Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 8
ALÞJÓÐAMÁL Pétur H. Blöndal
alþingismaður hefur að ósk
forseta þings Öryggis- og
samvinnustofn-
unar Evrópu
tekið að sér að
hafa eftirlit
með fjármálum
stofnunarinnar.
Um nýtt starf
er að ræða og
er því ætlað að
tryggja þinginu
aukið vægi í
umfjöllun um fjárreiður ÖSE.
Fyrsta verkefni Péturs verður að
móta starfið og yfirfara fjárhags-
áætlun ÖSE fyrir árið 2007, en
hún nemur um 15 milljörðum
króna.
Alls eiga 56 þjóðþing frá
Evrópu og Norður-Ameríku aðild
að ÖSE-þinginu. - þsj
Pétur Blöndal í nýju starfi:
Falið eftirlit
með fjárreiðum
PÉTUR BLÖNDAL
Dögg Pálsdóttir
4.í sætiðwww.dogg.isPrófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006
Ég vil fjölga
hjúkrunarrýmum
og stytta markvisst
biðtíma eftir
hjúkrunarvistun.
Kynntu þér
áherslumál Daggar á
www.dogg.is
KOSNINGASKRIFSTOFA
Laugavegi 170, 2. hæð
opnunartími virka daga
kl. 16-22 og um
helgar frá kl. 12-18
dogg@dogg.is
sími 517-8388
LÁTUM
VERKIN TALA
1 Hver hefur verið tilnefndur
sem frambjóðandi íslenskra
stjórnvalda til embættis
framkvæmdastjóra norrænu
ráðherranefndarinnar?
2 Hvað heitir fyrsta sameigin-
lega breiðskífa Stefáns Hilmars-
sonar og Eyjólfs Kristjánssonar?
3 Hver er bæði önnum kafinn
og sömuleiðis orðinn afi?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62
VEISTU SVARIÐ?
HVALVEIÐAR Umhverfissamtökin Greenpeace
hafa safnað tæplega 90.000 undirskriftum á
heimasíðu sinni þar sem fólk heitir því að
heimsækja Ísland ef Íslendingar láta af hval-
veiðum. Samtökin leggja megináherslu á
þessa baráttuaðferð en ætla ekki að senda
skip sín til landsins til að reyna að hindra hval-
veiðarnar.
Greenpeace-samtökin telja að efnahagsleg
rök dugi best í baráttu gegn hvalveiðum
Íslendinga. Þau segja engan markað vera til
fyrir hvalkjöt og benda á að Norðmenn hafi
reynt að selja hvalafurðir til Japans í fimm ár
án árangurs. Á heimasíðu sinni hvetja sam-
tökin fólk til að íhuga Íslandsheimsókn ef
Íslendingar láti af hvalveiðum, hvort sem er
til vísindarannsókna eða í atvinnuskyni. „Við
leggjum áherslu á það val sem Íslendingar
hafa á milli þess að veiða nokkrar langreyðar
eða stórauka tekjur sínar af ferðaþjónustu
með því að hætta veiðum,“ segir Frode Pleym,
talsmaður Greenpeace-samtakanna sem er
hér á landi til að kynna sjónarmið samtak-
anna. 87 þúsund manns eru nú á lista yfir fólk
sem segjist vilja koma til Íslands ef hvalveið-
um verður hætt en til hans var stofnað árið
2003. „Koma þeirra gæti skilað 100 milljónum
bandaríkjadala í tekjur.“
Pleym segir að ferðaskrifstofur áætli að í
það minnsta 10 prósent þeirra fyrirheita muni
skila sér ef hvalveiðum verður hætt þannig að
tekjurnar verði aldrei minni 10 milljónir
bandaríkjadala. „Þetta eru meiri tekjur en
hvalveiðar hafa nokkru sinni skilað Íslending-
um á ársgrundvelli.“
- shá
Grænfriðungar eru komnir til landsins og kynntu í gær sjónarmið sín á veitingahúsinu Lækjarbrekku:
Íslendingar tapa á hvalveiðunum
FRÁ HVALFIRÐI Umhverfissamtökin Greenpeace telja
Íslendinga geta haft milljarðatekjur með því að láta af
hvalveiðum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILBERG
VINNUMARKAÐUR Ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB, telur
stöðuna á vinnumarkaði sér-
kennilega. Markaðurinn sé opn-
ari en dæmi séu um. Þegar saman
fari opinn vinnumarkaður og gíf-
urleg þensla þá sé ekki sökum að
spyrja – hingað streymi fólk án
afláts.
„Á þessu ári hafa sjö þúsund
manns komið inn á vinnumarkað-
inn erlendis frá; í septembermán-
uði einum um tólf hundruð ein-
staklingar. Er þetta heppileg
þróun? Ég segi nei,“ sagði
Ögmundur í setningarræðu á
þingi BSRB á Grand hótel í gær.
Þenslunni sé haldið uppi með
viðskiptahalla og gífurlegri skuld-
setningu. „Þegar þessu skeiði
sleppir og þrengist að, þá skulum
við hafa í huga að hinu aðkomna
vinnuafli verður ekki hent á
haugana. Þetta er lifandi fólk,
iðulega með sínar fjölskyldur og
að sjálfsögðu allar sínar mann-
legu þarfir,“ sagði hann.
„Við verðum að gæta okkur á
því að fara ekki of geyst í sakirn-
ar. Við verðum að geta búið fólki
mannsæmandi kjör og réttindi
eins og þau gerast best hjá
íslenskum þegnum. Að öðrum
kosti verður hér klofið samfé-
lag,“ sagði Ögmundur og lýsti
yfir þungum áhyggjum.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir mikil-
vægt að erlent starfsfólk njóti
fullra og sömu réttinda og aðrir,
„út á það gengur okkar barátta,“
segir hann og telur ekki ástæðu
til að þenja hagkerfið svo mikið
að kalla þurfi til erlent starfsfólk
og búast svo við að fólk hverfi
heim til sín. „Þetta fólk er að leita
sér að lífsviðurværi og kemur
hingað til langdvalar,“ segir hann
og spyr hvort Íslendingar séu að
aðstoða þetta fólk nógu vel.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, telur að hjöðn-
unaraðgerðir ríkisstjórnarinnar
séu farnar að skila árangri. Frek-
ar dragi úr þenslunni eftir ára-
mót. Íslendingar hafi reynt að
sýna varúð og vanda vel móttöku
nýrra einstaklinga. Það sé ágæt
þróun að útlendingar leiti sér
vinnu og setjist hér að.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, bendir á að Íslending-
ar hafi búið til þetta ástand og
telur að stöðugri og jafnari þróun
hefði verið æskilegri.
„En við ömumst ekki við því
að þetta fólk komi og erum ekki
talsmenn þess að loka af eða setja
upp girðingar,“ segir hann, „en
auðvitað erum við hugsi yfir því
hversu hratt þetta gerist og hve
sveiflurnar eru miklar.“
ghs@frettabladid.is
Segir nei við
fólksstraumi
Formaður BSRB telur óheppilegt að inn á vinnu-
markaðinn streymi „fólk án afláts“ og hefur þungar
áhyggjur. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, telur móttöku útlendinga vandaða.
„ÉG SEGI NEI“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, spurði hvort það væri heppileg
þróun að inn á íslenskan vinnumarkað streymdu þúsundir manna á þessu ári og
svaraði sjálfur: „Ég segi nei.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Við verðum að geta búið
fólki mannsæmandi kjör
og réttindi eins og þau gerast best
hjá íslenskum þegnum.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
FORMAÐUR BSRB
UMHVERFISMÁL Umhverfis- og fram-
kvæmdasvið Reykjavíkurborgar
ætla að ráðast í sameigin-
legar aðgerðir til að draga
úr notkun á nagladekkjum í
borginni á næstu dögum,
en dekkin eru vanalega sett
undir um komandi mánaða-
mót.
Hjalti J. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri stefnu-
mörkunar og þróunar á
umhverfissviði Reykjavík-
urborgar, segir aðgerðirnar
fyrst og fremst eiga að
höfða til skynsemi almenn-
ings með því að veita honum
upplýsingar um aðra valkosti í
dekkjanotkun yfir vetrarmánuðina.
Hann segist ekki vera að hvetja
fólk til að fórna örygginu fyrir
umhverfið. „Við erum að tala um
nagladekkjanotkun í þéttbýli þar
sem hægt er að þjónusta fólk með
mokstri, söltun og öðru slíku.“
Töluvert hefur dregið
úr notkun nagladekkja í
borginni á undanförnum
árum en að sögn Hjalta er
það ekki nóg. „Samkvæmt
Evrópureglum þá þurfum
við að lækka hlutfall svif-
ryks í andrúmslofti tölu-
vert á næstu árum. Við
erum því að ráðast að rót
vandans enda er uppspæn-
ing nagladekkja á malbiki
helsti orsakavaldur svif-
ryksins.“
Hjalti segir það kannski
lán í óláni fyrir okkur að á Íslandi
sé bæði vindasamt og töluverð
úrkoma. „Um leið og það fer að
hreyfa vind eða verða úrkomusam-
ara þá minnkar svifrykið nánast
strax.“ - þsj
Skipulagðar aðgerðir til að draga úr nagladekkjanotkun:
Höfða til skynsemi
NAGLADEKK Dreg-
ið hefur úr notkun
nagladekkja í
höfuðborginni.