Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 40
[ ] Stólar og borð frá fyrirtækinu Flexform. Skemill og svartur stóll, sem kallast Mart, hvorir tveggja frá B&B. Borðstofu- sett einnig frá B&B. Sófinn Tufti Time og sófaborðin Fat-Fat frá B&B, með litríkum púðum frá Object Collection. Gólfmottan er frá Kasthall. Fallegur lampi frá Object Collection. Skemill sem kallast Fat Fat og sófinn Charles, hvorir tveggja frá B&B, og gólf- motta frá Kasthall. Ný húsgagna- og gjafavöru- verslun, Mood, var opnuð fyrir skemmstu og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. „Í Mood er boðið upp á húsgögn og gjafavöru í hágæðaflokki,“ segir Klara Thorarensen, rekstrarstjóri og einn eigenda verslunarinnar. „Við erum með vörur frá nokkrum af þekktustu hönnunarfyrirtækj- unum í dag, B&B Italia, Flexform og Cristalia og versluninni er skipt niður eftir þeim.“ B&B Italia var stofnað árið 1966 og hefur lengi verið leiðandi í hönnun húsgagna. „Margir af þekktustu hönnuðum heims starfa nú hjá fyrirtækinu,“ segir Klara. „Nútímalegur stíll er helsta ein- kenni húsgagnanna. Þau eru þó klassísk sem sést af því að sumir munirnir byggja á áratuga gam- alli hönnun. Við erum einnig með sérstaka vörulínu frá B&B sem kallast Max Alto, en hönnuðurinn Antonio Citt- erio stendur alfarið á bakvið hana,“ segir Klara ennfremur. „Þetta eru dökk viðarhúsgögn, sófar, stólar og svo framvegis. Þau eru heimilisleg, nýtískuleg og í hlýlegri kantinum,“ bætir hún við. Gjafavara frá B&B, í línunni Object Collection, er einnig seld í versluninni. Klara kveður munina frá fyrirtækinu einstaklega vand- aða, í raun sé nær að tala um list- muni. Vörur frá B&B hafa um árin verið seldar jöfnum höndum inn á heimili og hótel að sögn Klöru. Í því samhengi má geta þess að Bul- gari-hótelið víðfræga á Ítalíu var nýlega valið það flottasta í heimi, en það er eingöngu búið húsgögn- um frá B&B og Flexform, sem sýnir vel hversu vönduð þau eru. Flexform er rótgróið fjölskyldu- fyrirtæki, sem hefur verið til í hálfa öld. „Á síðustu tuttugu árum hefur það skráð sig á spjöld ítalskr- ar húsgagnasögu og ráðið til sín virta hönnuði,“ segir Klara. „Ákveð- in notalegheit einkenna vöruna og maður er gripinn sterkri löngun til að kúra í sófunum frá fyrirtæk- inu.“ Christalia er aftur á móti nýtt og framsækið fyrirtæki sem sér- hæfir sig í hönnun borðstofu- og skrifstofuhúsgagna að sögn Klöru. Í búðinni eru einnig sérsniðnar mottur frá Kasthall og fyrir jól verða á boðstólum vörur frá spænska húsgagnafyrirtækinu Rafemar. Athygli vekur að Mood er við Suðurlandsbraut 48, þar sem verslunin Heima var áður til húsa, en Klara rak hana einmitt. „Ég er því enginn nýgræðingur í verslun- arrekstri, þótt ég sé ung að árum,“ segir hún. „Sjálf átti ég hlut í Heima á móti föður mínum Kristj- áni Thorarensen, sem ég seldi honum nýverið. Hann á ennfrem- ur Öndvegi húsgagnaverslun, þar sem ég vann frá átján ára aldri.“ Klara segir ákveðinn mun vera á rekstri Mood og hinna verslan- anna, þar sem stór hluti vörunnar í Mood sé sérpantaður. „Annars á munurinn eftir að koma betur í ljós þar sem ekki er lengra síðan en á mánudag að búðin var opnuð.“ roald@frettabladid.is Nýtt og framsækið fyrirtæki Klara Thorarensen fyrir framan málað veggfóður frá Flexform. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Gluggatjöld geta hjálpað til við að verja heimil- ið gegn kulda. Munið samt að draga reglulega frá því annars getur myndast mikill raki á rúðunum. Hágæða ræstivörur fyrir nútíma ræstingu Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Brimnes - Nesbakki - Skipavík - Litabúðin - SR bygingavörur - Byggt og búið - Litaver - Rými - Núpur - Áfangar Kefl avík - Pottar og prik (Daggir) Akureyri - Takk hreinlæti Heilsöludreifi ng: Ræstivörur ehf - Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.