Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2006, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 11.11.2006, Qupperneq 77
K rystian Marek Wojcik er 31 árs smiður frá Szczecin í Pól- landi. Hann hefur starfað sem smiður og verkstjóri á byggingar- svæði í Póllandi frá tvítugu og hefur nú starfað hjá Ístak frá því í janúar. Krystian er gott dæmi um hinn dæmigerða Pólverja sem hefur komið til starfa á Íslandi síðustu misserin. Krystian starfaði á vegum Ístaks við byggingu Ikea í Garða- bæ fyrr á árinu og vinnur nú við byggingaframkvæmdir þar í grenndinni. Hann hefur fimm ára menntun sem smiður úr tækni- skóla í heimaborg sinni, Szczecin, og hefur starfað á byggingasvæð- um þar og í borginni Stovgovd Szczecinski. Hann segist hafa komið til Íslands út af peningun- um, hann fái miklu betri laun hér. „Vinur minn hringdi í mig og sagðist hafa fundið vinnu á Íslandi á Netinu. Hann spurði hvort ég vildi koma með til Íslands ef við fengjum vinnuna og ég ákvað að slá til,“ segir Krystian. Krystian vinnur tíu tíma á dag nú í skammdeginu og átta tíma á laugardögum. Hann er ánægður með launin, fær ókeypis húsnæði og að hluta til ókeypis fæði. Hann býr í stóru húsi í Hafnarfirði á vegum Ístaks þar sem þeir búa saman átján samstarfsmenn. Krystian á fjölskyldu heima í Póllandi, eiginkonu sem starfar í Ráðhúsinu í Szczecin og tvo stráka, sextán ára og tveggja og hálfs árs. Hann fer heim á sex mánaða fresti og dvelst hjá fjölskyldunni í hálf- an mánuð. Hann hefur áhuga á að vinna hér út næsta ár og klára verkefni Ístaks í Garðabænum, fara þá heim til Póllands og ákveða með fjölskyldunni hvort þau vilji flytja hingað öll og setjast hér að. Vinur fann vinnuna á netinu U m mánaðamótin júní-júlí voru íbúar landsins rúmlega 300 þús- und og voru horf- ur á því að fólks- fjölgunin yrði nálægt þremur prósentum á árinu. Það er meiri fjölgun á einu ári en hefur verið í áratugi. Í septemberbyrjun var ljóst að um og yfir sjö þúsund útlendingar hefðu komið til lands- ins fyrstu níu mánuði ársins. Útlendingar eru nú taldir vera um sextán þúsund talsins, þar af er talið að um átta þúsund og fimm hundruð hafi komið á þessu ári. Útlendingar eru taldir vera nú um 5,4 prósent mannfjöldans á land- inu. Í dag eru það fyrst og fremst karlar sem koma hingað til lands og flestir fara þeir til starfa í fram- kvæmdum og byggingariðnaði. Segja má að hinn dæmigerði útlendingur sé pólskur karlmaður á fertugsaldri, líklega 37 ára eða tæplega það, kvæntur með konu og eitt til tvö börn í Póllandi. Hann kemur hingað peninganna vegna, til að geta búið fjölskyldunni betra líf. Pólverjinn hefur ráðið sig í beint ráðningarsamband hjá verktaka- fyrirtæki hér í gegnum vinnumiðl- un í Póllandi eða í gegnum kunn- ingsskap hér á landi og í Póllandi. Hann starfar í byggingariðnaði fyrir austan, eða á höfuðborgar- svæðinu, og er annaðhvort á iðn- aðarmanna- eða verkamannalaun- um. Það fer þó algjörlega eftir fyrirtækjum. Ef Pólverjinn er iðn- lærður er hann að öllum líkindum trésmiður. Margir eru líka bíl- stjórar. Hinn dæmigerði útlendingur er líklega félagsmaður í Samiðn eða Eflingu ef hann starfar á höfuð- borgarsvæðinu eða Afli starfs- greinafélagi fyrir austan. Hinn dæmigerði pólski iðnað- armaður á höfuðborgarsvæðinu hefur líklega um 290 þúsund krón- ur upp úr krafsinu á mánuði. Byggingaverkamaðurinn hefur 125.850 krónur í grunnkaup, er þá í sjötta launaflokki á Eflingartaxt- anum með eins árs starfsreynslu. Ef hann er með þriggja ára starfs- reynslu fær hann 129.201 krónu í dagvinnulaun á mánuði. Sé hinn dæmigerði útlendingur iðnaðarmaður með viðurkennt sveinspróf þá hefur hann 184.575 krónur í dagvinnulaun á mánuði samkvæmt samningum Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Þá er miðað við eitt ár í starfsreynslu. Hafi hann þriggja ára starfs- reynslu er hann með 189.662 krón- ur. Rétt er að taka fram að hinn dæmigerði útlendingur vinnur myrkranna á milli, tíu til ellefu tíma á dag, fimm daga vikunnar og átta tíma á laugardögum. Hann fær yfirvinnu borgaða samkvæmt því. Hann er óhemjuduglegur og mikill bjartsýnismaður, telur sig geta gert allt hvað sem allri menntun og réttindum líður. Útlendingur, sem starfar fyrir austan, býr þar í vinnubúðunum og hefur eitt herbergi út af fyrir sig. Starfi hann á höfuðborgar- svæðinu er erfiðara að segja til um húsnæðið þar sem engar opin- berar tölur eru um það. Af samtöl- um við menn í verktakageiranum að dæma búa nokkrir saman í íbúð, oft tveir saman í herbergi og útvegar vinnuveitandinn oftast húsnæðið. Ef Pólverjinn leigir sjálfur þá deilir hann húsnæðinu með öðrum og borgar kannski um og yfir 30 þúsund í leigu á mán- uði. Hinn dæmigerði útlendingur er tímabundið við störf hér á landi og allar líkur eru taldar á því að hann hverfi aftur til heimalandsins eða fari til annars lands þegar störf- um hans er lokið hér á landi. Ein- hverjir velta því þó fyrir sér að setjast hér að og festa rætur og sýna opinberar tölur þá tilhneig- ingu í auknum mæli, til dæmis tölur um börn með erlent ríkis- fang í leikskólum og grunnskól- um. Í opinberum gögnum kemur fram að karlmenn eru í miklum meiri- hluta þeirra útlendinga sem koma hingað til lands, eða tvöfalt fleiri en konurnar, og er það breyting frá því sem áður var þegar konur voru í meirihluta. Langflestir þeirra koma frá nýju ríkjunum átta í Evrópusambandinu en einn- ig koma margir frá ríkjum utan Evrópu. Pólverjar eru langflestir á Íslandi eins og staðan er í dag, Litháar eru einnig margir og svo eru Kínverjar stór hópur, sérstak- lega þó fyrir austan. Langflestir karlanna fara til starfa í byggingariðnaði og eru langstærstu einstöku vinnuveit- endurnir fyrir austan, Impregilo og Bechtel, og stóru verktakafyr- irtækin á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis Ístak og ÍAV. Tölur hjá Hagstofunni sýna að konur voru hér áður fyrr í meiri- hluta þeirra sem komu til landsins og fóru gjarnan í fiskvinnslu út um landið. Þessi þróun er gjör- breytt. Nú eru það karlarnir sem koma fyrst og fremst hingað til starfa og þeir búa flestallir og starfa á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan. Fiskverkakona í Eflingu er 31 árs og fær sömu laun og Eflingar- maðurinn, rúmlega 125 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu. Hún fær um og yfir 120 krónur í bónus á tímann. Bjartsýnir farandverkamenn Pólskur karlmaður milli þrítugs og fertugs kemur til Íslands í leit að tímabundinni vinnu í byggingariðnaði en skilur fjölskylduna eftir í Póllandi. Guðrún Helga Sigurðardóttir dregur upp mynd af því hvernig hinn dæmigerði útlendingur lítur út. • 13.778 ÚTLENDINGAR Á ÍSLANDI 2005 • 9.580 HAFA KOMIÐ TIL LANDSINS 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.