Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 2
Atli, er jólaundirbúningurinn að drepa sjálf jólin? Þingfest hefur verið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál fimm einstaklinga, þrigga karl- manna og tveggja kvenna, vegna tilraunar þeirra til stórfellds smygls á kókaíni hingað til lands. Málið kom upp þegar átján ára stúlka var tekin á Keflavíkur- flugvelli 9. ágúst með tæp tvö kíló af kókaíni. Með henni í för var maður á þrítugsaldri og voru þau að koma frá Spáni um Lond- on. Hann var einnig handtekinn. Við rannsókn vatt málið fljót- lega upp á sig og var þrennt til viðbótar, kona og tveir karlmenn, handtekin. Í ljós kom að 18 ára stúlka var burðardýr, en hin fjög- ur komu að meira eða minna leyti að skipulagningu smyglsins. Eitt þeirra hafði farið út til Spánar í lok júlí, að beiðni óþekkts vit- orðsmanns og móttekið fíkniefn- in. 5. ágúst afhenti hann svo burð- ardýrinu og samfylgdarmanni kókaínið á Benidorm, þaðan sem því skyldi komið hingað til lands. Efnið var falið í ferðatösku sem unga stúlkan ætlaði að taka með sér inn í landið. Auk þessa er einn karlmann- anna ákærður fyrir að hafa geymt í íbúð sinni nokkuð af hassi og tóbaksblönduðu kannabisefni. Burðardýrið var aðeins 18 ára „Það sjá allir hversu fráleit staða það er að aðalstjórn íþróttafélags bæjarins standi í málaferlum við bæjaryfirvöld sem í gegnum tíðina hafa gert sitt til að styðja við bakið á félaginu,“ segir Jómundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Íþróttafélagið Grótta hefur kært Seltjarnarnesbæ til úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál og krafist þess að nýtt deiliskipulag á Hrólfs- skálamel verði fellt úr gildi. Í nýja skipulaginu sé ekki gert ráð fyrir eitt þúsund fermetra viðbyggingu við íþróttamiðstöðina eins og sam- þykkt hafi verið í bindandi íbúa- kosningu á Seltjarnarnesi. „Auðvitað eru menn hjá bænum ekkert sáttir við það og við ekki heldur að þetta þurfi að fara svona langt,“ segir Bjarni Torfi Álfþórs- son, formaður Gróttu. „En það hefur mikið gerst á síðustu dögum sem gefur okkur ástæðu til að ætla að við náum saman og að það finnist einhver málamiðlun svo allir geti unað glaðir við sitt.“ Bæjarstjórinn segist vongóður um að málið leysist í sátt: „Málarekstur fyrir úrskurðar- nefndinni tekur afar langan tíma og það þýðir bara að niðurstaða myndi dragast á langinn. Ég hef fundið fyrir vaxandi skilningi á því sjónarmiði meðal þeirra sem starfa að málefnum Gróttu að það yrði hvorki bænum né íþrótta- félaginu til hagsbóta.“ Jónmundur segir kæruna á misskilningi byggða og í raun and- stæða hagsmunum Gróttu. Í fyrir- huguðu deiliskipulagi fyrir íþróttamiðstöðina sé gert ráð fyrir nýjum íþróttamannvirkjum á rúmlega tvö þúsund fermetrum. Þetta rými sé þó eyrnamerkt líkamsrækt, stúkubyggingu, barnasundlaug og fleiru en ekki fimleikum eins og Grótta vildi með eitt þúsund fermetrana. „Þessir þúsund fermetrar sem talað er um að vanti eru því aug- ljóslega til staðar í fyrirhuguðu deiliskipulagi íþróttamiðstöðvar- innar,“ segir bæjarstjórinn. Að sögn Jónmundar á söluvirði byggingarréttar á Hrólfsskálamel að stórum hluta fjarmagna frekari uppbyggingu á íþróttamannvirkj- um bæjarins: „Því má segja að það kæmi íþróttafélaginu mjög illa ef þeim gengur vel með sína kæru því þá er skipulagið í uppnámi og þá verður erfitt fyrir okkur að hafa peninga til þessara fram- kvæmda.“ Bæjaryfirvöld kærð fyrir að hunsa íbúa Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi segir kæru Gróttu á hendur bænum geta komið íþróttafélaginu mjög illa. Grótta vill að nýsamþykkt deiliskipulag verði fellt úr gildi því það sé ekki í samræmi við skilyrði bindandi íbúakosningar. Heilbrigðisráðherra Íraks, Ali Al-Shamari, heldur því fram að mannfall óbreyttra borgara í stríðinu í Írak sé á bilinu 100.000 til 150.000 manns. Breska sjónvarpsstöðin BBC hafði þetta eftir Al- Shamari þar sem hann var á ferð í Vínarborg. Hingað til hafa opinberar tölur bandarískra og írakskra stjórnvalda verið mun lægri, yfirleitt hefur verið talað um að eitthvað í kringum 50.000 borgarar hafi látist. Þó var því haldið fram í breska lækna- blaðinu Lancet fyrir fáeinum vikum að allt að 650 þúsund Írakar hefðu týnt lífi af völdum stríðs- átakanna. Talan sem íraski heilbrigðisráðherrann nefnir er að sögn íraskra embættismanna byggð á áætlunum um fjölda líka sem borist hafa í líkhús og sjúkrahús í Írak. Samkvæmt upplýsingum frá stærsta líkhúsinu í Bagdad er þar tekið á móti um það bil 60 líkum á hverjum einasta degi að meðaltali. Eru þá aðeins taldir þeir sem látist hafa af völdum ofbeldis. Þarna eru ekki talin með lík sem berast til annarra líkhúsa í Bagdad eða annars staðar í Írak. Alls hafa nærri 2.900 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því innrásin hófst í mars árið 2003. Í þessum mánuði hafa rúmlega fimmtíu bandarískir hermenn fallið. edda.is SOKKABUXNAMÓDEL, VÍSKÍ OG MURAKAMI KOMIN Í VERSLANIR Kjörnefnd Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi kemur saman í dag til að ákveða röð frambjóðenda fyrir alþingis- kosningar næsta vor. Sturla Böðvarsson, Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristj- ánsson sækjast allir eftir endur- kjöri. Sjálfstæðismenn á Akranesi vilja fá sinn fulltrúa í fjórða sætið og varð Bergþór Ólason hlutskarp- astur í könnun meðal fulltrúaráð- sliða. Herdís Þórðardóttir tilkynnti laugardaginn 28. október að hún gæfi kost á sér. Samkvæmt auglýsingu kjörnefndar átti að tilkynna framboð „fyrir laugardag- inn 28. október“, eins og þar segir. Ásbjörn Óttarsson, formaður kjörnefndar, segist enn vera að fá tilkynningar um framboð og engin tímamörk hafi verið sett. Raðað á lista Samkynhneigðir Ísraelar héldu sinn hinsegin dag í Jerúsalem í gær þrátt fyrir harða andstöðu frá strangtrúuðum gyðingum. Nærri fjögur þúsund manns komu á útifund á íþrótta- velli í útjaðri borgarinnar en ekki þótti óhætt að hafa færri en þrjú þúsund lögregluþjóna til taks á staðnum að auki. Upphaflega var meiningin að efna til gleðigöngu í miðborg Jerúsalem, en frá því var fallið vegna fjölda hótana sem borist höfðu. Á síðasta ári tókst vopnuð- um öfgamanni að særa þrjá fundargesti með hníf. Mættu harðri andstöðu Halldór Guðbjarna- son hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Visa Íslands. Að sögn Þórólfs Jónssonar, stjórnarmanns í fyrirtækinu, var gert samkomulag milli Halldórs og félagsins um að hann léti af störfum og að nýr maður tæki við. Þórólfur segir málið ekki hafa átt sér langan aðdraganda en margt væri framundan hjá félaginu og hafi því verið ákveðið að nýr maður fylgdi þeim verkefnum úr hlaði. Visa skiptir um mann í brúnni Ríkissjóður ætlar að taka stærsta lán Íslandssögunnar á næstu vikum til að tryggja hagkerfi landsins gegn áföllum. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Þar sagði einnig að erlendir fjölmiðlar segðu lántökuna tilkomna vegna þess að Seðla- bankinn byggist við efnahags- kreppu. Hagfræðingar telja að mikil stækkun fjármálageirans hér á landi síðustu ár krefjist þess að gjaldeyrisforði Íslendinga verði aukinn. Þeir segja sterka gjald- eyrisstöðu geta forðað hagkerfinu frá miklum áföllum. Stærsta lántaka Íslandssögunnar Konan sem var flutt mikið slösuð á sjúkrahús eftir eldsvoðann á Ferjubakka 12 á þriðju- dagskvöld er látin. Hún hét Anna Hauks- dóttir og var 58 ára gömul. Eiginmaður Önnu, sem brenndist illa í eldsvoðan- um, liggur enn þungt haldinn á sjúkra- húsi. Anna var sjúkraliði að mennt. Konan er látin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.