Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 48
■■■■ { hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Fjörukráin og umhverfi hennar eru eitt helsta kennileitið í Hafn- arfirði og oft fyrsti viðkomustað- ur erlendra ferðamanna á leið frá Keflavík. Jóhannes Viðar Bjarna- son, veitingamaður og hóteleig- andi, hefur stundað veitingarekst- ur á þessum sama stað í sextán ár og byggt upp gríðarlega farsælan rekstur. Fyrst var veitingahúsið Fjaran þar sem boðið er upp á a la carte-matseðil en fljótlega bættist Fjörugarðurinn við þar sem haldn- ar eru hinar frægu víkingaveisl- ur. Hótelrekstur var hafinn 1998 og von bráðar var risið veglegt hótel, Hótel Víkingur, sem stækk- aði um þriðjung í sumar sem leið og er nú í stakk búið til að taka á móti hverjum sem er. „Nú eru á hótelinu fjörutíu og tvö herbergi, öll með sér snyrtingu og sum með baði og innréttuð í sönnum vík- ingaanda,“ segir Jóhannes. „Þriðja hæðin var byggð ofan á í sumar og nú gengur lyfta upp á hæðirnar til hagræðis fyrir þá sem eiga erf- itt með að klifra stiga. Það stendur til að breyta gólfinu í anddyrinu svo aðgengi fyrir hjólastóla verði betra og tvö nýju herbergjanna eru einnig sniðin að þörfum fatlaðra. Sum herbergin eru með eldhúskrók því að við erum að spá í að gera út á sjóstöng í framtíðinni hérna út á fjörðinn og þá vilja sumir geta eldað veiðina jafnharðan sjálfir.“ Jóhannes telur að á milli áttatíu og hundrað manns geti gist á hót- elinu í einu og hótelið er nánast fullbókað alla sumarmánuðina. Flestir hótelgesta yfir sumarið eru erlendir ferðamenn en Íslendingar eru að sjálfsögðu velkomnir líka enda hefur Hótel Víkingur upp á ýmislegt að bjóða allan ársins hring. „Nú erum við að búa til sér- staka pakka fyrir landsbyggðina og nágrannasveitarfélögin. Við bjóðum upp á árshátíðarpakka, leikhúspakka í samstarfi við Hafn- arfjarðarleikhúsið hérna við hlið- ina, jólahlaðborð og þorrablót. Hér getur fólk komið, gist, borðað og skemmt sér á sama stað og líka sótt menningarviðburði og verslað í Hafnarfirði.“ Á Fjörukránni er endalaust hægt að skoða sig um enda er þar fjöldi fagurra og óvenjulegra gripa. Og Hótel Víkingur fer ekki varhluta af því. Eitt af því sem er spennandi að skoða þar er hellirinn á neðstu hæðinni. „Hellirinn var fleygaður inn í hamarinn en loftið er gert úr hafnfirsku hrauni. Frá götunni lítur þetta út eins og hótelið sé byggt inn í hamarinn.“ Hellirinn er inn af matsal hótelsins og er ævin- týraheimur ljóss og hljóða. Innst synda gullfiskar í læk sem rennur meðfram veggnum og gestir hafa það fyrir satt að sjálfur Þór þrumu- guð líti þarna við öðru hvoru. Það skortir ekki hugmyndaflugið hjá Jóhannesi fjörugoða en hvað ætli sé á döfinni hjá honum núna? „Um helgina verður hér írskur hljóðfæraleikari og söngvari að spila, bæði á dansleikjunum en líka undir borðum á veitingastaðnum. Af því tilefni verður írskur matur á boðstólum á Fjörunni og írsk stemming.“ Brátt taka jólahlað- borðin við með Grýlu í helli sínum, frábærum veitingum og sannri víkingagleði. Það er alltaf eitthvað að gerast á Fjörukránni. Hótelið í hamrinum Víkingahverfið við Strandgötuna fer sístækkandi og hækkar að sama skapi. Nú hefur þriðja hæðin bæst við Hótel Víking Jóhannes Viðar Bjarnason við Hótel Víking sem stækkaði um þriðjung í sumar. Hellirinn er dularfullur og spennandi og vinsæll áfangastaður ferðamanna. Matsalurinn á hótelinu hefur á sér yfirbragð skála frá víkingatíð. Herbergin eru hvert öðru skemmtilegra og innréttingarnar og húsgögnin eru í fornum stíl og anda. Hér má funda en líka bara sitja við kertaljós að kvöldi og leysa lífsins gátur. Efnt var til netkosningar á vef Hafnarfjarðarbæjar um nafn á nýja leikskólanum og voru niður- stöðurnar lagðar fyrir fræðsluráð og bar nafnið Hamravellir sigur úr býtum. Fræðsluráð hafði lagt til nöfnin Hamravellir, Hraunkot, Hvannavellir, Mosavellir, Vallakot og Vallarendi. Í þremur fyrstu sæt- unum urðu: Vallarendi, Vallakot og Hamravellir. Hamravellir á Völlum Nýr leikskóli sem mun rísa á Völlum 6, hefur hlotið nafnið Hamravellir. Eflaust verður gaman hjá börnunum sem fá að dvelja á Hamravöllum. HAFNARBORG MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR THE HAFNARFJÖRÐUR INSTITUTE OF CULTURE AND FINE ART Strandgata 34 220 Hafnarfjörður Tel: 585 5790 Fax 565 4480 www.hafnarborg.is Listasafn Tónleikar Myndlistasýningar Gestavinnustofa Kaffistofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.