Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 36
26. október 2006 FIMMTUDAGUR4
Hrekkjavaka er framundan og um að gera að undirstrika karl-
mennskuna með búningavali. Hér að neðan eru tíu hugmyndir að
karlmannlegum grímubúningum.
Tíu karlmann-
legir búningar
HERMAÐUR. Hér er átt við
landgönguliða en ekki sjóliða, sem
skírskotar í allt aðra hluti! Góður
hermannabúningur svíkur engan og
setningar á borð við „Viltu tyggjó,
elskan?“ og „Sæl, kisulóra“ eru vísar
með að slá í gegn hjá kvenþjóðinni.
Ekki verra ef þú átt sokkabuxur til
að henda í skrækjandi lýðinn.
LÖGREGLUBÚNINGAR geta
látið hvaða væskil sem er líta út eins
og kraumandi testósterón vöðva-
búnt. Athugaðu að hér er auðvitað
ekki átt við hallærislegu hjólreiða-
búningana. Eigirðu í vandræðum
með að finna búninga þá má víst
nálgast einn góðan með því að hafa
samband við dómsmálaráðherra,
sem á nokkra í
skáp heima
hjá sér.
SLÖKKVILIÐSMAÐ-
URINN er vís til að slá
í gegn, enda alltaf nóg
af eldum sem þarf
að slökkva. Mættu
bara í partíið
einbeittur á svip og
spurðu nógu djúpri,
karlmannlegri röddu
hvort það sé einhvers
staðar eldur sem kæfa
þarf. Svörin eiga ekki
eftir að láta standa á
sér, svo mikið er víst.
IÐNAÐARMAÐUR.
Hvort sem þú
klæðir þig upp
sem pípari,
smiður eða
rafvirki ertu
vís með að slá í
gegn. Mundu bara
að sleppa gervi-
yfirvaraskegginu,
hálsklútnum og
sólgleraugunum, því
annars eru góðar líkur
á að þú verðir tekinn í
misgripum fyrir hljóm-
sveitarmeðlim úr The
Village People.
HELLISBÚI er gott og karlmann-
legt gervi. Best er samt hversu
fyrirhafnarlaust það er. Slepptu
bara baði í viku fyrir Hrekkja-
vöku og vertu á naríunum
einum fata. Ef þú átt ekki
kylfu þá kemur frosið
lambalæri að svipuðu
gagni. Kafaðu síðan ofan
í eigin karlmennsku og
hleyptu dýrinu lausu.
Sko þig, þú ert orðinn að
fullkomnum frummanni!
Spurning hvort lyktin fæli
aðra frá þér.
DRAKÚLA GREIFI. „Hvað er
eiginlega karlmannlegt við blóðsugu-
greifann frá Transilvaníu?“, gætirðu
hugsað. Taktu þig taki maður!
Hér er ekki átt við gervi eins
og grátkonan Gary Oldman
klæddist í Dracula-mynd
Francis Ford Coppola,
heldur búning Christoph-
ers Lee: Svört jakkaföt
og skikkja, blóðrauðar
linsur og vígtennur.
Mundu bara að það er
í lagi að narta aðeins í
dansfélagann, en láttu
ógert að bíta hann. Að
minnsta kosti ekki fast.
ÞRUMUGUÐINN
ÞÓR, er sterkastur
allra guða og manna
eins og fram kemur
í Gylfaginningu.
Ef undanskilið er
skiptið sem hann
dulbjó sig sem ástar-
gyðjuna Freyju, til að
endurheimta ham-
arinn sinn Mjölni,
er hann ennfremur
karlmannlegastur
og góð hugmynd að
grímubúningi.
RAPPARI. Derhúfa,
hlýrabolur, pokabuxur,
sólgleraugu og nóg
af gullkeðjum og þú
ert kominn með
efni í hinn ágætasta
rapparabúning, sem
jafnvel 50Cent yrði
stoltur af. Fullkomn-
aðu gervið með því
að baða út höndun-
um þegar þú talar,
smjatta á tyggjói eins
og tannlaus hestur
og gakktu um eins
og þú hafir gert í
buxurnar.
HNEFALEIKARI.
Horfðu á Rocky og
nokkra þætti af Con-
tender og æfðu takt-
ana fyrir framan
spegilinn þar til þú
telur þig tilbúinn.
Skelltu þér síðan í
stuttbuxur, íþróttaskó
og boxhanska! (Vefðu
þig í slopp ef veðrið er
slæmt eða vöxturinn
ekkert til að hrópa
húrra fyrir.) Umlirðu
Aaadriiiaaan þegar þú
mætir í partíið færðu
fullt hús stiga.
FRANSKUR AÐALSMAÐUR
Fátt er eins karlmannlegt
og franskur aðalsmaður
frá 17. öld, púðraður með
hárkollu, í blúnduskyrtu
og sokkabuxum. Ertu
alveg frá þér?!
Hafirðu virkilega
íhugað þennan
valkost af einhverri
alvöru ertu augljós-
lega fallinn á prófinu
og verður að lesa
alla greinina aftur
frá upphafi! Tvisvar
sinnum í öryggis-
skyni!
Kringlunni og Debenhams Smáralind ǀ www.Warehouse.co.uk
50% afsláttur af völdum vörum
VETRARÚTSALA
�������������
���
��������������
Stærsta töskuverslun landsins
Skólavörðustíg 7, Rvk,
Sími 551 5814
MYND
Hafnarfi rði S: 565 4207
www. ljosmynd.is
Pantaðu
jólamyndatökuna
tímanlega.
1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
������������� �������������������������
������
����������
�������������