Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 36
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR4 Hrekkjavaka er framundan og um að gera að undirstrika karl- mennskuna með búningavali. Hér að neðan eru tíu hugmyndir að karlmannlegum grímubúningum. Tíu karlmann- legir búningar HERMAÐUR. Hér er átt við landgönguliða en ekki sjóliða, sem skírskotar í allt aðra hluti! Góður hermannabúningur svíkur engan og setningar á borð við „Viltu tyggjó, elskan?“ og „Sæl, kisulóra“ eru vísar með að slá í gegn hjá kvenþjóðinni. Ekki verra ef þú átt sokkabuxur til að henda í skrækjandi lýðinn. LÖGREGLUBÚNINGAR geta látið hvaða væskil sem er líta út eins og kraumandi testósterón vöðva- búnt. Athugaðu að hér er auðvitað ekki átt við hallærislegu hjólreiða- búningana. Eigirðu í vandræðum með að finna búninga þá má víst nálgast einn góðan með því að hafa samband við dómsmálaráðherra, sem á nokkra í skáp heima hjá sér. SLÖKKVILIÐSMAÐ- URINN er vís til að slá í gegn, enda alltaf nóg af eldum sem þarf að slökkva. Mættu bara í partíið einbeittur á svip og spurðu nógu djúpri, karlmannlegri röddu hvort það sé einhvers staðar eldur sem kæfa þarf. Svörin eiga ekki eftir að láta standa á sér, svo mikið er víst. IÐNAÐARMAÐUR. Hvort sem þú klæðir þig upp sem pípari, smiður eða rafvirki ertu vís með að slá í gegn. Mundu bara að sleppa gervi- yfirvaraskegginu, hálsklútnum og sólgleraugunum, því annars eru góðar líkur á að þú verðir tekinn í misgripum fyrir hljóm- sveitarmeðlim úr The Village People. HELLISBÚI er gott og karlmann- legt gervi. Best er samt hversu fyrirhafnarlaust það er. Slepptu bara baði í viku fyrir Hrekkja- vöku og vertu á naríunum einum fata. Ef þú átt ekki kylfu þá kemur frosið lambalæri að svipuðu gagni. Kafaðu síðan ofan í eigin karlmennsku og hleyptu dýrinu lausu. Sko þig, þú ert orðinn að fullkomnum frummanni! Spurning hvort lyktin fæli aðra frá þér. DRAKÚLA GREIFI. „Hvað er eiginlega karlmannlegt við blóðsugu- greifann frá Transilvaníu?“, gætirðu hugsað. Taktu þig taki maður! Hér er ekki átt við gervi eins og grátkonan Gary Oldman klæddist í Dracula-mynd Francis Ford Coppola, heldur búning Christoph- ers Lee: Svört jakkaföt og skikkja, blóðrauðar linsur og vígtennur. Mundu bara að það er í lagi að narta aðeins í dansfélagann, en láttu ógert að bíta hann. Að minnsta kosti ekki fast. ÞRUMUGUÐINN ÞÓR, er sterkastur allra guða og manna eins og fram kemur í Gylfaginningu. Ef undanskilið er skiptið sem hann dulbjó sig sem ástar- gyðjuna Freyju, til að endurheimta ham- arinn sinn Mjölni, er hann ennfremur karlmannlegastur og góð hugmynd að grímubúningi. RAPPARI. Derhúfa, hlýrabolur, pokabuxur, sólgleraugu og nóg af gullkeðjum og þú ert kominn með efni í hinn ágætasta rapparabúning, sem jafnvel 50Cent yrði stoltur af. Fullkomn- aðu gervið með því að baða út höndun- um þegar þú talar, smjatta á tyggjói eins og tannlaus hestur og gakktu um eins og þú hafir gert í buxurnar. HNEFALEIKARI. Horfðu á Rocky og nokkra þætti af Con- tender og æfðu takt- ana fyrir framan spegilinn þar til þú telur þig tilbúinn. Skelltu þér síðan í stuttbuxur, íþróttaskó og boxhanska! (Vefðu þig í slopp ef veðrið er slæmt eða vöxturinn ekkert til að hrópa húrra fyrir.) Umlirðu Aaadriiiaaan þegar þú mætir í partíið færðu fullt hús stiga. FRANSKUR AÐALSMAÐUR Fátt er eins karlmannlegt og franskur aðalsmaður frá 17. öld, púðraður með hárkollu, í blúnduskyrtu og sokkabuxum. Ertu alveg frá þér?! Hafirðu virkilega íhugað þennan valkost af einhverri alvöru ertu augljós- lega fallinn á prófinu og verður að lesa alla greinina aftur frá upphafi! Tvisvar sinnum í öryggis- skyni! Kringlunni og Debenhams Smáralind ǀ www.Warehouse.co.uk 50% afsláttur af völdum vörum VETRARÚTSALA ������������� ��� �������������� Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvk, Sími 551 5814 MYND Hafnarfi rði S: 565 4207 www. ljosmynd.is Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega. 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 ������������� ������������������������� ������ ���������� �������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.