Fréttablaðið - 11.11.2006, Qupperneq 1
Stjórn Lífeyrissjóðs
starfsmanna Reykjavíkurborgar
(LSR) vill að samningnum sem var
gerður við íslenska ríkið um söl-
una á hlut borgarinnar í Lands-
virkjun verði breytt.
Ástæðan er sú að greiðslan sem
Reykjavíkurborg fær fyrir hlut-
inn sé ofmetin um 3,5 milljarða.
Þetta kemur fram í áliti frá LSR
dagsettu 6. nóvember.
„Í álitinu eru leidd rök að því að
greiðslan sem Reykjavíkurborg
fær fyrir eignarhlutinn í Lands-
virkjun sé innan við 23 milljarðar
en ekki um 27,“ segir Alfreð Þor-
steinsson, stjórnarformaður LSR.
„Þetta mál var rætt á síðasta
stjórnarfundi. Síðan var fram-
kvæmdastjóra sjóðsins falið að
senda frá sér athugasemdir. Við
viljum að samningnum verði
breytt, að hann verði gerður á
öðrum forsendum því ekki er
hægt að átta sig á því hvert raun-
verulegt mat á bréfunum er þegar
vextirnir eru breytilegir,“ segir
Alfreð.
Gagnrýni LSR er byggð á því
að íslenska ríkið greiðir fyrir eign-
arhlut borgarinnar í Landsvirkjun
með skuldabréfum sem bera
breytilega en ekki fasta vexti. Í
þessu felst að vextir bréfanna
geta breyst út frá breytum sem
eru óþekktar. Í áliti LSR kemur
fram að greiningaraðilar telji mun
meiri líkur á að vextir bréfanna
verði lægri en þrjú prósent eftir
fimm ár en að þeir verði yfir fjög-
ur prósent. Í áliti LSR er nefnt
sem dæmi að ef vextir bréfanna
verða þrjú prósent eftir fimm ár
verður verðið á bréfunum tveim-
ur milljörðum lægra en ef bréfin
hefðu haft fasta vexti.
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
segir að þessi niðurstaða, ásamt
öðrum atriðum sem hafa komið
upp á yfirborðið í þessu máli, sýni
að það þjóni hagsmunum Reykja-
víkurborgar að sest verði aftur
við samningaborðið. „Samningur-
inn um sölu á eignarhlut borgar-
innar í Landsvirkjun hefur enn
ekki verið samþykktur í borgar-
ráði og borgarstjórn,“ segir
Dagur.
Í athugasemdum Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar borgarstjóra við
álit LSR, sem lagðar verða fram á
fundi borgarráðs í dag, kemur
fram að álitið sé byggt á miklum
misskilningi. Ástæðan er sú að
samkvæmt reglugerðarbreytingu
frá 9. nóvember geti vextir skulda-
bréfanna ekki farið niður fyrir 3,5
prósent og því eigi fullyrðing LSR
um afföll á þeim ekki við.
Smáauglýsingasími550 5000
Auglýsingasími Allt550 5880
Þú getur pantaðsmáauglýsing á
Sverrir Torfason hefur keyrt vöruflutn-ingabíl milli Akureyrar og Reykjavíkur
í öllum veðrum síðastliðin 26 ár. Nú keyrir hann myndskreyttan 480 hestafla
MAN TGA.
„Ég keyri fyrir Sandblástur og Málmhúðun
sem meðal annars framleiðir alla ljósastaur-
ana í Reykjavík,“ segir Sverrir. Hann fer á
milli tvisvar til þrisvar í viku og finnst gott
að keyra MAN-inn enda eru þeir miklir félag-
ar. „Við spjöllum oft saman á leiðinni, sér-
staklega þegar færðin er leiðinleg,“ segir
Sverrir. Bíllinnn er skreyttur myndum frá
Akureyri og þeir félagar fá fyrir vikið mikl
athygli. „Það þótti til libíli
Sverri finnst gott að vera einn og gistir
gjarnan í bílnum. Þó er einn ferðalangur sem
Sverri þykir alltaf gott að hafa með. „Sonur
minn fær stundum að fara með og er mikill
trukkamaður,“ segir Sverrir brosandi.
Sonurinn sem er níu ára veit mikið um
trukka og vegakerfið. „Hann hringir stund-
um í mig og hefur þá reiknað nákvæmlega
hvar ég er staddur,“ segir Sverrir. Veðurfarið
og starfið hefur breyst mikið þessi ár sem
Sverrir hefur keyrt. „Í dag er mun meiri
hraði í samfélaginu og við erum að fást við
ófærð útaf hálku, áður var ófærð útaf of
miklum snjó,“ segir Sverrir. Hann segir að
öryggi á vegum sé ábótavant og nefni
staklega leiðina f á
80% lán
í allt að 7 ár
Bílalán TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is
Í álitinu eru leidd rök
að því að greiðslan sem
Reykjavíkurborg fær fyrir eignar-
hlutinn í Landsvirkjun sé um 23
milljarðar en ekki um 27.
Í góðum félagsskap á
þjóðvegum landsins
Heimilið
[ SÉRBLAÐ UM HÚS OG HEIMILI – LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 ]
MEIRIHÁTTARMARCEL
Flott hollensk hönnun SJÁ BLS. 14
EFNISYFIRLIT
VEFSTÓLLINN ER TÖLVAFORTÍÐARINNARFriðbjörg Kristmundsdóttir vefur til heimilisins BLS. 2
ÆVINTÝRAHEIMURENGLA OG FÓLKS VIÐESJURÆTUR
Jólamarkaður Hjördísar
BLS. 4
ÖÐRUVÍSI VEGGIRFlott veggskraut BLS. 10
HÁTÆKNIVÆDD HEIMILIRaddstýrð stjórntæki BLS. 10
LÍFLEGAR VATNSKÖNNURHressa upp á mánudagsýsuna BLS. 12
ERÓTÍK OG ÞRÍVÍDD ÍV
PÚÐAR ERU MIKILHEIMSILSPRÝÐIMjúkir og þægilegirSJÁ BLS. 12
Ævintýraheimur fólks
og engla við Esjurætur
Tæplega 70 pró-
sent töldu rétt að hefja hvalveiðar
í atvinnuskyni nú, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins. Einungis 30,6 prósent segjast
því andvíg.
Enginn munur er á afstöðu
kynjanna til þess hvort rétt hafi
verið að hefja hvalveiðar í atvinnu-
skyni, en íbúar landsbyggðarinnar
eru mun líklegri til að telja það
hafi verið rétt ákvörðun en íbúar á
höfuðborgarsvæðinu.
Meirihluti með
hvalveiðunum
Forstjóri á daginn og smá-
sagnahöfundur á kvöldin
Opið 10–18
í dag
Greiðslan ofmetin
um 3,5 milljarða
Lífeyrissjóður Reykjavíkurborgar vill að borgarstjórn endurskoði söluna á eign-
arhlutnum í Landsvirkjun. Alfreð Þorsteinsson segir erfitt að átta sig á hvernig
greiðslan var metin. Borgarstjóri telur álit lífeyrissjóðsins byggjast á misskilningi.