Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 38
[ ] Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum af yfir- vofandi berklafaraldri, vegna fjölgunar tilfella þar sem hefð- bundin berklalyf virka ekki. „Berklar eru óalgengir á Íslandi og tíðni tilfella með þeirri allra lægstu í veröldinni, en á undan- förnum árum hafa ekki nema um það bil tíu berklatilfelli greinst á ári,“ segir Tryggvi Ásmundsson, lungnalæknir hjá Heilsuverndar- stöðinni í Reykjavík. Að sögn Tryggva geta menn smitast af berklum í samvistum við hóstandi berklasjúkling. Berklabakterían smitast þá í gegn- um öndunarveg og niður í lungu. „Yfirleitt veikjast þó ekki nema tíu prósent hinna smituðu,“ útskýr- ir hann. „Þannig eru tíu prósent líkur á því að sá smitaði muni veikjast einhvern tímann í fram- tíðinni. Hættan á veikindum er þó mest fyrst.“ Tryggvi bætir við að veikindi, á borð við alnæmi, eða lyf, til dæmis krabbameinslyf, sem minnka mót- stöðuna auki líkur á að berklarnir blossi upp. „Þetta er ástæða þess að menn beita svokallaðri varn- andi meðferð eftir að berklasmit greinist, en hún byggir á níu mán- aða lyfjameðferð,“ segir hann. „Hún miðar að því að minnka þess- ar 10 prósent líkur niður í um það bil 1 prósent til að koma í veg fyrir veikindi.“ Tryggvi ítrekar að þótt berkla- baktería hafi tekið sér bólfestu í líkama einhvers, þýði það ekki að sá hinn sami veikist né smiti hann frá sér. „Veikist einhver fær hann hins vegar berklameðferð,“ segir hann. „Viðkomandi fær þá fjórar lyfja- tegundir, á meðan verið er að kanna hversu vel næm bakterían er fyrir lyfjagjöf. Það tekur yfir- leitt tvo mánuði áður en niður- staða fæst, en að svo búnu er yfir- leitt hægt að fækka lyfjum niður í tvær tegundir.“ Undanfarið hefur tilfellum fjölgað í Eystrasalts-ríkjum þar sem upp hafa komið berklaaf- brigði, sem ekki svara hefðbund- um lyfjameðferðum og kallast fjölónæm. Tryggvi segir ákveðnar líkur á því að flytjist berklasjúkl- ingur með fjölónæman stofn hing- að til lands geti hann smitað frá sér. „Miðað við núverandi lög er innflytjendum skylt að fara í læknisskoðun hyggjist þeir setj- ast að hérlendis,“ segir Tryggvi. „Þau ná þó ekki yfir innflytjendur frá aðildarríkjum að Evrópusam- bandinu, þar á meðal Eystrasalts- löndum sem gengu nýlega í það, en þar hafa þessi fjölónæma stofn- ar verið að greinast eins og áður sagði.“ Eins og staðan er nú þá er hlut- fall innflytjenda á meðal berkla- smitaðra hátt að sögn Tryggva. „Það er þó ekki einskorðað við Ísland heldur í hinum vestræna heimi almennt,“ heldur hann áfram. „Ekki er hægt að tengja til- fellin við einhver ákveðin þjóð- erni, þótt þau séu algengari hjá innflytjendum frá þróunarlönd- um.“ Tryggvi segir enga ástæðu til að óttast að berklafaraldur gangi yfir landið en bætir við að næðu þessir fjölónæmu stofnar að skjóta rótum hérlendis gæti hættuástand skapast. „Okkur yrði svipaður vandi á höndum og á öndverðri 20. öld þegar við bjuggum ekki yfir lyfjum til að vinna á berklunum. Við skulum hins vegar ekki mála skrattann á vegginn, á meðan við höfum svona góða stjórn á ástand- inu.“ roald@frettabladid.is Berklatilfelli fleiri meðal innflytjenda Tryggvi segir Íslendinga ekki þurfa að óttast berklafaraldur eins og staðan er nú. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fótheilsa er okkur mikilvæg. Fótaaðgerðafræðingar mæla með reglulegu eftirliti á fótum rétt eins og venja er að fara til tannlæknis einu sinni á ári. Útsölustaðir: Apótek, Heilsubúðir, Fjarðarkaup og Hagkaup 1 til 2 tsk. 5 mínútur fyrir t.d. morgunmat og kvöldmat Það veldur mettunartilfinningu, jafnar blóðsykur og kemur meltingunni í jafnvægi. Duftið er troðfullt af öllum helstu vítamínum, steinefnum, ammónísýrum, góðum fitusýrum og próteinum. Lífrænt ræktað, eykur orku, úthald og vellíðan! Gott ráð er að taka inn Living Food Engergy duftið frá dr. Gillian McKeith. Sækir þú mikið í sætindi, halda þér engin bönd? ������� • Sjálfsvirðingu og það að setja mörk • Ást, bæði heilbrigða og sjúka • Andlegan þroska • Skapandi hugsun í samskiptum Helgarnámskeið fyrir konur um hluti sem skipta máli Námskeiðshaldarar: Ásta Kristrún Ólafsdóttir, B.A., C.C.D.P. Ráðgjafi Lilja Ósk Úlfarsdóttir Ph.D. Sálfræðingur. Staðsetning: Námskeiðið verður haldið í Síðumúla 33, 2. hæð, föstudaginn 3. nóvember frá kl. 18:00 til kl. 20:00 og laugardaginn 4. nóvember frá klukkan 10:00 til klukkan 14:00. Verð og upplýsingar: Verð kr. 7.000.- Innifalið í verðinu eru námsgögn og hressing. Upplýsingar og skráning í símum: 869 0907 og 694 7997. Fjallað verður um eftirfarandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.