Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 12
12 26. október 2006 FIMMTUDAGUR FÉLAGSMÁL Lamaður maður fær ekki fjárstyrk frá Tryggingastofn- un til að skipta á rafmagnshjóla- stól sínum og annarri tegund sem hann telur öruggari. Manninum var synjað um styrk til kaupa á stólnum þar sem hann er eldri en átján ára. „Hann upplifir óöryggi við að fara á stólnum yfir hindranir svo sem háar gangstéttarbrúnir, möl eða annað ójafnt undirlag,“ segir í bréfi sérfræðings til Trygginga- stofnunar þar sem mælt var með að lamaði maðurinn fengi stól af tegundinni Permobil Trax Corpus í stað stóls af Balder-gerð. „Rafmagnshjólastólar eins og Balder-stóllinn eru tiltölulega stuttir og háir sem gerir það að notandinn finnur mikið fyrir öllum hreyfingum stólsins í ójöfnum og halla. Permobil Trax er hins vegar mun lengri stóll og stöðugri, hannaður til að þola meiri ójöfnur en aðrir stólar,“ segir ennfremur í meðmælabréfinu sem ekki hafði tilætluð áhrif. Lamaði maðurinn sagðist vilja betri stól til að geta viðrað hundinn sinn, til að fylgja vinum og vandamönnum á göngutúrum og til að komast út á golfvöll í heimabæ sínum. Úrskurðarnefnd almannatrygg- inga sagði að þrátt fyrir að öflugri rafmagnshjólastóll myndi væntanlega auka lífsgæði mannsins þá væri reglan sú að aðeins ungmenni innan átján ára geti valið um öflugri útihjólastól eigi þau rétt á rafknúnum hjólastól. Tilgangurinn sé að efla þroska og sjálfsbjargarviðleitni barna og unglinga. Eldri einstakl- ingar eigi meiri möguleika á að komast leiðar sinnar í bíl. Lamaði maðurinn hafi einmitt fengið eina milljón króna til að kaupa bíl: „Það að kærandi finni til óöryggis við að fara yfir ójöfnur eða hindranir í þeim rafmagns- hjólastól sem hann hefur, er að mati úrskurðarnefndar ekki nægjanleg ástæða til þess að styrkur til kaupa á öflugri rafmagnshjólastól sé veittur.“ - gar HAUSTLITIR Veturinn er ekki kominn enn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, heldur skarta trén enn sínum fegurstu haustlitum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fær ekki styrk frá Tryggingastofnun til að eignast stöðugri og öflugri rafmagnshjólastól: Þykir of gamall fyrir öruggari hjólastól EVRÓPUMÁL Tvíhliða samningar Sviss við Evrópusambandið voru neyðarlausn sem ekki stenst sam- anburð við EES-samninginn. Þetta segir Christa Markwalder Bär, þingmaður á svissneska sam- bandsþinginu og formaður Evr- ópusamtakanna í Sviss. Markwalder Bär hélt erindi á málfundi á vegum Evrópusamtak- anna á Grand Hótel á þriðjudag, en á honum talaði einnig Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins. „Eftir að aðild Sviss að Evr- ópska efnahagssvæðinu var naum- lega felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember 1992 voru tvíhliða samningar eina færa leiðin,“ segir Markwalder Bär í samtali við Fréttablaðið. Það tók hins vegar langan tíma að koma tvíhliða samningunum í höfn – þeir fyrstu gengu í gildi árið 2002 – og þeir ná hver fyrir sig aðeins til mjög afmarkaðs sviðs. Gildissvið EES- samningsins er miklu víðara og engin sjálfvirk uppfærsla á sér stað á tvíhliða samningunum eins og tilfellið er með EES. Uppfærsla þeirra – sem í Sviss er kölluð „sjálfstæð eftirframkvæmd“ á Evrópulöggjöf – er mun fyrirhafn- armeira ferli og þingmaðurinn segir það ferli reyndar tæpast vera sæmandi sjálfstæðu lýðveldi með sterka lýðræðishefð. Auk þess nefnir Markwalder Bär að réttarvernd sé tilfinnan- lega ábótavant í tvíhliða samning- unum; svissneskir aðilar geti ekki skotið málum til Evrópudómstóls- ins, telji þeir á sér brotið. Í tví- hliða samningunum er ekki kveðið á um neina stofnun hliðstæða EFTA-dómstólnum. Markwalder Bär segir þó reynsluna af tvíhliða samningun- um hingað til hafa verið jákvæða, og þeir njóti stuðnings öruggs meirihluta kjósenda í landinu; það hafi ítrekaðar atkvæðagreiðslur um samningana sýnt og sannað. Hún bendir hins vegar á að stuðningur við tvíhliða samning- ana geti snúist á skömmum tíma, þar sem „fallaxarákvæðið“ geti valdið því að samningarnir komist allir í uppnám af tiltölulega litlu tilefni. Dæmi um slíkt tilefni er atkvæðagreiðsla sem fer fram í landinu þann 27. nóvember, þar sem Svisslendingar taka afstöðu til þess hvort þeir leggi blessun sína yfir að Sviss leggi meira fé til þróunarsjóða til handa nýjum aðildarríkjum ESB í austri. ESB lítur svo á að samþykki Svisslend- ingar þetta ekki muni samning- arnir um aðild Sviss að Schengen- vegabréfasamstarfinu, sem voru samþykktir í þjóðaratkvæða- greiðslu þar í fyrra, ekki taka gildi heldur. Markwälder Bär segir að lík- legasta leiðin sem ýtt gæti Sviss inn í ESB – ríkisstjórnin á aðildar- umsókn tilbúna í skúffunni – væri ef slík alvarleg vandkvæði kæmu upp við framkvæmd tvíhliða samninganna. audunn@frettabladid.is CHRISTA MARKWALDER BÄR Segir tvíhliða samninga tímabundna millibils- lausn. Til lengri tíma litið sé hagsmun- um Sviss best borgið með fullri aðild að Evrópusambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tvíhliða neyðarlausn Svissneski þingmaðurinn Christa Markwalder Bär segir tvíhliða samninga Sviss við Evrópusambandið vera neyðarlausn sem ekki standist samanburð við EES. „Eftir að aðild Sviss að Evrópska efnahagssvæð- inu var felld í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1992 voru tvíhliða samningar eina færa leiðin“ CHRISTA MARKWALDER ÞINGMAÐUR Í SVISS HJÓLASTÓLARNIR Til vinstri sést hjólastóll af tegundinni Permobil trax corpus en til hægri Balder-rafmagns- hjólastóll eins og maðurinn á í dag. Tímamótaverk frá einu helsta ljóðskáldi þjóðarinnar, bók sem kallast á við fyrstu ljóðabækur hans í dirfsku og róttækni – og húmor Einar Már Guðmundsson edda.is Ný ljóðabók eftir Einar Má NÝTT & BETRA NÝR OG BETRI JÚMBÓ Í NÆSTU VERSLUN Kársnesbraut 112 | 220 Kópavogi | Sími 554 6999 | Fax 554 6239 | jumbo@jumbo.is | www.jumbo.is NÁTTÚRAN Björgunarsveitin Kyndill frá Kirkjubæjarklaustri var kölluð út um áttaleytið á þriðjudagskvöldið. Vegfarandi hringdi í Neyðar- línuna eftir að hafa séð ljós, sem hann taldi vera neyðarblys, á heiðskírum himninum yfir Núps- staðaskógi. Þrír liðsmennn Kyndils fóru í björgunarleiðangurinn inn í Núpsstaðaskóg en fundu engin merki um að slys hefði átt sér stað. Einn meðlimur björgunar- sveitarinnar sá stjörnuhrap um svipað leyti og vegfarandinn sá ljósið á himninum, og þykir Eiði Ingólfssyni í Kyndli líklegt að vegfarandinn hafi ruglast á því og neyðarblysi. - ifv Björgunarsveitin Kyndill var kölluð út: Stjörnuhrap – ekki slys
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.