Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 28
28 26. október 2006 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 HALLDÓR HALLDÓRSSON Í DAG | Bundið slitlag í stað malarvega Þegar litið er til framkvæmda við samgöngumannvirki þjóðarinnar síðustu 10 ár, hvað þá 20 ár, eru eflaust flestir sammála um að miklu hafi verið áorkað hvort sem er á höfuð- borgarsvæðinu eða landsbyggð- inni. Þessi fullyrðing er sett fram vegna þess að viðmiðið er ástand veganna fyrir 10 eða 20 árum. Þá voru malarvegir víðar, eiginlega alls staðar nema á þéttbýlisstöðum og rétt út frá þeim. Núna er komið bundið slitlag víða um land þó enn séu eftir langir kaflar með gömlum úreltum malarvegum. Á þessum viðmiðunartíma voru Hvalfjarð- argöngin ekki komin, ekki Vestfjarðagöng, ekki göng um Ólafsfjarðarmúla, ekki Fáskrúðsfjarðargöng og ekki göng undir Almannaskarð sem nú eru langt komin. Og fram- kvæmdir eru hafnar við göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar. Þetta eru a.m.k. sex jarðgöng. Ekki fór heldur mikið fyrir mislægum gatnamótum fyrir 10- 20 árum, ég man aðeins eftir brúnum í Kópavogi, sem eru væntanlega ekki mislæg gatnamót, og svo brúm yfir ár og læki. Það er í seinni tíð sem götur eru brúaðar af kappi og byrjað er að tvöfalda þjóðvegi utan þéttbýlis. Hvers vegna er þá endalaus umræða um samgöngumann- virkin okkar og nauðsyn þess að bæta þau? Hafa samgönguyfir- völd ekki staðið sig vel? Svarið er að það hafa þau gert og margt hefur áunnist eins og fyrr segir. Það hefur hins vegar enga þýðingu að miða við ástandið fyrir 10 árum, hvað þá fyrir 20 árum. Staða mála þá var eflaust góð miðað við hvernig sam- göngumannvirki voru 10 árum á undan þeim tíma. Það þótti gott að ná því að tengja saman byggðir með einhvers konar vegi til að rjúfa einangrun byggðarlaga og geta farið á milli yfir sumarið. Vetrarsamgöngur voru víða ekki á dagskrá enda samgöngumannvirkin ekki hönnuð til þess. Í dag eru aðrar kröfur, önnur viðhorf og önnur viðmið. Tvöfalda þarf vegi innan og utan þéttbýlisstaða vegna umferðarþunga og umferðarör- yggis. Það þarf að breikka vegi og tvöfalda brýr af sömu ástæðum. Og það þarf að gera átak í því að útrýma malarveg- um því íbúarnir vilja ekki og eiga ekki að þurfa að aka í moldarsvaði í og úr vinnu, milli byggðarlaga eða jafnvel á milli landssvæða. Það er líka mikil- vægt atriði í bættu umferðarör- yggi að losa okkur við malarveg- ina enda verða mörg slys á þeim árlega. Það er hreinlega orðið úrelt að aka um malar- og moldartroðninga og verður hægt að lýsa því síðar meir með svipuðum hætti og Laxness gerir svo eftirminnilega í Innansveit- arkroniku sinni þar sem vegfar- endur á leið um hlaðið á Hrísbrú brölta í forinni. Samgönguráðherra hefur kallað eftir umræðu og stuðningi við aukið fjármagn til sam- göngumála. Því ber að fagna enda verður að auka fjármagn til vegagerðar til að ljúka þeim verkefnum sem hér er lýst og krafa er gerð um. Nýir tímar í samgöngumálum standa fyrir viðurkenningu á auknum kröfum og þörfum. Sem þýðir að malarvegirnir verða að hverfa og í stað þeirra þurfa að koma vegir með bundnu slitlagi, það þýðir tvöföldun þjóðvega og stundum lýsingu þeirra, að jarðgöng eru eðlilegur hluti af vegagerð og umferðarmannvirki þarf að bæta vegna umferðar- þunga. Og það þýðir að við þurfum að tileinka okkur þá hugsun að bætt umferðarmann- virki eru fyrir alla landsmenn – sama hvar þau eru á landinu. Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nýjar kröfur og nýir tímar í samgöngumálum UMRÆÐAN Lífeyrissjóðir Friðrik J. Arngrímsson skrifar afhjúpandi grein um aðför líf- eyrissjóðanna að öryrkjum undir fyrirsögninni „Öryrkjana burt úr lífeyrissjóðunum“. Þar færir hann rök fyrir því að öryrkjar eigi bara að vera á bótum Tryggingastofnun- ar, en hinir öflugu lífeyrissjóðir bara að vera fyrir ellilífeyrisþega. Þetta málefnalega sjónarmið má ræða, en félagshyggjufólk sér að það væri aðeins fyrsta skrefið í einkavæð- ingu sjóðanna. Um aðförina að 2.300 öryrkjum gildir hinsvegar að taka átti af þeim virk lífeyrisréttindi meðan réttindi annarra sjóðfélaga voru jafnvel aukin á sama tíma. Maður tryggir ekki eftir á og því síður breytir maður reglum og framkvæmd eftir á til að skerða virk réttindi þeirra sem treysta á samtryggingarþátt lífeyrissjóðanna. Réttur líf- eyrishafanna sem byrjaðir eru að taka lífeyrinn er einfaldlega var- inn af eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Friðrik er forystumaður LÍÚ, sem telur að úthlutun kvóta sem skapaði nokkrum mönnum tug- milljarðagróða sé varin af eignar- réttarákvæðinu. Þegar í hlut á fólk sem flest hefur 1 til 2 milljónir í árstekjur og treystir á 20 þúsund króna lífeyrisgreiðslu í lífsbarátt- unni þá telur Friðrik það ekki varið af eignarréttarákvæðum stjórnar- skrárinnar. Ég vona að það góða fólk sem fer fyrir lífeyrissjóðun- um noti þriggja mánaða frestun aðgerða til að leita leiða sem tryggja líka velferð þeirra félaga sem verða fyrir örorku, einsog hinna, í stað þess að reyna að losna bara við okkur einsog Friðrik vill. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þú tryggir ekki eftir á HELGI HJÖRVAR Sem þýðir að malarvegirn- ir verða að hverfa og í stað þeirra þurfa að koma vegir með bundnu slitlagi, það þýðir tvöföldun þjóðvega og stund- um lýsingu þeirra, að jarðgöng eru eðlilegur hluti af vegagerð og umferðarmannvirki þarf að bæta vegna umferðarþunga. H vort eiga fjölmiðlar að leitast við að sýna samfé- lagið eins og það er, eða eins og þeim finnst það eigi að vera? Í mínum huga er ekki nokkur efi um að hið fyrr- nefnda er grundvallarskylda fjölmiðla. Þeir blaða- menn og fréttamenn sem ekki treysta sér til að undirgangast þær kvaðir sem því fylgja, heldur kjósa þess í stað að flytja fréttir eins og þeim finnst að hlutirnir eigi að vera, en ekki eins og þeir eru í raun og veru, bregðast með því trúnaði við lesend- ur, áhorfendur og hlustendur sína. Í Kastljósi í fyrradag og í Morgunblaðinu á sunnudag var rætt við móður poppstjörnunnar Dr. Mister. Í þessum viðtölum kom fram sú skoðun að fjölmiðlar hafi veitt lífstíl sonar hennar of mikla athygli, sem sé slæmt fyrir hann sjálfan og „ábyrgð- arlaust“ gagnvart unglingum sem eru aðdáendur hljómsveitar sonarins. Ástæðan er að Dr. Mister, eða Ívar Örn Kolbeinsson eins og hann heitir réttu nafni, hefur í viðtölum gefið út stór- karlalegar yfirlýsingar um taumlaust líferni sitt, kynlíf, sukk og ómælda kókaínást. Nú vill svo til að Ívar Örn/Dr. Mister er ekki sköpunarverk fjölmiðla. Þeir sem bera ábyrgð á því hvernig hann kýs að lifa sínu lífi eru einhverjir allt aðrir. Ívar Örn komst í sviðsljósið vegna þess að hann er annar helmingurinn í vinsælli hljómsveit sem heitir Dr. Mister & Mister Handsome. Ívar er fyrir sitt leyti fulltrúi ákveðins skika af íslensku samfélagi sem hverfur ekki þótt vissir fjöl- miðlar kjósi að fjalla ekki um það. Og það er ekkert nýtt að kynlíf, dóp og rokk og ról þyki umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Bubbi Morthens hefur til dæmis allt frá því að hann kom fram á sjónarsviðið fyrir tæpum þremur áratugum fjallað opinskátt um alla þessa þætti lífs sins. Nýjasta viðtalið við Ívar Örn, sem birtist í vikublaðinu Sirk- us, var hvorki töff né kúl. Það var sorglegur vitnisburður um ungan mann sem er haldinn sjálfseyðingarhvöt á háu stigi. Við megum ekki gleyma því að Ívar Örn gerir ekkert tilkall til að vera fyrirmynd annarra um hvernig á að hegða sér. Ein- staka fótboltamenn og poppstjörnur geta haft áhrif á hvern- ig börn og ungt fólk klippir sig og klæðir en þegar kemur að því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu, sækja börnin fyrirmyndir sínar til sinna nánustu. Þar liggur hin eig- inlega ábyrgð. „Gott dagblað, geri ég ráð fyrir, er þjóð að tala við sjálfa sig,“ sagði bandaríski rithöfundurinn Arthur Miller fyrir um 35 árum. Hugsunin sem felst í orðum Millers er sú sama og þegar talað er um að góður fjölmiðill sé spegill á það samfélag sem hann starfar innan. Og það gildir líka þótt myndin sem blasir við í speglinum sé ekki alltaf fögur. Fjölmiðlar eiga að sýna samfélagið eins og það er, ekki eins og það á að vera: Þjóð að tala við sjálfa sig JÓN KALDAL SKRIFAR Lýður Oddsson bestur Tólf stjórnendur stórfyrirtækja eru spurðir í Fítonblaðinu hvaða auglýsing frá síðasta ári sé eftirminnilegust. Flestir, eða fjórir, nefna Lottó-auglýs- ingarnar með Lýði Oddssyni í aðal- hlutverki leiknum af Jóni Gnarr. Þrír forstjórar nefna auglýsingu Icelandair sem ber nafnið „Góð hugmynd frá Íslandi“. Meira að segja framkvæmda- stjóri Iceland Express viðurkennir það. Tveir forstjórar, þeir Guðbrandur Sig- urðsson hjá MS og Bjarni Ármannsson hjá Glitni, gátu ekki nefnt annað en sínar eigin auglýsingar. Hverjum fannst annars auglýsingar MS eftirminni- legar? Hræddir kjósendur Á árlegum fundi Landssambands kúabænda í Þingborg á dögunum flykktust þingmenn og prófkjörsfram- bjóðendur á fundinn og héldu miklar ræður. Það vakti athygli fundarmanna að landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, talaði af nokkrum trega og fannst mörgum eins og hann væri að kveðja. Sagði hann meðal annars að mikið hefði verið byggt í tíð tveggja landbúnaðarráðherra, Ingólfs frá Hellu og Guðna frá Brúnastöðum, og von- aði að svo yrði í tíð arftaka síns. Þegar Guðni settist spurði Kjartan Ólafs- son alþingismaður Guðna: „Ertu að hætta?“ Guðni svaraði á augabragði: „Nei, ég var bara að hræða þá.“ Sérvaldar konur Fyrsti fundur Exedra, sem kallað er „vettvangur umræðna fyrir valinn hóp áhrifamikilla kvenna úr öllu atvinnulífinu”, var haldinn í fyrra- dag. Þessi hópur samanstendur af konum sem tengjast viðskiptum, fjölmiðlum, stjórnmálum, mennta- málum, heilbrigðismálum og listum. Hittust þær í Iðusölum og munu gera mánaðarlega. Sex manna nefnd ákveður viðfangsefni hvers fundar. Í henni eru: Eva María Jónsdóttir, Halla Tómasdóttir Viðskiptaráði, Ingibjörg Pálmadóttir eigandi 101 hótel, Sigríður Rut Júlíusdóttir lögfræðingur, Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofn- unar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra. bjorgvin@frettabladid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.