Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 6
6 26. október 2006 FIMMTUDAGUR KJÖRKASSINN ,,Svo maður hrósi nú einhvern tíma einhverjum, þá hefur sá ungi þingmaður fl ut t furðu mörg góð mál á þin ginu.” Illugi Jökulsson í pist li í Blaðinu 21. okt. 20 06 Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar4. SÆTI Traustur efnahagur — aukin velferð www.agustolafur.is Afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum — 22.000 undirskriftir hafa safnast til stuðnings frumvarpinu Löggjöf um óháðar rannsóknarnefndir Löggjöf gegn heimilisofbeldi Aukin vernd heimildarmanna fjölmiðla • • • • Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS DAIHATSU TERIOS Nýskr. 05.02 - Sjálfskiptur - Ekinn 80 þús. - Allt að 100% lán. Verð 890.0 00.- MENNTAMÁL Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti í lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík, telur óheppi- legt og óþarfa að spyrja níu ára gömul börn í prófi um hvað það merki að drekka hóflega. Hún skilur ekki tilganginn með slíkri spurningu og telur hana ekki þjóna neinum tilgangi. „Mér finnst þetta fáheyrt,“ segir Inga Dóra. „Það má deila um áhrifin af þessari spurningu og hvort það hafi varanleg áhrif á börnin. Það er ekki víst að það geri það, en efnislega hefur þetta ekkert með próftæknileg atriði að gera.“ Inga Dóra telur að hugsa þurfi próf og prófspurn- ingar í samhengi. „Ég get ímyndað mér að eina ástæðan fyrir spurningunni hafi verið sú að hún hafi þótt mæla vel það sem hafi átt að prófa en það verður alltaf að gæta sín í nærveru sálar og hugsa hlutina í samhengi.“ Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsu- stöðvar, segir ekki gott að ung börn séu spurð um hófdrykkju. „Það er ábyggilega af nógu að taka þótt ekki sé fjallað um drykkju og það í fjórða bekk. Við erum alls ekki ánægð með að vita af þessu. Það er alls ekki við hæfi barna að leggja mat á það hvað sé hófleg drykkja og alls ekki tímabært að níu ára börn geti svarað slíku.“ - ghs Próf og prófspurningar þarf að hugsa í samhengi og gæta sín í nærveru sálar: Börn meta ekki hófdrykkju BAUGSMÁL Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir athuga- semdir Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, sem hann gerði grein fyrir í bréfi til Jóns H. B., ekki eiga við rök að styðjast. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær lagði Jón Ásgeir Jóhannesson fram bréf við yfir- heyrslu hjá Ríkislögreglustjóra, þar sem hann segir embætti ríkis- lögreglustjóra hafa óskað eftir aðstoð við rannsókn á tilteknum atvikum Baugsmálsins á fölskum forsendum. Vitnar Jón Ásgeir til sakarefna sem getið er í réttarbeiðni til lög- regluyfirvalda í Lúxemborg. Í henni er tekið fram að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri Baugs, og Jón Ásgeir séu meðal annars grunaðir um pen- ingaþvætti, fjárdrátt, fjársvik og innherjasvik. Segir Jón Ásgeir í bréfinu „með ólíkindum að íslensk yfirvöld skuli hætta trausti sínu og trúðverðug- leika í samskiptum milli ríkja með „veiðiferðum“ RLS í leit að afbrot- um“. Jón H.B. segir ekkert athuga- vert við málsmeðferð ákæruvalds- ins hvað þessi tilteknu mál snertir. „Jón Ásgeir spyr í bréfi sínu hver sé skýringin á því að gögnin eru notuð í málinu sem nú til meðferð- ar, það er málinu sem byggir á ákæru Sigurðar Tómasar Magnús- sonar. Það er ekkert athugavert við að nota þessi gögn, sem lög- regluyfirvöld í Lúxemborg öfl- uðu,“ segir Jón H.B. og ítrekar að gagnanna hafi verið aflað á grund- velli þeirra sakarefna sem gerð var grein fyrir í réttarbeiðni til lögregluyfirvalda í Lúxemborg. „Þessara gagna var aflað vegna rannsóknar þeirra sakarefna sem getið er í réttarbeiðninni til lög- regluyfirvalda í Lúxemborg. Síðan er ákært í málinu, það er málinu sem nú er fyrir dómstólum, meðal annars á grundvelli þessara gagna því þessi gögn eiga heima í þessu máli, og engu öðru. Þessara gagna var aflað á grundvelli þeirra saka- refna, sem að Sigurður Tómas end- urútgaf ákæruna vegna.“ Jón Ásgeir segir málatilbúning ákæruvaldsins fyrst og fremst snúast um að koma sem þyngstu höggi á hans persónu. „Það kemur mér ekkert á óvart lengur í þessu máli. Ákæruvaldið svífst einskis til þess að koma á mig höggi. Varð- andi gögnin sem aflað er í Lúxem- borg, þá liggur fyrir að skattaregl- ur og lagalegt umhverfi er allt annað í Lúxemborg en hér á landi. Sérstaða viðskiptaumhverfisins í Lúxemborg er meðal annars fólgin í þessum reglum. En það sem ligg- ur fyrir er að embætti ríkislög- reglustjóra kemst yfir gögn á fölskum forsendum og notar gögn- in í rannsókn á öðrum hluta máls- ins. Jóni H.B. Snorrasyni munar ekki um að ljúga sig út úr þessu, miðað við önnur afglöp hans í mál- inu til þessa.“ Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þessi málefni frekar en Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs. magnush@frettabladid.is Segir Ríkislögreglu- stjóra misnota gögn Jón Ásgeir Jóhannesson segir Ríkislögreglustjóra hafa óskað eftir aðstoð við gagnaöflun á fölskum forsendum. Jón H.B. Snorrason segir ekkert athugavert við málsgagnanotkun embættisins í Baugsmálinu sem er til dómsmeðferðar. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON JÓN H.B. SNORRASON Martine Solovieff, saksóknari í Baugsmálinu, sagðist í samtali við blaðamann hafa sent bréf til Ríkislögreglu- stjóra 3. ágúst 2004 til þess að ítreka að aðeins mætti nota gögnin sem aflað var í Lúxemborg á grundvelli þeirra sakarefna sem tiltekin voru í réttarbeiðni. „Ég sendi bréfið til Ríkislögreglustjóra, eftir að Francois Prum, aðstoðarmaður lögmanna Baugs Group, hafði samband við okkur og kvartaði yfir því að gögn sem aflað var af lögregluyfirvöldum í Lúxemborg væru hugsanlega notuð í röngum tilgangi. Ég brást við með því að senda bréf til Ríkislögreglustjóra, þar sem ég ítrekaði að ekki mætti notast við gögn nema þegar sakarefnin væru þau sem tiltekin voru í beiðni. Ég fékk aldrei svar við mínu bréfi frá Ríkislögreglustjóra,“ sagði Martine sem ekki var tilbú- in til þess að svara spurningum er vörðuðu efnisatriði ákæruliða sem eru til meðferðar fyrir dómi. Gögnin sem aflað var í Lúxemborg tengjast ákæruliðum 11, 12 og 17 í ákærunni en þeir falla allir, samkvæmt orðalagi í ákæru, undir meiriháttar bókhaldsbrot. Jón H. B. Snorrason segir það alveg skýrt að gögn sem aflað var á grundvelli sakarefna sem tiltekin voru í beiðni hafi ekki verið notuð við rannsókn á meintu broti Jóns Ásgeirs á skattalögum, sem hann var nýverið yfirheyrður vegna. „Það er alveg ljóst, að við notumst ekki við þau gögn sem aflað var á grundvelli sakarefna sem tiltekin voru í beiðni til lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Það er óheimilt.“ - mh Saksóknari í Lúxemborg sendi bréf eftir kvartanir frá lögmanni Baugs Group hf.: Fékk aldrei svar við ítrekunarbréfi FERILL BEIÐNI LÖGREGLU Í byrjun janúar, 4. mars og 23. apríl 2004 Embætti Ríkislögreglustjóra óskar eftir því, með bréfum, að lögregluyfirvöld í Lúx- emborg aðstoði við rannsókn á hendur Tryggva Jónssyni og Jóni Ásgeir Jóhannes- syni. Í beiðninni eru Tryggvi og Jón Ásgeir sagðir meðal annars grunaðir um fjárdrátt, fjársvik, innherjasvik og peningaþvætti í tengslum við viðskipti við Kaupthing Lúxemborg. 12. júlí og 26. júlí 2004 Francois Prum, lögfræðilegur aðstoðarmaður Baugs Group hf., sendir Martine Solovieff, saksóknara í Lúxemborg, bréf þess efnis að nauðsynlegt sé að ítreka það við embætti ríkislögreglustjóra að aðeins sé hægt að nota gögnin sem aflað var í Lúxemborg í tengslum við áðurnefnd sakarefni. 3. ágúst 2004 Saksóknari í Lúxemborg sendir ítrekunarbréf til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem tekið er sérstaklega fram að ekki sé hægt að nota gögnin sem aflað var í Lúx- emborg í málum sem ekki snerta fyrrnefnd sakarefni. Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki svarað ítrekunarbréfinu. 23. október 2004 Jón Ásgeir afhendir bréf, stílað á Jón H.B. Snorrason, lögregluyfirvöldum í yfirheyrslu vegna meintra brota á skattalögum sem snerta starfsemi Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. og Baugs Group hf. árið 2004. Jón Ásgeir biður embætti ríkislögreglu- stjóra að upplýsa um það, hvaða gagna var aflað í aðgerðunum í Lúxemborg árið 2004. ����� ������������������������� Viltu aðskilnað ríkis og kirkju? Já 71,3% Nei 28,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Var í lagi að spyrja um hóf- drykkju í prófi 9 ára barna? Segðu skoðun þína á visir.is SKÓLABÖRN AÐ LEIK Inga Dóra Sigfúsdóttir segist ekki skilja tilganginn með prófspurningunni. VINNUMARKAÐUR Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, óskaði eftir samstarfi ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga í ræðu sinni á þingi BSRB í gær. Hann sagði að fordæmi og fyrirmyndir væru fyrir samstarfi samtaka launafólks á vinnumark- aði á hinum Norðurlöndunum og að tækifæri væri til að mynda slíkt samband hérlendis milli BSRB, ASÍ og jafnvel annarra samtaka opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. „Hér er sögulegt tækifæri sem við skulum ekki láta ganga okkur úr greipum. Stóra málið í þessu sambandi er að tala saman.“ - þsj ASÍ vill samstarf við BSRB: Stóra málið að tala saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.