Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 18

Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 18
[Hlutabréf] Bakkavör Group hefur keypt eft- irréttaframleiðandann Rye Valley Patisserie af Kerry Group, stærsta matvælaframleiðanda Írlands. Um er að ræða verksmiðjur í Birmingham sem framleiða ferska tilbúna eftirrétti fyrir Bretlands- markað. Kaupverðið er ekki gefið upp en kaupin eru fjármögnuð með sjóðum Bakkavarar. Með þessari fjárfestingu styrkir Bakkavör sig í eftirréttum þar sem markaðs- hlutdeild félagsins hefur verið einna lægst í þeim flokkum kældra matvara sem það framleiðir fyrir breska markaðinn, eða tæpur fimmtungur af heildinni. Styrkir sig í eftirréttunum Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,04 prósent milli október- og nóv- embermánaða. Það var í takt við spár greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir engri breyt- ingu vísitölunnar til 0,1 prósents lækkunar. Það sem helst virkaði til lækk- unar vísitölunnar var að verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 3,5 prósent vegna gengislækkun- ar krónunnar og lægra heims- markaðsverðs á eldsneyti. Á móti kom að íbúðarkostnaður hækkaði um 0,6 prósent sem kom að mestu til vegna hærri vaxta. Verðbólgan mælist nú 7,3 pró- sent á ársgrundvelli og eykst úr 7,2 prósentum í október. Það er því enn langt bil milli raunveru- leikans og markmiðs Seðlabank- ans upp á 2,5 prósenta verðbólgu. Greiningardeild Glitnis segir allt benda til þess að bólgan hafi náð hámarki og úr henni muni draga hratt á næstunni. Telur hún jafn- framt líklegt að stýrivextir Seðla- bankans hækki ekki frekar nema gengi krónunnar komi til með að gefa skyndilega mikið eftir, sem virðist ólíklegt sem stendur. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,04 prósent milli október og nóvember. Verð- bólgan er enn langt frá 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Bandaríska vísindatímaritið Popul- ar Science hefur veitt stoðtækjafyr- irtækinu Össur hf. verðlaunin „Best of What‘s New“ fyrir rafeindastýrð- an gervifót með gervigreind, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þetta er annað árið í röð sem Össur hlýtur verðlaunin en í fyrra hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir vél- knúið gervihné. Meðal þeirra fyrir- tækja sem hlotið hafa verðlaunin eru BMW, Porsche, Sony og Apple. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, sagði á blaðamannafundi í gær, að fóturinn, sem byggi á svip- aðri tækni og gervihnéð og getur lagað sig að mismunandi undir- lagi, væri nýtt skref fyrir Össur. Hann vissi hins vegar ekki til að neitt annað fyrirtæki í heiminum hefði fengið verðlaunin í tvígang. Guðmundur Ólafsson, sem missti hægri fótinn eftir áralöng veikindi fyrir tveimur árum en hefur unnið með þróunardeild Össurar í gegn- um prófferli á fætinum, sýndi fót- inn og deildi reynslu sinni. Guðmundur sagði þetta mikla breytingu. Hann gæti hreyft sig eðlilega og þyrfti ekki að stilla fót- inn eftir því hvernig hann hreyfði sig. Sömu sögu var að segja um skókaup. Þau hefðu verið vanda- mál áður fyrr en heyrðu nú sög- unni til þar sem fóturinn lagar sig sjálfur að skónum. Össur verðlaunað fyrir gervifót Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hafa stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvík- ur ritað undir áætlun um sam- runa sjóðanna. Fallist stofnfjár- eigendur beggja sparisjóða á hana miðast samruninn við 1. júlí síðastliðinn. Í tillögum til funda stofnfjár- eigenda sparisjóðanna er gert ráð fyrir að eigið fé hins sameinaða sparisjóðs verði um átta milljarð- ar króna og munu stofnfjáreig- endur í Ólafsvík fá 3,2 prósent fyrir sinn snúð en stofnfjáreig- endur í Keflavík 96,8 prósent. SPKef skilaði eins milljarðs króna hagnaði á fyrri hluta ársins en hagnaður SPO var 22 milljónir króna árið 2005. Til þess að mæta skiptihlut- föllum þarf að auka stofnfé í Sparisjóði Ólafsvíkur. Sameiningin er gerð í þeim til- gangi að efla starfsemina á starfs- svæðum sparisjóðanna og sækja fram á við á nýjum vettvangi. Eigið fé upp á átta milljarða Peningaskápurinn ...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.