Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 73
FIMMTUDAGUR 26. október 2006 33 UMRÆÐAN Dagur Sameinuðu þjóðanna Í tíunda og síðasta skipti flyt ég vinum og samstarfsmönnum um allan heim kveðj- ur mínar á degi Sameinuðu þjóðanna. Ég hef varið næstum allri starfsævinni hjá Sameinuðu þjóðunum og þess vegna verður þessi dagur og þau gildi sem hann stendur fyrir, mér alltaf kær. Á síðustu tíu árum höfum við stigið nokk- ur stór skref fram á við í sameiginlegri bar- áttu okkar fyrir þróun, öryggi og mannrétt- indum. • Aðstoð og skuldauppgjöf hefur aukist og efnahagslíf heimsins orðið aðeins rétt- látara. • Veröldin hefur loks tekið við sér og eflt átakið gegn HIV/alnæmi. • Það eru færri stríð á milli ríkja en áður og mörgum borg- arastyrjöldum hefur lokið. • Fleiri ríkis- stjórnir eru kosnar af fólk- inu og bera ábyrgð gagn- vart fólkinu sem þær ríkja yfir. • Og öll ríki hafa viðurkennt, að minnsta kosti í orði, að þær bera ábyrgð á því að vernda þegna sína fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu. En margt er enn ógert: • Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka. • Mjög fá ríki eru á áætlun í að ná öllum átta Þúsaldarmarkmiðunum fyrir árið 2015. • Margir búa enn við grimmdarverk, kúgun og mannskæð átök. • Útbreiðsla kjarnorkuvopna er áhyggju- efni. • Hryðjuverk og viðbrögð við hryðjuverk- um vekja ógn og tortryggni. Svo virðist sem við séum ekki sammála um af hverju mest ógn stafar. Þeir sem búa á litlum eyjum óttast mest hlýnun jarðar. Þeir sem búa í stórborgum óttast hryðju- verk og íbúum New York, Mumbai og Istan- bul kann að þykja brýnna að ráðast til atlögu gegn hryðjverkum. Enn aðrir kynnu að nefna fátækt, sjúkdóma eða þjóðarmorð. Sannleikurinn er sá að allt er þetta ógn gagnvart öllum jarðarbúum. Við ættum að ráðast gegn þeim öllum. Ella kann svo að fara að við höfum ekki árangur sem erfiði í baráttunni gegn neinni þeirra. Sérstaklega á þessum tíma, megum við ekki standa sundruð. Ég veit að þið, þjóðir heimsins, skiljið það. Þakka ykkur fyrir þann stuðning og þá hvatningu sem þið hafið veitt mér á tíu erfiðum en ánægjuleg- um árum. Verið svo væn að hvetja leiðtoga ykkar til að starfa með eftirmanni mínum og gera Sameinuðu þjóðirnar sterkari og skilvirkari. Lengi lifi plánetan okkar og þjóðir henn- ar. Lengi lifi Sameinuðu þjóðirnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og ávarpaði framkvæmdastjóra SÞ 24. október 2006. Margt ógert á vettvangi Sameinuðu þjóðanna KOFI ANNAN UMRÆÐAN Athugasemd Í Fréttablaðinu 18. október síð-astliðinn birtist dálítil grein um Hið íslenzka fornritafélag, eða Fornritafélagið eins og það er nefnt í dag- legu tali, í tilefni af útkomu 25. bindis í rit- safni félagsins. Í þessu nýja bindi eru tvær forn- ar sögur, Færeyinga saga eftir ókunnan höfund og Ólafs saga Tryggvason- ar eftir Odd Snorrason, sem munk- ur var á Þingeyrum við lok 12. aldar, og hefur dr. Ólafur Hall- dórsson búið sögur þessar til prentunar. Í grein Fréttablaðsins er saga Fornritafélagsins rakin í stuttu en hlýlegu máli, og kunnum við aðstandendur félagsins blaðinu þökk fyrir það. Aðeins þykir okkur ástæða til að gera athugasemd við niðurlagsorð greinarinnar. Þar er kvartað yfir því, sem rétt er, að útgáfan hafi gengið undarlega hægt fram. Kennir blaðið þetta einkum „fálæti stjórnvalda“. „Þeim lætur betur að tala um menningararfinn en kosta hann,“ segir blaðið. Þetta er af misskilningi mælt í garð stjórnvalda. Fornritafélagið hefur frá öndverðu notið nokkurs styrks árlega af almanna fé, og þótt það hafi raunar ekki búið við allsnægtir á fyrri árum, þá hafa ýmsar ástæður fleiri en fátæktin valdið því hve starfsemin hefur gengið seint. Má sérstaklega benda á það að útgáfan, sem ætluð er lestrarfúsum íslenskum almenningi, er jafnframt vísinda- leg, og hin mikla undirbúnings- vinna hvers bindis hefur að miklu leyti verið unnin í hjáverkum fræðimanna frá öðrum störfum. En nú hafa þau gleðilegu tíðindi gerst að hin síðari ár hafa íslensk stjórnvöld séð félaginu fyrir ríf- legum tekjum sem við vonum að muni haldast um langa framtíð. Þessi stuðningur hefur gert félag- inu kleift að ráða í þjónustu sína allmarga fræðimenn, eldri og yngri, og hleypa miklum krafti í starfsemina. Gerð hefur verið föst áætlun um að ljúka á næstu árum prentun þeirra níu binda sem eftir eru til að fylla töluna 35 sem um er getið í grein Fréttablaðsins, og verða þá út komnar allar hinar merkustu íslenskar fornsögur. Með vorinu kemur Sverris saga í útgáfu Þorleifs Haukssonar, og síðan mun hvert bindi reka annað. Fyrir hinn mikilvæga stuðning vill Fornritafélagið færa ríkis- stjórn Íslands og Alþingi innilegar þakkir. Fyrir hönd stjórnar Hins íslenzka fornritafélags, Jónas Kristjánsson. Fáein þakkarorð JÓNAS KRISTJÁNSSON � � � � � � �� �� �� �� �� � � � � � � � �������������������������������������������������� ������� ���������������������������������������� ������������������� ������������� ������������������������������������������������ � ��������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.