Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 74
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR34 nám, fróðleikur og vísindi 20 .8 00 23 .3 20 2005 1997 20 .6 04 2001 Ráðstefna um lífstærðfræði til minningar um Kjartan G. Magnússon verður haldin í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, laugardaginn 28. október klukkan 9. Kjartan G. Magnússon var prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands, en hann lést langt fyrir aldur fram nú fyrr á árinu. Markmið ráðstefnunnar er að kynna rannsóknir sem tengjast helstu áhuga- sviðum hans innan lífstærðfræði. Frekari upplýsingar um dagskrána má finna á www.raunvis.hi.is/KGM ■ Ráðstefna um lífstærðfræði Til minningar um Kjartan G. Magnússon Menntamálaráðuneytið og Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins bjóða til náms- stefnu til að kynna verkefnið um viðmið um æðri menntun og prófgráður og þekkingu, færni og hæfni. Slík viðmið hafa verið samþykkt í tengslum við Bologna-ferlið í Evrópu. Samkvæmt nýjum lögum um háskóla er gert ráð fyrir að allir háskólar skilgreini sitt nám út frá slíkum viðmiðum. Námsstefnan verður haldin 30. október næstkomandi í Norræna húsinu og hefst klukkan 9. ■ Námsstefna Viðmið um æðri menntun og prófgráður Listvinafélag Hallgrímskirkju og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum boða til ráðstefnu um Hallgrím Pétursson og samtíð hans, laugardaginn 28. október. Ráðstefnan verður haldin í Hallgrímskirkju og hefst hún klukkan 10 með því að Svanhild- ur Óskarsdóttir fundarstjóri mun setja þingið. Með kaffi- og hádegisverðarhléi mun ráðstefnan standa til 15.40 og eru allir velkomnir. ■ Ráðstefna Samtíð Hallgríms Péturssonar > Fjöldi nemenda í framhaldsskólum á landinu Kjarni málsins Björn útskrifaðist með MS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá HÍ 21. október. Hann segist ánægður með verkfræðinámið í skólanum. „Kennararnir eru mjög góðir. Beintengingin við atvinnulífið er alltaf að verða meiri; það finnst mér vera góð þróun. Flestir fara að vinna á þeim sviðum sem þeir gera lokaverkefnin sín á.“ Björn starfar hjá áhættustýr- ingu KB banka. „Það sem við gerum er í grófum dráttum að passa upp á að bankinn tapi ekki peningum.“ Björn segir að stór hluti þeirra sem útskrifast úr verkfræðinni í dag fari að vinna í bönkum. „Sumum verkfræð- ingum finnst þessi þróun ekki góð því slæmt sé að missa alla verkfræðingana til bankanna. Það er auðvitað spurning hversu mikið verkfræðimenntunin nýtist beinlínis í störfunum í bönkunum.“ „Ég ætla að halda því opnu hvort ég fer í framhaldsnám, núna ætla ég að vinna í eitt til tvö ár og taka svo kannski eins árs master í fjármálum í útlöndum,“ segir verkfræðingurinn nýútskrifaði sem hlaut Nýsköpunar- verðlaun forseta Íslands árið 2005, ásamt félaga sínum Gunnari Erni Erlingssyni. Verkefni þeirra snerist um hvernig rýma ætti miðbæinn af fólki ef hættuástand skapaðist og bjuggu þeir til hermilíkan sem líkti eftir slíkum aðstæðum til að prófa niðurstöður sínar. NEMANDINN: BJÖRN BJÖRNSSON VERKFRÆÐINGUR Mikil eftirspurn eftir verkfræðingum í bönkunum Peggy Burks er skólastjóri opinbers skóla í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Hún mælir með kynjaskiptum opinber- um skólum og segir kynja- skiptingu fyrri tíðar hafa verið á röngum forsendum. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjalla- stefnuskólanna, segir Burks nota aðferðina sem jafnrétt- isáhald til að jafna aðstöðu- mun ríkra og fátækra. Peggy Burks, skólastjóri opinbers skóla fyrir 5 til 8 ára stúlkur í fátækrahverfi í Dayton í Ohio, hélt fyrirlestur á 300 manna ráð- stefnu Hjallastefnunnar sem var haldin á Selfossi dagana 19. til 21. október. Skólinn hefur verið starfandi í eitt ár og eru um 80 prósent nem- endanna blökkustúlkur. „Vísinda- legar rannsóknir sýna að stúlkur og strákar eru ólík og að þau þurfi að læra á mismunandi hátt,“ segir Peggy sem viðurkennir að kynja- skiptur skóli kunni að hljóma eins og skref aftur til fortíðar, því í gamla daga hafi skólar gjarnan verið kynjaskiptir. „Munurinn er hins vegar sá að hér áður fyrr voru skólar kynjaskiptir á röngum forsendum, en þær rannsóknir sem ég byggi skólastarfið á eru vísindalegar og byggjast á rann- sóknum sem sýna fram á að heili drengja og stúlkna sé ólíkur,“ segir skólastjórinn og bætir því við að stúlkur þurfi auk þess rólegra umhverfi en drengir. Margrét Pála Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjallastefnuskól- anna, og hugmyndafræðingur Hjallastefnunnar, en í henni hefur verið notast við kynjaskiptingu síðastliðin sautján ár, segir að hug- myndir Peggy séu mikilvægar vegna þess að gamla kynjaskipt- ingin hafi lengi eingöngu verið notuð í einkaskólum í Bandaríkj- unum. „Það sem Peggy gerir er að beita aðferðinni sem jafnréttis- áhaldi til að jafna aðstöðumun ríkra og fátækra. Það er svo merki- legt fyrir okkur á þessu vellauð- uga landi að kynnast þeirri hlið því mikið af börnunum í skólanum hjá Peggy eru fátækar blökkustúlkur. Að hafa skóla kynjaskipta er því ekki bara bundið við Hjallastefnu- skólana, eða við ríka einkaskóla í öðrum löndum, heldur vill fram- sæknasta skólafólkið nota þessa aðferð til að bæta aðstöðu allra barna. Jafnréttisskortur kynjanna er ein af grundvallarskekkjunum í því að við getum kallað okkur lýð- ræðisríki,“ segir Margrét Pála og augljóst er að hún er ánægð með útbreiðslu hugmyndarinnar um kynjaskipta skóla. „Það var því gríðarlega áhuga- vert að heyra hvað Peggy hafði að segja, það snerti hjörtu okkar sem höfum verið að vinna þessari aðferð fylgi hér heima og á Norð- urlöndunum að hlusta á hana, sem kemur úr allt öðrum aðstæðum en við, en skynjar samt sömu styrk- leikana og veikleikana í kynja- skiptu skólastarfi og við. Það er nauðsynlegt að muna að við erum ekki ein í heiminum.“ ingi@frettabla- Kynjaskiptir skólar eru vopn í jafnréttisbaráttu Heimild: Hagstofa Íslands Á laugardag munu tuttugu og fjórir íslenskir hönnuðir kynna verk sín í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á milli klukkan 13 og 18. Jafnframt munu nemendur Listaháskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur kynna viðskiptahugmyndir sínar sem allar eiga það sammerkt að lýsa spennandi tækifærum þar sem sérkenni íslenskrar hönnunar eru dregin fram. ■ Hönnunarmaraþon og viðskiptahugmyndir Rjómi íslenskrar hönnunar PEGGY BURKS Bandarískur skólastjóri sem hélt fyrirlestur um kynjaskipt skólastarf á ráðstefnu Hjallastefnunnar. Íslendingum á aldrinum 20 til 40 ára sem stunda háskólanám hefur fjölgað mikið á liðnum árum, að því er kemur fram í Norrænu tölfræði- handbókinni 2006. Hlutfall þeirra var 10,5 prósent af heildaríbúa- fjölda árið 2000, en fjórum árum seinna 15 prósent. Á þessum árum fór Ísland fram úr Danmörku og Noregi og jafnaði við Svíþjóð, en Finnland er efst Norðurlandaþjóð- anna; um 19 til 20 prósent þeirra eru háskólanemendur. Um helmingur þeirra Íslend- inga sem stunda nám erlendis, eru nemar á Norðurlöndunum og flestir þeirra í Danmörku. Að þessu leyti má segja að Ísland sé norræn- ast Norðurlandanna. Einnig er athyglisvert að náms- lán á Íslandi eru hærri en á öðrum Norðurlöndunum, en á móti þessu kemur að hin ríkin veita hluta aðstoðarinnar í formi styrkja sem námsmennirnir þurfa ekki að end- urgreiða. Í bókinni er líka greint frá því að vöxtur vergrar þjóðarframleiðslu á Íslandi hafi verið hærri en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og rúmlega tvisvar sinnum hærri en í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Aðeins í Noregi eru meðaltekjur á íbúa hærri en á Íslandi. - ifv Fleiri í háskóla á Íslandi en í Noregi og Danmörku: Íslendingar í háskólanámi aldrei fleiri HÁSKÓLANEMENDUR Íslenskum háskóla- nemendum á aldrinum 20 til 40 ára hefur fjölgað mikið. VILTU VIN NA SÁ SEM SVARAR 2 SPURNINGUM HRAÐAST FÆR 500.000!* BT ÆTLAR AÐ GEFA 500.000 KR. ÚTTEKT! SENDU SMS BT BTF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ 500.000KR*. VIÐ SENDUM ÞÉR SPURNINGAR SEM ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ BT A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. 10 HVERVINNUR! *S á se m v in n u r 5 00 .0 00 kr fæ r e in n d ag t il að k au p a sé r v ö ru r í v er sl u n u m B T. L ei kn u m lý ku r 1 6. n ó ve m b er 2 00 6 kl 2 4: 00 V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g u . M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . E f þ að t ek u r þ ig le n u r e n 5 m ín a ð s va ra s p u rn in g u þ ar ft u a ð b yr ja le ik in n a ft u r.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.