun flugvirkja á búnaði vélarinnar sem er af gerðinni Boeing 757 kom í ljós að bilun í tölvubún- aði hafði orsakað það að hreyfillinn stöðvaðist. Eftir að því hafði verið kippt í liðinn var ákveðið að vélin héldi áfram á upprunalegan áfangastað og var henni flogið á braut eftir að flugvallarstarfsmenn höfðu bætt eldsneyti á tanka hennar. - gar Öryggislending bandarískrar þotu á Keflavíkurflugvelli: Hreyfill drap á sér vegna tölvubilunar ÞOTAN VIÐ LEIFSSTÖÐ Enginn sem var í Continental-vélinni, að undanskildum flugstjóranum einum, fór frá borði hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Steingrímur, eiga hagamýs yfirhöfuð eitthvert erindi í jólaboð? „Þær verða þá að halda sig við malt og appelsín.“ Í Fréttablaðinu í gær kom fram að níu ára börn læsu um hagamýs sem drekka áfengi í jólaboðum í samræmdum próf- um sínum. Steingrímur Sigurgeirsson er aðstoðarmaður menntamálaráðherra. NOREGUR Berklasmit er nú algengara í Noregi en þekkst hefur í hálfa öld. Faraldursins hefur einkum orðið vart í Björgvin og flestir hinna smituðu eru innflytj- endur, sem voru með sjúkdóminn áður en þeir komu til Noregs. Norska dagblaðið Aftenposten skýrði frá þessu í gær. Þar kemur einnig fram að milli 250 og 300 ný smit greinist á hverju ári í Noregi. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó einkum áhyggjur af því að hælisleitendur, sem eru berkla- smitaðir, láti sig hverfa áður en meðferðinni er lokið, en það eykur hættu á útbreiðslu sjúkdómsins. - gb Berklafaraldur í Noregi: Innflytjendur í mestri hættu Fjórir dæmdir Fjórir einstaklingar voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í sektargreiðslur fyrir að hafa fíkniefni undir höndum. Greiðslurnar voru frá 40 þúsundum upp í 120 þúsund krónur. HÉRAÐSDÓMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.