Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 32
26. október 2006 FIMMTUDAGUR32
UMRÆÐAN
Íslenskar dæmisögur
Ég var staddur í bókabúð um daginn þar sem blekfylling-
una hafði þrotið í prentaranum
mínum. Í bókabúðinni var enginn
starfsmaður sjáanlegur svo ég
tók mér stöðu fyrir framan
afgreiðsluborðið þar sem ég
myndaði einmanalega röð ásamt
dóttur minni (10 mánaða) sem ég
hélt á á arminum.
Nokkrar mínútur liðu og það
létti óneitanlega yfir okkur feðg-
inum þegar afgreiðslukonan birt-
ist. Þetta varð þó skammvinnur
léttir. Kona um sextugt kemur inn
í búðina og hrópar á stúlkuna
hvort hún eigi til vissa gerð af
glærum. Starfskonan beit strax á
þetta og á nokkrum mínútum
hefði ég getað lært allt um glær-
ur. Ég vildi það hinsvegar ekki.
Af dýpt samræðunnar milli
kvennanna, lengd og allskyns
útúrdúrum mátti ráða að kerling
var alls ekki að flýta sér þegar
allt kom til alls.
Þetta hefði svosem verið efni
nóg í hversdagslega pirru en nú,
þegar glærukonan kom upp að
afgreiðsluborðinu til að gera upp
fyrir sig, keyrði um þverbak. Hún
beraði tanngarðinn og sagði:
„Fyrirgefðu að ég treð mér svona
framfyrir.“ Við brostum ekki á
móti.
Á leiðinni heim vöknuðu spurn-
ingar, því framferði kerlingar á
sér hliðstæðu í mörgu því sem
maður sér sem nýbúi á Íslandi.
Fyrst: Hver var hvöt kerlingar
bakvið játninguna?
Var hún að koma mér í skiln-
ing um að hún vissi að hún væri
að gera rangt? Var hún óbeint að
segja að hún þekkti leikreglur
siðmenntaðs samfélags (að hún
væri ekki fáviti) en henni stæði
bara á sama um þær?
Ég hallast helst að því að þetta
hafi verið s.k. meðvituð og upp-
lýsandi tvöfeldni, þ.e.a.s. tví-
smurður dobbeltmórall, þar sem
gerandinn lætur ekki hanka sig á
því að vera óvitandi
um sína tvöfeldnis-
breytni og gerir
þetta öðrum skiljan-
legt. Hvernig myndi
Sókrates hafa brugð-
ist við, hann sem
kenndi að fólk gerði
aldrei rangt nema
sökum fávisku? Það
er vissulega fáviska
bakvið tvöfeldnina,
bara djúprættari en
vani er.
Og hér byrja
dæmin að ryðjast á
mann. Þetta minnti á
ummæli Guðna
Ágústssonar að
Framsóknarflokkur-
inn hafi „mjög umhverfisvæna
stefnu“, og á keimlík ummæli
Geirs Haarde í setningarræðu
hans. Framferði kerlingar minnti
á ummæli Jóns Sigurðssonar iðn-
aðarráðherra í kvöldfréttum RÚV
27 sept., þ.e. daginn eftir fjölda-
mótmælin sem Ómar Ragnarsson
leiddi. Jón sagði að mótmælin
hefðu ekkert að segja „þar sem
vísindamenn hafi ekki komið með
neitt nýtt“. Nú er þekkt hvernig
ýmsum vísindamönnum hefur
verið bannað að tjá sig um fram-
kvæmdirnar. 12.000 mótmælend-
ur urðu í einu vetfangi einskonar
hjátrúarfólk hvers mótmæli voru
ráðherranum alls óviðkomandi.
En allra mest minnti framferð-
ið á upplýsingafulltrúa hjá
íslenskum banka sem lýsir fjálg-
lega hvernig bankinn græðir
hundruð milljóna daglega, meðan
sami banki stundar okurlána-
starfsemi á sínum viðskiptavin-
um, sem á sér engan líka meðal
siðmenntaðra þjóða.
Það er tvöfeldnis-
kerfi sem leyfir fyr-
irtækjum en ekki
einstaklingum að
vera frjálsum. Við
lifum enn á tímum
einokunar.
Það sem er verra
við þessa breytni
eru hin óbeinu skila-
boð sem í felast.
Ráðamenn hafa
fengið hugmynd, og
aðrir sem eru í vegi
eru hvorki séðir né
virtir, eða: séðir og
samt ekki. Talsmenn
stóriðju ætla að
byggja upp atvinnu-
líf og hagvöxt. Bankamenn ætla
að græða sem mest: Þetta, hvað
sem raular og tautar.
68-kynslóðin tók að sér verk-
efnið að bjarga okkur frá mold-
búahættinum, iðulega nefndum
með glotti þegar einhver mót-
mælir markaðsbarbarismanum
sem hefur einkennt hugmynda-
fræði téðrar kynslóðar. Þetta er
kynslóðin sem ruddi burt gamla
burstabænum sem stóð á land-
námstóftunum af því hann var
svo ljótur og bara moldargólf þar.
Af þessari kynslóð eru þeir sem
vilja gera allt að einkavæddri
féþúfu nokkurra. Skilaboðin eru
send: Hagur banka, fyrirtækja og
álbræðslu er mikilvægari en
hagur fólksins í landinu almennt.
Mikið er til af dæmisögum af
slíku framferði. Meðal norrænna
heiðingja eru til kvæði sem greina
frá niðurlægjandi endalokum
hins drambsama konungs, sem
rækti sína hugmynd meir en sitt
eigið fólk. Hinsvegar eru skugga-
legri sagnirnar af því þegar lýðn-
um gleymist að það er hann sem
ræður. Lýðurinn kýs yfir sig kerfi
sem tryggir hag sem flestra.
Þegar kerfið hættir að þjóna því
hlutverki ætti lýðurinn að knýja
fram betrumbætur.
Höfundur er rithöfundur og
norrænufræðingur.
UMRÆÐAN
Samskipti
Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því
gaum með hvaða hætti samskipt-
um við börnin sé best háttað
þannig að þau gagnist þeim sem
best. Ég held
að það að hafa
aðgengi að for-
eldrum sínum
með einum eða
öðrum hætti sé
með því mikil-
vægasta fyrir
þau. Heilbrigð
skynsemi segir
auðvitað að sitt
lítið af hverju
s.s. aðgengi,
samvera, að tala saman og gera
eitthvað saman hlýtur að vera far-
sælast. En ef það er nú svo að það
þyrfti að forgangsraða vegna
tímaskorts eða einhvers annars þá
er ekki ósennilegt að aðgengið
kunni að vera býsna ofarlega. Það
að barnið og unglingurinn viti
hvar foreldrarnir eru, hvernig
hægt er að ná í þá þegar þau lang-
ar að spjalla eða þegar mikið ligg-
ur við er afar mikilvægt. Þegar
börn og foreldrar eru saman
heima er það ekki hvað síst ein-
faldlega nærveran sem börnin
kunna hvað mest að meta.
Höfundur gefur kost á sér í 6. sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík. (Greinin er birt í heild
á Vísir.is undir Skoðanir.)
Samskipti
barna og
foreldra
UMRÆÐAN
Samkeppnishæfni
Stjórnvöld gegna stóru hlut-verki í alþjóðlegri samkeppni.
Stefna stjórnvalda hefur áhrif á
samkeppnisstöðu þjóðarinnar
bæði á jákvæðan og neikvæðan
hátt. Markmið
stjórnvalda á
að vera að
skapa
umhverfi þar
sem fyrirtæki
geta uppfært
samkeppnisyf-
irburði í grein-
um sem fyrir
eru en einnig
að auðvelda
fyrirtækjum inngöngu í nýjar
atvinnugreinar með möguleika á
mikilli framlegð. Mikilvægt hlut-
verk hins opinbera er að stuðla
að þróun framleiðsluþáttanna
með því að efla og styðja við
menntun, rannsóknir og nýsköp-
un. Beinum ríkisafskiptum á að
halda í lágmarki. Hlutverk
stjórnvalda á sviði upplýsingar-
miðlunar er þó mikilvægt.
Vaxtarmöguleikar felast í holl-
ustu og gæðum afurða ef tekst að
skapa hreina og náttúruvæna
ímynd landsins á alþjóðavett-
vangi. Vísindaleg nýting auðlinda
er nauðsyn í þeirri viðleitni.
Höfundur gefur kost á sér í 3.-5.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík. (Greinin er birt í
heild á Vísir.is undir Skoðanir.)
Ísland og
alþjóðleg
samkeppni
UMRÆÐAN
Framboð
Það kom flestum á óvart þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir,
núverandi rektor Háskólans í
Reykjavík, bauð sig fram til
starfa í stjórnmálum. Það er
mikið fagnað-
arefni að fólk á
borð við Guð-
finnu skuli
gefa kost á sér
til þingsetu og
líklegt er að
hún muni laða
margan nýjan
kjósandann að
í prófkjöri
sjálfstæðis-
manna í
Reykjavík sem og í kosningum í
vor. Guðfinna hefur stýrt
Háskólanum í Reykjavík í gegn-
um árangursríka uppbyggingu
síðastliðin 8 ár og markað djúp
spor í menntasögu okkar þjóðar.
Áður starfaði Guðfinna um langt
skeið sem ráðgjafi alþjóðlegra
stórfyrirtækja í Bandaríkjunum
eftir að hún lauk þaðan doktors-
námi í atferlisfræði. Guðfinna
hefur hvarvetna getið sér gott
orð fyrir góðan árangur, áræðni,
kraft og bjartsýni. Innkoma
hennar er öðrum öflugum ein-
staklingum hvatning til að stíga
slíkt skref.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Verslunarráðs. (Greinin er birt í
heild á Vísir.is undir Skoðanir.)
Með fjöl-
breytni að
vopni
KOLBRÚN BALDURS-
DÓTTIR
STEINN KÁRASON HALLA TÓMAS-
DÓTTIR
UMRÆÐAN
Launamunur
Það er dapurlegt að heyra í for-manni VR og félagsmálaráð-
herra þegar þeir eru spurðir út í
launamun kynjanna sem er 15%
þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir
ráðalausir.
Undrun þess-
ara manna und-
irstrikar það
sem margur
femínistinn
hefur stagglast
á í mörg ár. Eitt
eða tvö góð
átök breyta
ekki miklu,
ekki frekar en í
umferðinni – því miður. Samhengi
hlutanna virðist ekki öllum ljóst
og það að ætla sér að lagfæra jafn-
rétti kynjanna með þó vel meintri
auglýsingaherferð er langt frá því
að vera það eina sem þarf til.
Þegar aðeins má tala um einn anga
óréttlætis og reynt er að vinna
bug á honum einangrað er fyrir-
sjáanlegt að árangurinn verður
ekki ýkja mikill.
Við þurfum að setja kynjagler-
augun á nefið í öllum málaflokk-
um. Þegar sett eru ný lög á Alþingi
séu þau skoðuð sérstaklega með
tilliti til áhrifa þeirra á konur og
karla.
Höfundur býður sig fram í 6. sætið
í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík. (Greinin er birt í heild
á Vísir.is undir Skoðanir.)
Kynjagler-
augun á
nefið
UMRÆÐAN
Líknarfélög
Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau
njóta samt ekki sömu skattfríðinda
og líknarfélög í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi
lagði ég fram
þingsályktunar-
tillögu um skatt-
frelsi íslenskra
líknarfélaga. Í
henni er lagt til
að fjármálaráð-
herra leggi fyrir
Alþingi frum-
varp um að
skattreglum
verði breytt
þannig að íslensk líknarfélög njóti
sömu skattfríðinda og erlendis. Ég
hef lagt mesta áherslu á undanþágu
vegna fjármagnstekjuskatts, því
löng reynsla mín af starfi fyrir líkn-
arfélög sýnir mér, að það er stærsti
bitinn sem ríkið klípur af þeim með
skattheimtu.
Líknarfélög ættu ekki að þurfa
að greiða fjármagnstekjuskatt og
erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau
að fá lagalegan rétt til endur-
greiðslu á virðisaukaskatti á aðföng-
um, og einstaklingar ættu að fá
rúma heimild til að draga frá skatt-
stofni sínum framlög til líknarfé-
laga.
Höfundur er frambjóðandi í
prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-
kjördæmi. (Greinin er birt í heild á
Vísir.is undir Skoðanir.)
Skattfrelsi
líknarfé-
laga
BRYNDÍS ÍSFOLD SANDRA FRANKS
Tvísmurður dobbeltmórall
UMRÆÐAN
Leiðara svarað
Í leiðara Fréttablaðs-ins föstudaginn 13.
október gagnrýnir
Björgvin Guðmunds-
son orð Magnúsar
Stefánssonar, félags-
málaráðherra, um að
hækka þurfi hlutfall
hámarkslána Íbúða-
lánasjóðs (ÍLS) aftur
í 90 prósent og
ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar að auka
umsvif ÍLS. Sjóður-
inn gegnir því mikil-
væga hlutverki að tryggja aðgang
almennings, óháð búsetu, að láns-
fé til íbúðarkaupa á eins góðum
kjörum og hægt er. Tekju- og
eignaminni einstaklingum hefur
þannig verið gefinn kostur á að
eignast þak yfir höfuðið á viðráð-
anlegu verði og kjörum.
Það að félagsmálaráðherra
muni leggja fram frumvarp nú í
haust, sem bæði styrkir og við-
heldur þessum félagslegu mark-
miðum, er því mikið fagnaðarefni
fyrir áðurnefnda þjóðfélagshópa
og ekki síður þá sem búa á lands-
byggðinni. Fasteignaverð er þar í
flestum tilvikum mun lægra og
alls óvíst að markmið ríkisstjórn-
arinnar um að tryggja öllum lands-
mönnum jafnan aðgang að lánum
til íbúðarkaupa á sömu kjörum
hvar sem er á landinu fari nokk-
urn tímann saman með hagsmun-
um fjármálafyrirtækja þar sem
lánveitingar hljóta alltaf að vera á
markaðslegum forsendum.
Leiðarahöfundur segir að breyt-
ingarnar, einar og sér, séu til þess
fallnar að auka eftirspurn eftir
fasteignum og kynda undir hag-
kerfinu meira en ella. Þessi niður-
staða er röng og villandi. Það eru
mun fleiri þættir sem líta verður
til þegar skoðað er hvað veldur hita
í hagkerfinu. Ef ÍLS verður lagður
niður er líklegt að
efnaminni einstakling-
ar og fólk á lands-
byggðinni ætti erfitt
með að fá lán hjá bönk-
um og sparisjóðum.
Við þær aðstæður
neyðast ríki og sveit-
arfélög til að skerast í
leikinn og endurvakið
yrði úrelt félagslegt
kerfi sem lagt var
niður þegar ÍLS var
komið á fót. Það myndi
eðlilega hafa slæm
áhrif á verðbólgu líka.
Þær fullyrðingar leið-
arahöfundar, að áform
um að auka umsvif ÍLS
og að hækka íbúðalán aftur í 90%
eru stórfurðulegar og langt frá því
að vera á rökum reistar. Þessar
aðgerðir einar og sér munu ekki
hafa aukna verðbólgu í för með sér.
Viðbrögð fjármálastofnana við
hækkuninni koma til með að ráða
mestu þar um. Þá verður einnig að
teljast afar ósanngjarnt að þeim
sem minnst áhrif hafa haft á aukna
verðbólgu eins og þeir lægst laun-
uðu og fólk á landsbyggðinni skuli
vera ætlað að taka á sig skellinn
við að halda verðbólgunni í skefj-
um enda er ÍLS ekki síst ætlað að
gæta hagmuna þeirra þjóðfélags-
hópa.
Ég fagna því þeim áformum
félagsmálaráðherra að viðhalda
og styrkja ÍLS. Sú ráðstöfun stuðl-
ar að bættum lífskjörum og jöfn-
um tækifærum allra landsmanna
að eignast hús yfir höfuðið.
Með framlagningu frumvarps-
ins hefur félagsmálaráðherra
gefið tóninn á komandi kosninga-
vetri með styrkingu á þeim félags-
legu markmiðum sem ÍLS er gert
að standa vörð um. Framsóknar-
flokkurinn er og á að vera félags-
hyggjuflokkur. Með þessu útspili
hefur hann staðfest það í verki.
Höfundur er Akureyringur og
framsóknarmaður.
Styrking Íbúðalána-
sjóðs góðar fréttir
HÖSKULDUR ÞÓR ÞÓR-
HALLSSON
BERGSVEINN BIRGISSON
Á leiðinni heim vöknuðu spurn-
ingar, því framferði kerlingar á
sér hliðstæðu í mörgu því sem
maður sér sem nýbúi á Íslandi.
Fyrst: Hver var hvöt kerlingar
bakvið játninguna?