Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 11.11.2006, Qupperneq 8
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Þúsundir manna söfnuðust saman í Egyptalandi, Sýrlandi, Jórdaníu, Líbanon og Súdan í gær til þess að mótmæla mannskæðum árásum ísraelska hersins á borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu, sem urðu nítján manns að bana á miðviku- daginn. Mótmælin snerust víða upp í almenn mótmæli gegn stefnu Bandaríkjanna í málefnum Mið- Austurlanda og stuðningi þeirra við Ísraelsstjórn. Á síðustu dögum hafa meira en fimmtíu manns látist af völdum árása ísraelska hersins á Gaza- strönd, en ísraelski herinn segir til- gang þeirra vera að koma í veg fyrir að Palestínumenn geti skotið flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Stór hluti hinna látnu var á barnsaldri. Samkvæmt upplýsing- um frá Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna hafa 19 palestínsk börn fallið í þessum mánuði, þar af tvö á Vest- urbakkanum og 17 á Gazaströnd. Þar með er nóvembermánður orðinn mannskæðasti mánuður árs- ins meðal palestínskra barna. Ein- ungis í júlí hafa fleiri palestínsk börn látist af völdum átaka, en þá týndu fjörutíu þeirra lífinu. Leiðtogi Hamas-samtakanna brást við árásinni á Beit Hanoun með því að segja ekkert vopnahlé lengur í gildi og hvatti alla sem gætu til þess að ráðast á Ísrael. Ehud Olmert forsætisráðherra ætlar hins vegar að bregða sér í heimsókn til Washington í næstu viku, en málin standa þá töluvert öðruvísi en þegar hann hélt þangað síðast í vor. Þá talaði hann mikið um að Ísraelsher myndi fljótlega fara frá Vesturbakkanum að miklu leyti í beinu framhaldi af einhliða brotthvarfi hersins frá Gaza-strönd á síðasta ári. Ísraelsmenn hafa hins vegar lít- inn áhuga lengur á því að herinn fari frá Vesturbakkanum, í fram- haldi af harðvítugu stríði í Líbanon í sumar og áframhaldandi flug- skeytaárásum Palestínumanna á Ísrael. Vinsældir Olmerts meðal landa sinna höfðu minnkað um 20 pró- sent, og ekki hefur staða hans skán- að í kjölfar árásarinnar á Beit Han- oun í vikunni, sem hann sagði hafa stafað af „tæknilegum mistökum“. George W. Bush Bandaríkjafor- seti, sem Olmert ætlar að hitta í Washington, hefur einnig beðið verulegan hnekki nú í vikunni þegar Repúblikanaflokkurinn missi þingmeirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Fáir búast því við að viðræður þeirra Olmerts skili neinum umtalsverðum árangri. Árásum Ísra- ela mótmælt Þúsundir manna mættu í gær á mótmælafundi gegn mannskæðum árásum ísraelska hersins á Beit Hanoun. Nærri tuttugu börn hafa fallið í nóvember. Útstreymi gróður- húsalofttegunda er minna á Íslandi en meðaltalsútstreymið í ríkjum Evrópusambandsins og hefur jafnframt dregist meira saman hér á landi undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Umhverfisstofnunar ESB, en í skýrslunni kemur einn- ig fram að Ísland standi vel að vígi gagnvart Kyoto-bókuninni og að útstreymið hér árið 2004 hafi verið tólf prósentum undir því markmiði sem sett er að meðaltali fyrir tímabilið 2008 til 2012. Mörg Evrópusambandsríki eru hins vegar átta prósentum yfir sambærilegu markmiði og eiga því lengra í land til að ná takmarkinu en Ísland. Ísland stendur vel Umhverfisstofnun gerir athugasemdir við fyrirhug- aða frístundabyggð í Borgarhól- um við Skálholt. Stofnunin telur að náttúrufari og fuglalífi geti stafað hætta af byggðinni og að borun eftir heitu vatni gæti haft áhrif á jarðhita- svæði við Skálholt. Einnig að hugsanleg séu neikvæð áhrif á ásýnd vegna staðsetn- ingar mannvirkja við svo sögufrægan stað sem Skálholt sé. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem ekki deilir áhyggjum Umhverfisstofnunar: „Sveitarstjórn Bláskóga- byggðar telur réttan far- veg að auglýsa umrædda tillögu og fá fram sjónarmið umsagnaraðila á aug- lýsingartíma.“ Lýsir áhyggjum af ásýnd Skálholts
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.