Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 38

Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 38
Ó skar Magnússon er einn þeirra sem má titla stórforstjóra með góðri samvisku. Hann hefur verið forstjóri stórfyrir- tækja á borð við Hagkaup, Og Voda- fone og nú Tryggingamiðstöðvar- innar. Ekki er þó ætlunin að þýfga hann um útboðsferli eða hlutafjár- aukingu hjá Tryggingamiðstöðinni hér – jafnvel þó að fyrirtæki hans hafi hækkað í Kauphöllinni um fimmtíu prósent á þessu ári – heldur spyrja hann nánar út í bók sem hann er nú að senda frá sér. Smásagna- safn og fyrstu bókina sem Óskar sendir frá sér. En ekki þá síðustu. Ekki reyndist auðvelt að ná tali af rithöfundinum Óskari Magnús- syni því hann hefur verið bókaður eins og tannlæknir undanfarna daga. Eitthvað mikið að gerast á þeim bænum. En það hafðist að ná honum á milli funda. Og þeir fundir snúast ekki um að auglýsa hina nýju bók. „Ég hef náttúrlega skrifað í gegn- um tíðina. Ég var einu sinni blaða- maður. Svo hef ég skrifað barnasög- ur fyrir mér nákomna í gegnum tíðina,“ segir Óskar. Smásagnasafnið sem nú kemur út er afrakstur tveggja ára vinnu. Telur tíu sögur og í síðustu sögunni, Hámenntaður íslenskur sveitamað- ur, er sögumaður bókmenntafræð- ingur sem fenginn hefur verið til þess af útgefanda að skrifa um sög- urnar sem á undan fara. Annars er „þarfleysa að segja Íslendingum frá höfundi bókarinn- ar. Hann er hámenntaður íslenskur sveitamaður, fjölkunnur alheims- borgari, athafnamaður en umfram allt rithöfundur. Frásagnarlist hans fær þjóðina til að hlusta. Hann forð- ast að leita oft í sama farið og yrkja sjálfan sig upp, hann heldur sífellt á nýjar slóðir með hverri sögu. Fólkið í landinu er áleitið yrkisefni höfund- ar og það sér hann á sinn sérstaka hátt en ekki undan handarkrika nokkurs annars manns.“ Ekki verður betur séð en að þarna sé Óskar að hæðast að sjálfum sér, bókmenntaumræðunni og jafnvel skjóta fyrirfram á hugsanlega gagn- rýnendur sína. Ef þeir detta ofan í klisjugryfjuna. Óskar segir sögurn- ar taka til líðandi stundar. „Þær eru allar skrifaðar á þessu ári og síðasta ári. Að þær feli í sér gagnrýni? Jahhh, eigum við ekki að leyfa lesendum að ákveða það. Þær eru í það minnsta ekki hlutlausar.“ Ekki er laust við, eins og áður sagði, að greina megi háðskan tón. Aðspurður segir Óskar það oft ágæta aðferð til að koma sínu á framfæri. Og þá þannig að lesand- anum leiðist ekki lesturinn. „Þeir eru líklegri til að klára lesn- inguna ef sú framsetning er notuð. En ekki er þar með sagt að verið sé að grínast. Þetta er vandrataður vegur.“ Á baksíðu bókarinnar er að finna loforð. Að þetta sé fyrsta en ekki ekki síðasta bók Óskars. „Þetta er loforð útgefandans. Hann hefur reynst mér vel og ég reynist honum þá væntanlega vel líka.“ Útgefandi Óskars er Citizen Press. Forlag sem er til húsa í London en í eigu Íslendinga, Björns Jónassonar, sem er kunnur útgefandi hér á landi frá fyrri tíð, og Sigurðar Gísla Pálmasonar. Björn hefur verið starf- andi úti í London undanfarin ár og Sigurður er þar búsettur. Óskar er ánægður með útgefendur sína. En aftur að rithöfundinum Óskari. Hann segir að smásagnaformið hafi ekki endilega verið það sem lá fyrir að yrði ofan á þegar skriftir hans eru annars vegar. „Þetta er alls ekki auðveldasta formið. Og hefur kostað allnokkrar innantökur að glíma við það. Ég skal viðurkenna það. En vonandi hefur það að einhverju leyti lukkast. Á endasprettinum naut ég bókmennta- legrar leiðsagnar Guðmundar Andra Thorssonar. Sem er einn kunnasti stílisti þjóðarinnar. Og síðan reyndar mjög reynds útgef- anda, Sigurðar G. Valgeirssonar. Þeir hafa haldið í hendina á mér, á vegum útgefandans, eftir að niður- staða lá fyrir um að gefið yrði út. Þetta er harðsnúið lið sjóðaðra manna af sömu kynslóð. Sem þarna kemur saman. Jón Óskar er svo einn þeirra en hann gerir kápuna.“ Þó Óskar sé virðulegur stórforstjóri á hann sér fleiri hliðar. Þeir sem til þekkja geta vitnað til um að Óskar er baneitraður húmoristi þegar hann vill svo með hafa. En ekki er þar með sagt að bókin sé eitthvert grínflipp af hans hálfu og vina hans. Síður en svo. Greinilegt er að mikið er lagt í sögurnar. Smásagnaformið er snúið en einkum eru til tveir skól- ar í þeim efnum: Svokallaðar afhjúp- andi smásögur sem lúta nokkuð ströngu formi og svo eru til smásög- ur sem eru líkt og svipmyndir þar sem dottið er inn í einhverja atburða- rás og þá horfið frá. Ekki verður betur séð en að Óskar bregði fyrir sig ýmsum stílbrögðum og form- um. „Já, þeir eru til harðir smásagna- menn sem telja smásöguna þurfa alveg sérstakt form, eitthvert sér- stakt atvik, sérstak ris og í því má finna höfunda eins og Gunnar Gunn- arsson, svo við nefnum alvöru menn,“ segir Óskar. „Svo eru ekki ómerkari höfundar en Halldór Laxness. Sem hafa skrif- að smásögur sem eru meira frá- sagnir án þess að stuðst sé við strangan strúktúr. Ég geri hvort tveggja og vil teljast fullsæmdur af. En tel þó að ekki þurfi til strangheil- agan skóla eins og sumir vilja vera láta. Í öftustu sögunni, Hámenntað- ur íslenskur sveitamaður, er ég ein- mitt að leika mér með þetta. Þar segir sögumaður að eitt og annað vanti. Þeim til hrellingar sem hafa sagt eitthvað í þá veru við mig.“ Varðandi það hvort Óskar hyggist einbeita sér að smásagnaforminu eða jafnvel reyna fyrir sér með fleiri skáldskaparform segir hann ýmsar hugmyndir á lofti. „Ég held að ekki sé við ljóðabók að búast. Ég gæti svo sem sagt ýmis- legt fleira í þessu formi. En þetta er alltaf spurningin um tíma. Ég er jú í öðru starfi...“ Sem er merkilegt út af fyrir sig. Svo virðist vera að þeir sem mega teljast rithöfundar séu nokkuð eins- leitur hópur. Og afar sjaldgæft að menn úr athafnalífinu, bisnessmenn og stórforstjórar fáist einnig við skriftir. Eins og olía og vatn. „Sennilega er það rétt. Nú veit ég ekki hvaða áhuga þeir hafa yfirhöf- uð á bókmenntum. Þetta byrjar nú yfirleitt að menn lesi mikið og hafi áhuga á slíku. Mikill hvati sem felst í því. Þannig er með mig að í ann- ríku starfi þá ferðast ég mikið og les þá mikið. Nota stundir eins og flug- ferðir til að lesa. Og les þá allt mögu- legt. Það gefur manni innblástur og áhuga.“ Óskar segir að þegar upp sé stað- ið veiti ritstörfin honum hvíld frá því sem hann fæst við frá degi til dags. Vandinn felist hins vegar í því að menn þurfa að ná upp verulegri einbeitingu þegar fengist er við skriftir. Sjálfsaga og yfirlegu. „Sérstaklega skyldi maður ekki ímynda sér að þegar sett hefur verið saman saga að þá sé maður búinn. Þá fyrst er maður að byrja. Þá reyn- ir fyrst á agann. Þegar maður telur sig vera búinn að skrifa ágætis afurð þá er komið að því að taka á sjálfum sér. Það er gaman meðan maður er að skrifa fyrsta skammtinn.“ Að gefinni þeirri forsendu að athafnamenn vorra tíma, með örfá- um undantekningum, leggi ekki fyrir sig ritstörf má það heita umturnun frá því sem var á söguöld. Þegar Íslendingasögurnar voru rit- aðar. Það var íþrótt höfðingjanna meðan kotungarnir höfðu annað að sýsla. „Voru þeir ekki meira allra handa í þá daga?“ spyr Óskar í tengslum við þær bollaleggingar. „Er sérhæfingin að gera út af við okkur. Er þetta kannski bara frekju- gangur að vera að troða sér í þennan hóp rithöfunda? Eiga einhverjir aðrir þetta svið? Það kann nákvæm- lega svo að vera. Að litið sé svo á. Ég veit það ekki. Verður maður að vera rithöfundur, bókmenntafræðingur, norrænufræðingur til að mega vera að þessu stússi? Eða voru þetta ekki bara svona helvíti burðugir menn þessir höfðingjar til forna að þeir gátu allt? Svo höfðu þeir náttúrlega menn til að drepa fyrir sig. Og gátu því setið við skriftir á meðan. Við höfum ekki eins mikið af því nú. Hvort það kann að horfa til betri vegar með það? Ég veit ekki með það.“ Athafnaskáld í orðsins fyllstu Óskar Magnússon er stórforstjóri. Stendur í brú Tryggingamiðstöðvarinnar þar sem í mörg horn er að líta. En hann fetar nú jafn- framt fyrstu skrefin á hálli braut rithöfundarferils. Óskar er að senda frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið „Borðaði ég kvöld- mat í gær?“. Í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson veltir hann því meðal annars fyrir sér hvort sérhæfingin sé ekki okkur lifandi að drepa því svo virðist sem athafnamenn fáist lítt við skriftir. Og öfugt. Er þetta kannski bara frekjugangur að vera að troða sér í þennan hóp rithöfunda? Eiga ein- hverjir aðrir þetta svið? Það kann nákvæmlega svo að vera.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.