Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 98
58 26. október 2006 FIMMTUDAGUR ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Enski deildabikarinn CREWE-MANCHESTER UNITED 1-2 0-1 Solskjær (26.), 1-1 Varney (73.), 1-2 Lee (119.). MILTON KEYNES DONS-TOTTENHAM 0-5 0-1 Mido (36.), 0-2 Defoe (44.), 0-3 Defoe (51.), 0-4 Mido (60.), 0-5 Keane (90.). NEWCASTLE-PORTSMOUTH 3-0 1-0 Rossi (48.), 2-0 Solano (53.), 3-0 Solano (90.). BLACKBURN-CHELSEA 0-2 0-1 Joe Cole (53.), 0-2 Kalou (81.). CHARLTON-BOLTON 1-0 1-0 M. Bent (17.). LIVERPOOL-READING 4-3 1-0 Fowler (44.), 2-0 Riise (45.), 3-0 Paletta (50.), 3-1 Bikey (75.), 4-1 Crouch (77.), 4-2 Lita (81.), 4-3 Song (85.). Ítalska úrvalsdeildin ATALANTA-CAGLIARI 3-3 CHIEVO-AC MILAN 0-1 EMPOLI-UDINESE 1-1 INTER-LIVORNO 4-1 PALERMO-MESSINA 2-1 REGGINA-PARMA 3-2 AS ROMA-ASCOLI 2-2 SAMPDORIA-LAZIO 2-0 SIENA-CATANIA 1-1 TORINO-FIORENTINA 0-1 STAÐA EFSTU LIÐA INTERN 8 5 3 0 16-9 18 PALERMO 8 6 0 2 18-13 18 AS ROMA 8 4 2 2 13-6 14 UDINESE 8 3 4 1 10-5 13 ATALANTA 8 3 4 1 13-10 13 SIENA 8 3 4 1 9-7 12 LIVORNO 8 3 3 2 7-8 12 SAMPDORIA 8 2 4 2 14-13 10 EMPOLI 8 2 4 2 9-8 10 MESSINA 8 2 3 3 10-11 9 CATANIA 8 2 3 3 11-14 9 AC MILAN 8 4 3 1 7-4 7 CAGLIARI 8 0 6 2 7-9 6 TORINO 8 1 3 4 4-11 6 Spænska bikarkeppnin PORTUENSE-VALENCIA 1-2 ECIJA-REAL MADRID 1-1 G. SEGOVIANA-SEVILLA 0-1 DEPORTIVO-RACING SANTANDER 1-0 PENA SPORT-OSASUNA 0-0 RAYO VALLECANO-OSASUNA 1-1 MALAGA-REAL SOCIEDAD 4-1 RECREATIVO-REAL BETIS 0-0 CASTELLON-VILLARREAL 0-2 BADALONA-BARCELONA 1-2 Eiður Smári skoraði bæði mörk Barca. ATHLETIC BILBAO-MALLORCA 1-1 Þýska bikarkeppnin PFULLENDORF-KICKERS OFFENBACH 0-2 Helgi Kolviðsson sat á varamannabekk Pfullend- orf allan leikinn. OSNABRÜCK-GLADBACH 2-1 ROT WEISS ESSEN-EINTRACHT FRANKF. 1-2 DUISBURG-LEVERKUSEN 3-2 Eftir framlengingu. STUTTGART KICKERS-HERTHA BERLÍN 0-2 BAYERN MÜNCHEN-KAISERSLAUTERN 1-0 Danska úrvalsdeildin BRÖNDBY-AAB 1-2 Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Bröndby. NORDSJÆLLAND-FC MIDTJYLLAND 1-4 AC HORSENS-ESBJERG 1-1 RANDERS-VEJLE 0-1 SILKEBORG-VIBORG 1-2 Hörður Sveinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson og Hólmar Örn Rúnarsson léku allir allan leikinn fyrir Silkeborg sem tapaði í gær sínum sjöunda heimaleik í röð í dönsku úrvalsdeildinni. OB-FC KAUPMANNAHÖFN 0-0 STAÐAN FCK 13 9 3 1 24-8 30 MIDTJYLLAND 14 8 3 3 29-17 27 AAB 14 8 2 4 20-14 26 OB 14 7 5 2 18-12 26 NORDSÆLL. 14 7 2 5 29-18 23 BRÖNDBY 14 5 6 3 20-14 21 ESBJERG 14 5 4 5 26-25 19 RANDERS 13 4 3 6 16-19 15 HORSENS 14 2 7 5 10-16 13 VIBORG 14 4 1 9 14-30 13 SILKEBORG 14 2 2 10 13-28 8 VEJLE 14 2 2 10 17-35 8 Sænska úrvalsdeildin ÖRGRYTE-DJURGÅRDEN 1-1 Sölvi Geir Ottesen spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Djurgården en Kári Árnason var ekki með vegna meiðsla. ÖSTER-MALMÖ FF 2-1 Emil Hallfreðsson jafnaði metin fyrir Malmö á 43. mínútu leiksins. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Öster. Heimsbikarinn í handbolta A-RIÐILL GRIKKLAND-SPÁNN 16-22 SVÍÞJÓÐ-TÚNIS 33-34 B-RIÐILL DANMÖRK-SERBÍA 37-31 ÞÝSKALAND-KRÓATÍA 27-30 ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Iceland Express deild kv. GRINDAVÍK-KEFLAVÍK 69-72 Stig Grindavíkur: Tamara Bowie 33 (16 frák.), Hildur Sigurðardóttir 14 (10 frák., 8 stoðs.), Pet- rúnella Skúladóttir 10 (8 frák.), Jovana L. Stefáns- dóttir 6, Lilja Ó. Sigmarsdóttir 2, Íris Sverrisdóttir 2, Alma R. Garðarsdóttir 1. Stig Keflavíkur: Takesha Watson 35 (8 frák.), María Ben Erlingsdóttir 17, Margrét Sturludóttir 8 (13 frák.), Svava Stefánsdóttir 5 (12 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 3, Ingibjörg Vilbergsdóttir 2, Bára Bragadóttir 2. HAMAR-ÍS 60-68 BREIÐABLIK-HAUKAR 52-100 DHL-deild kvenna ÍBV-HAUKAR 26-29 Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 10, Valentina Radu 6, Pavla Nevarilova 4, Sæunn Magnúsdóttir 2, Andrea Löw 2, Renata Horvath 2. Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 9, Erna Þrá- insdóttir 6, Harpa Melsted 5, Sandra Stojkovic 4, Anna Stefánsdóttir 3, Sigrún Brynjólfsdóttir 2. SS-bikarkeppni kvenna STJARNAN-HK 38-25 Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 3, Rakel Bragadóttir 8, Kristín Clausen 7, Kristín Guð- mundsdóttir 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Sólveig Lára Kjærnested 3, Anna Blöndal 3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Björk Gunnarsdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Júlíanna Þórðardóttir 1. Mörk HK: Aukse Vysniauskaite 7, Rut Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Tatjana Zukovska 5, Hjördís Rafnsdóttir 1, Elísa Viðarsdóttir 4. FH-AKUREYRI 25-16 HANDBOLTI Handboltamaðurinn Arnór Atlason hefur verið að gera það gott með danska félaginu FC Kaupmannahöfn upp á síðkastið og skorað grimmt. Arnór skoraði til að mynda sex mörk í sigri Kaup- mannahafnarliðsins um síðustu helgi þegar liðið vann sinn sjö- unda leik í röð. Arnór og félagar hans í íslenska landsliðinu eru þessa dagana við æfingar í Þýska- landi en landsliðið mætir Ungverj- um í tveimur leikjum ytra um næstu helgi. Fréttablaðið náði tali af Arnóri sem segist kunna vel við sig í Kaupmannahöfn. „Það er alltaf gaman þegar vel gengur og ég kann rosalega við mig þarna. Þetta er ekki eins sterk deild og í Þýska- landi en hún er öðruvísi. Það eru mörg góð lið þarna,“ sagði Arnór sem eignaðist son fyrir þremur vikum. Arnór hefur verið að spila ýmist sem vinstri skytta eða leik- stjórnandi hjá FC Kaupmanna- höfn. „Við skiptum þessu með okkur, ég og Martin Boquist. Það er nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Mér líkar betur við þetta en að spila alltaf sömu stöðuna,“ sagði Arnór sem er með tveggja ára samning við danska liðið. FC Kaupmannahöfn er sem stendur í efsta sæti deildarinnar og Arnór segir að stefnan sé sett hátt hjá félaginu. „Þetta er hörkuklúbbur, með háleit markmið og það ætti að vera spennandi að vera þarna lengur en þessi tvö ár. Markmið félagsins er að verða stórlið á evrópskan mæli- kvarða. Við erum á toppnum núna ásamt Kolding, en bæði Kolding og GOG eru að standa sig vel í Meistaradeildinni. Svo eru líka mjög góð lið þarna eins og Skjern, Århus og Álaborg en við erum á réttri leið. Knattspyrnulið félagsins er búið að vera yfirburðalið hérna í mörg ár og nú á að leggja aukna áherslu á handboltann. Þannig að það er mikil pressa,“ sagði Arnór en þess má einnig geta að Gísli Kristjánsson, fyrrverandi leik- maður Gróttu/KR, leikur einnig með FC Kaupmannahöfn. Það er erfiður nóvembermán- uður framundan hjá Arnór og félögum hans í FC Kaupmanna- höfn, liðið leikur sjö leiki í nóvem- ber og mætir meðal annars Kold- ing, GOG og Skjern. dagur@frettabladid.is Við stefnum á að vera stórlið á evrópskan mælikvarða Akureyringurinn Arnór Atlason hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með danska handknattleiksliðinu FC Kaupmannahöfn á þessari leiktíð. MEÐ LANDSLIÐINU Hér er Arnór í leik með íslenska landsliðinu gegn Slóvenum á HM í Túnis. FÓTBOLTI Tíu úrvalsdeildarlið voru í eldlínunni í þeim sex leikjum sem fram fóru í enska deildabik- arnum í gær. Manchester United átti í erfið- leikum með Crewe á útivelli og heimamenn skoruðu mark á 15. mínútu sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo Norðmaðurinn Ole Gunnar Sol- skjær sem kom Manchester Unit- ed yfir tíu mínútum síðar með góðu marki. Heimamenn mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og sókn þeirra bar árangur á 73. mín- útu þegar Luke Varney jafnaði metin og staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Allt stefndi í vítaspyrnukeppni þegar Kieran Lee skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins, 2-1. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem sótti Liverpool heim í gær. Robbie Fow- ler var að leika sinn fyrsta leik í langan tíma og það var hann sem skoraði fyrsta mark leiksins á síð- ustu mínútu fyrri hálfleik. John Arne Riise skoraði mark stuttu síðar og Liverpool hafði yfir í hálf- leik, 2-0. Gabriel Paletta skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum áður en Andre Bikey klóraði í bakkann fyrir Reading. Peter Crouch kom Liverpool í 4-1 en Reading-menn voru hvergi af baki dottnir. Leroy Lite og Shane Long náðu að minnka muninn í eitt mark en lengra komust þeir ekki. Loka- tölur því 4-3. Englandsmeistarar Chelsea heimsóttu Blackburn. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Joe Cole kom Chelsea yfir á 53. mínútu. Salomon Kalou skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea þegar hann kom gestunum í 2-0 níu mín- útum fyrir leikslok og þar við sat. Newcastle tók á móti Ports- mouth á heimavelli sínum í gær og það var Guiseppe Rossi, sem er í láni frá Manchester United, sem kom Newcastle yfir leiknum í upp- hafi síðari hálfleiks. Perúmaðurinn Nolberto Solano skoraði tvö mörk fyrir heimamenn áður en yfir lauk. Charlton fékk Bolton í heim- sókn. Marcus Bent skoraði sigur- mark Charlton eftir sautján mín- útna leik. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn Charlton og fékk tvö ágæt færi til að skora í leiknum en tókst ekki að koma tuðrunni í netið. - dsd Sex leikir fóru fram í enska deildabikarnum í gær og þar af voru tíu úrvalsdeildarlið í eldlínunni: Manchester United marði sigur á Crewe COLE ER MÆTTUR AFTUR Joe Cole lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær og skoraði fyrra mark Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi þar sem hæst bar leik- ur Grindavíkur og Keflavíkur suður með sjó. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann þriggja stiga sigur í æsispennandi leik en liðið var þar að auki án Birnu Val- garðsdóttur sem er meidd. Stúdínur unnu góðan sigur á Hamar í Hveragerði, 68-60, og Íslandsmeistarar Hauka unnu létt- an sigur á Breiðabliki, 100-52. Keflavík var sem fyrr segir án Birnu Valgarðsdóttur og munar um minna í liði Keflavíkur. Það var greinilega mikil taugaspenna hjá báðum liðum því leikmenn gerðu mörg mistök. En leikurinn var jafn og spennandi og komst hvorugt liðið langt fram úr. Grindavík var með forystu eftir þriðja leikhluta en byrjaði þann fjórða mjög illa. Keflavík vann fyrstu sex mínúturnar í leik- hlutanum 13-3. Þær María Ben Erlingsdóttir og Svava Stefáns- dóttir komu sterkar inn á þessum leikkafla og skoruðu ellefu stig af þessum þrettán. Takesha Watson skoraði 35 stig fyrir Keflavík en 30 þeirra komu á fyrstu 25 mínút- um leiksins. Eftir það varð hún þreytt og gat ekki haldið keyrsl- unni uppi. Keflavík hélt forystunni allt til loka og vann, 72-69. Hildur Sigurðardóttir átti mjög góðan leik hjá Grindavík framan af en missti dampinn í fjórða leik- hluta er henni tókst ekki að skora stig. Stigahæst hjá Grindavík var Tamara Bowie með 33 stig. Haukar og Keflavík eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en Hamar og Breiða- blik eru enn án stiga. - esá HELENA SVERRISDÓTTIR Fór fyrir Haukum sem unnu léttan sigur á liði Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Heil umferð í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi: Þriggja stiga sigur Keflavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.