Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 26. október 2006 Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Það er ekki meðfæddur eigin- leiki að setja sér markmið og vera svo einbeittur og viljasterk- ur að ná þeim. Það er eitthvað sem maður lærir og sumir þurfa fleiri tilraunir en aðrir. Hinir reyna ekki einu sinni. Það er ekk- ert að því að þurfa nokkrar til- raunir, en verra að reyna ekki eða gefast upp. Ef við náum almennt ekki markmiðum okkar ættum við að skoða hvort þau séu ekki bara aðeins of háleit. Mörg lítil skref geta verið jafn löng vegalengd og nokkur stór! Vilji og þor En af hverju ná sumir öllum sínum markmiðum en aðrir ekki nein- um? Reyndar eru margir þættir sem skipta máli, en einn veiga- mikill þáttur sem skilur þessa suma frá öðrum, er vilji og þor til að breytast. Það liggur algjörlega ljóst fyrir að ef við viljum fá ein- hverju áorkað sem við höfum/ erum ekki í dag, verðum við að þora að breyta daglegri rútínu okkar eða okkur sjálfum að ein- hverju leyti, ekki satt? Oft þarf að breyta litlu en stundum töluvert miklu og fara út fyrir þæginda- rammann. Vaninn, einu sinni enn Ef við notum vanann oft sem afsökun fyrir því að ná ekki mark- miðum okkar, skulum við ekki gleyma því að þessi vani varð til vegna sífelldra endurtekninga. Og við erum góð í því sem við gerum oft, en hræðumst það sem við gerum sjaldan eða höfum aldrei gert. Á sama hátt náum við ekki markmiðum okkar af sjálfu sér, heldur með endurtekningum og reyndar fullt af mistökum líka, en þau eru ekki síður dýrmæt. Fjöldi endurtekninga skiptir ekki máli heldur að hætta ekki fyrr en end- urtekningin er orðin þægileg eða fyrirhafnarminni. Þá er brautin greið og markmiðið á næsta leiti. Það breytist ekkert ef þú breytist ekki. Ef við erum í aðstæðum sem við viljum komast út úr, hvort sem það er til að bæta líkamlegt eða andlegt ástand okkar eða vegna þess að við viljum fá meira út úr lífinu, verðum við að byrja á okkur sjálfum. Hver er okkar stærsti dragbítur? Hvaða aðstæð- ur draga úr okkur mátt? Einhver sagði að engin keðja væri sterkari en veikasti hlekkurinn, svo honum þurfum við að skipta út eða styrkja, eftir því hvað við á. Þessa endurskoðun verðum við að fara í gegnum sjálf. Það er víst best að leggja áherslu á það, vegna þess að við virðumst sífellt vona að einhver annar geri þetta bara allt fyrir okkur. Vona eða jafnvel treysta á að einhver annar hjálpi okkur út úr fjárhagsörðug- leikum, lagi samskiptin við nágrannann, makann eða börnin, nái af okkur aukakílóum, geri okkur hamingjusöm eða geri okkur rík. Ég rembist auðvitað og reyni eins og þið að ná mínum mark- miðum og stundum gengur vel og stundum ekki. Svo nú er bara að finna sinn veikasta hlekk, hafa þor til að breytast, endur- taka breytinguna í sífellu og sjá hvað maður nær langt! Gangi okkur vel! Að ná markmiðum sínum eða ekki Konur þyngjast að meðaltali aðeins um þrjú kíló þegar þær hætta að reykja. Skaðsemi reykinga hjá konum og körlum er vel þekkt. Reykingar eru algengasta ástæða lungna- teppusjúkdóma, lungnakrabba- meins en einnig er meiri hætta á æðakölkun í slagæðum í hjarta og heila sem síðan getur leitt til hjarta- eða heilaáfalla. Ófrjósemi kvenna og fósturlát geta verið afleiðingar reykinga. Einnig eru börn reykjandi mæðra léttari við fæðingu og bera með sér ýmis efni úr sígarettunum við fæðingu sem illmögulegt er að brjóta niður. Auknar líkur eru á að tíðahvörf hefjist fyrr hjá konum sem reykja og sömuleiðis virðast þær fá meiri tíðahvarfaeinkenni og beinþynn- ingu. Margar konur bera því fyrir sig að þær fitni ef þær hætta að reykja og finnst erfið tilhugsunin um að þyngjast. Meðalþyngdaraukning við að hætta að reykja er aðeins um þrjú kíló. Því miður var ekki vitað um skaðsemi reykinga áður fyrr og margar eldri konur sem reykja af þeim sökum. Í dag byrja æ færri ungar konur að reykja. Meðferðar- möguleikum fjölgar og fjölda aðferða er nú beitt til að styðja bæði konur og karla til reykleysis. Allar nánari upplýsingar og aðstoð er hægt að sækja til: www. reyklaus.is Reykleysið borgar sig BRESKIR LÆKNAR HAFA FENGIÐ LEYFI TIL AÐ FRAMKVÆMA ANDLITS- ÁGRÆÐSLU. Ekki eru nema nokkrir mánuðir þar til læknunum bresku verða veitt tilskilin réttindi til að framkvæma heimsins fyrstu heildar-andlits- ágræðsluna. Um það bil þrjátíu sjúklingar hafa þegar haft sam- band við læknana til að fá slíka aðgerð framkvæmda. Enn sem komið er hefur enginn verið valinn til að fara í hana. Val á umsækjendum ræðst af ýmsum þáttum, meðal annars andlegu ástandi þeirra. Læknar vilja fyrirbyggja að sjúklingar verði fyrir miklu sálrænu áfalli. Til stendur að velja fjóra sjúklinga úr hópi umsækjenda frá Bretlandi og Írlandi. Börn verða ekki tekin til greina vegna sérstakra leyfa sem þarf. Segja má að aðgerð af þessu tagi sé endastöð sjúklinga, sem hafa þegar farið í á bilinu 50-70 uppbyggjandi aðgerðir. Ágræðslan felst í því að húð, fita, fjórar slag- æðar og fjórar æðar eru fjarlægðar af gjafanum. Nokkra klukkutíma tekur síðan að setja andlitið á við- takandann. Eftir skurðaðgerðina tekur við lyfjagjöf. Tölvuútreikningar hafa sýnt fram á að viðtakandinn mun ekki líkjast gjafanum í útliti. Í nóvember á síðasta ári undir- gekkst hin franska Isabelle Dinoire aðgerð þar sem hluti af nefi, varir og haka voru grædd á hana eftir að hún varð fyrir blóðugri árás hunds. Þykir Dinoire vera á góðum batavegi og hefur það fyllt heil- brigðisstéttina ákveðinni bjartsýni. Frá þessu er greint á fréttavef BBC, www.bbc.co.uk -rve Nýtt andlit gefur fólki annað líf Isabelle Dinoire undirgekkst andlitsígræðslu í Frakklandi. ������������������������������� ��������������� ��������� ������������������������� ����������������������������� ����������� ������� �������������������� �� ����������� ������� ��� ������� ������������������ ������������ ����������������������������������� ����������������� ��������������� ���������������������������� ����� ��������� ����� ������������������ ����������������� ���� ������ ����� ����� ���������� ������������������������������������ ������������������������������������������ ����� ��������� ���������� ����� ������� � ���������� ����� ��� ����������������� ������������������������������������� �� ����� ����� ������������������������������ �������� ���� ������� ������ ��������� ���� ������ �������������� � ���� ������ ������ ��������� Au gl ýs in ga st of a G uð rú na r Ö nn u ������������� Lífstílsnámskeið að hefjast í Technosport, Hafnarfirði 8 vikna lífstílsnámskeið er frábær leið fyrir konur á öllum aldri til að auka þol sitt og styrk, léttast og næra sálina um leið. Lífstílsnámskeiðin okkar fela í sér: - Þrjá fjölbreytta tíma á viku í lokuðum hópi. Áhersla á brennslu og árangursríkar styrktaræfingar. - Vandað fræðsluhefti m.a. um markmið, hreyfing og næringu, ásamt innkaupalista og spennandi uppskriftum - Markmiðasetning - Gott aðhald í mataræði, skil á matardagbókum - Reglulegar þyngdar-, fitu- og ummálsmælingar - Happdrætti - Vatnsbrúsi fylgir Allir sem skrá sig á lífsstílsnámskeið frá heilnudd á aðeins 2.500 kr Komdu þér í gott form fyrir jólin! Allar nánari upplýsingar gefur Borghildur í síma 899 9272 milli kl. 10 og 15 á daginn. Kennt er : Þriðjudaga/fimmtudaga/föstudaga kl. 06.05. Æðislegt að vakna snemma og eiga daginn fyrir sig!! Námskeiðið hefst þriðjudaginn 31. október Skráðu þig strax í síma 565 0760, því aðeins takmarkaður fjöldi kemst að. Við hlökkum til að sjá þig! Verð aðeins 16.900 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.