Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 10
 Stjórnvöld eiga að ganga jafnlangt eða lengra en samkeppn- isþjóðir í að skapa hagstætt rekstr- arumhverfi fyrir fjármagnsfyrir- tæki. Markaðssetja á lífeyrissjóðina erlendis og lækka tekjuskatt fyrir- tækja. Ísland gæti þannig orðið miðstöð alþjóðafyrirtækja. Þessar voru meðal hugmynda sem nefnd forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi kynnti í Þjóð- leikhúsinu í gær. Geir H. Haarde tók fram að þessar aðlögunarbreytingar þýddu ekki að gengið yrði jafn langt og í skattaparadísum Karíbahafsins. „Sú tegund fjármálastarfsemi er ekki til fyrirmyndar og kemur ekki til greina á Íslandi,“ sagði hann. Frekar skal litið til Evrópu- ríkja að fyrirmynd. Það er mat Sigurðar Einarsson- ar, formanns nefndarinnar, að fjármálakerfið ráði úrslitum í samkeppni þjóðanna. Lækka þurfi tekjuskattstofn fjármagnsþjón- ustunnar. Ávinningur þess yrði að fá erlenda fjárstrauma hingað og skattleggja þá. Sigurður benti á að umsvif fjármagnsfyrirtækja væru nú til dags stærri hluti landsfram- leiðslu en sjávarútvegurinn í heild sinni. „Rekja má þriðjung hag- vaxtar í landinu til fjármálaþjón- ustu,“ sagði Sigurður, sem telur að næstu stórvirkjanir Íslendinga finnist með því að „virkja straum- föll alþjóðlegrar fjármálastarf- semi“. Skattur á fyrirtæki lækkaður ÞETTA FÓLK Á SKILIÐ AÐ ÞJÁST SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland E N N E M M / S IA / N M 2 4 4 8 0 Sex frægir einstaklingar hafa samþykkt að gangast undir stranga meðferð sem breytt getur lífi þeirra til framtíðar. Komast þeir heilir í gegnum dagskrána sem bíður þeirra í einangrunarbúðunum í Sólheimum í Grímsnesi? SEX FRÆGIR EINSTAKLINGAR bROTNIR NIÐUR OG BYGGÐIR UPP AFTUR ÞÁTTURIN N HEFST ANNAÐ K VÖLD KL. 20.30 FYLGIST M EÐ FRÁ BYRJ UN Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir Vatna- jökulsþjóðgarð geta skilað þjóðar- búinu 11 milljörðum króna í auknar gjaldeyristekjur árið 2020. Ríkisstjórnin samþykkti í gær stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og leggur umhverfisráðherra fram frumvarp þess efnis á Alþingi. Fram kom á blaðamannafundi ráðherrans í gær að þjóðgarður- inn yrði sá stærsti í Evrópu, um fimmtán þúsund ferkílómetrar. Vatnajökulsþjóðgarður mun meðal annars ná yfir Öskju og Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum til ósa í Öxarfirði. Sagði Jónína að innan þjóð- garðsins yrðu bæði lönd í einka- eign og í eigu ríkisins og að garðurinn myndi teygja sig inn fyrir mörk átta sveitarfélaga. Heimamenn fengju meiri áhrif innan þjóðgarðins en tíðkast hefði með þjóðgarða. Samráð væri við landeigendur við mis- munandi undirtektir. Taka ætti gjald fyrir aðgang að garðinum. Stofnkostnaður Vatnajökuls- þjóðgarðs er áætlaður 1.150 millj- ónir króna og árlegur rekstrar- kostnaður verður 375 milljónir króna, að meðtöldum núverandi 125 milljóna króna rekstrarkostn- aði Skaftafellsþjóðgarðs. Tólf landverðir munu starfa við þjóð- garðinn árið um kring, auk þess sem áætlað er að sumarstörf jafngildi átta ársverkum. Ráðgjafarnefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til að tekið verði við peningum frá fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja styrkja starfsemina. „Nefndin átti fund með full- trúum ALCOA og Landsvirkjun- ar en þessir aðilar hafa lýst yfir vilja til að leggja fram umtals- verðan stuðning til Vatnajökuls- þjóðgarðs,“ segir í skýrslunni. Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri í umhverfisráðuneyt- inu, sagði að fjárstyrkir einka- aðila væru ekki ætlaðir í almennan rekstur heldur til sér- stakra verkefna á borð við stíga- og brúargerð. Umhverfisráðherra aftók að styrktarfyrirtækja yrði sérstak- lega getið innan þjóðgarðsins: „Við sjáum ekki göngustíg í boði Alcoa eða Landsvirkjunar,“ sagði Jónína Bjartmarz. Vatnajökulsþjóðgarður kostar 1.150 milljónir Vatnajökulsþjóðgarður verður stærstur þjóðgarða í Evrópu og er talinn geta skilað milljörðum í gjaldeyristekjur. Stofnkostnaður er áætlaður 1.150 milljónir króna. Alcoa og Landsvirkjun vilja styrkja þjóðgarðinn með peningagjöfum. Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir sérlega hættulega líkams- árás með því að hafa slegið annan karlmann með glasi í andlit, þannig að hann hlaut sex stóra skurði, auk fjölda skráma. Atburðurinn átti sér stað um síðustu áramót við veitingastað- inn Celtic Cross við Hverfis- götu. Árásarmaðurinn var dæmdur til að greiða hinum sem hann slasaði rúm 400 þúsund í skaðabætur, auk málskostnaðar. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn og skilorðsbatt refsinguna í þrjú ár. Slasaði mann með glasi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.