Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 79

Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 79
Þ etta er tímamótasýn- ing. Hvað hef ég hald- ið margar sýningar? Ég veit það ekki. Alveg örugglega … bíddu, ein, tvær … nei, ég veit það ekki. Örugglega sex til sjö stórar einkasýningar.“ Spessi hefur verið lengi að, með hléum þó. „Tuttugu ár? Já, eða síðan 1990. Eða, sko, ég tók myndir þegar ég var tíu ára. Fór þá út með mynda- vél. Bara til að taka myndir. Eins og prófessional ljósmyndarar gera. Klára filmuna. Venjulegt fólk tekur eina mynd og svo tvær eftir mánuð. Svo gerðist ekkert fyrr en ég er 24 ára. Þá bjó ég í Kaupmannahöfn og keypti mér eldgamla Canon vél. Og þar var líka Siggi vinur minn áhugaljós- myndari sem kenndi mér á vélina. Ég var mjög fljótur að skilja hvernig myndavélin virkaði. Var einhvern veginn alveg með þetta á hreinu. Og byrjaði að taka myndir. Strax komu flottar myndir. Ég var að þvælast í Kristjaníu með myndavél í allri hassvímunni. Þær voru að virka. Það var eitthvað. Einhver galdur.“ Og þannig byrjaði það. Spessi bjó í Kaupmannahöfn í eitt og hálft ár. „Já, og var mikið niðri í Kristj- aníu. Var á sósíalnum. Vaknaði á daginn og fór niður í Kristjaníu. Hékk á Felleskökken.“ Líður tíminn og 9. áratugurinn rennur upp. Spessi tók myndir, ómarkvisst þó. „Ég var eitthvað farinn að kunna að framkalla og svona. Fer ég til Hollands í skóla. Svo kemur sumarið og ég heim. Er að fara í skólann aftur næsta vetur. Þá er Gunnar Smári og þeir að taka við Pressunni. Þá vantaði ljósmynd- ara. Ég sæki um og fæ bara djobb- ið. Skemmtilegt tímabil og mikið að gerast. Ég myndaði allt blaðið. Þarna voru framsæknir menn. Jón Óskar var í umbrotinu og ég hafði mikið frelsi. Og var mjög frum- stæður í aðferðum. Notaði aldrei flass. Var skrítinn blaðaljósmynd- ari. Var með þrífót og var lengi að taka myndir. Lúxorlampi notaður og það sem var til á staðnum. Ég var að vinna við hliðina á Einari Óla ljósmyndara fyrir Alþýðu- blaðið. Hann er einn sá skrautleg- asti í myrkrakompunni. Með inn- byggðan tæmer í stækkuninni. Stórfurðulegt hvernig hann gerði þetta. Ég lærði mikið af honum.“ Spessi var í tvö ár á Pressunni. Í botnlausri vinnu. „Strax vinn ég til verðlauna á blaðaljósmyndarasýningu fyrir portrettmynd af Hallgrími Helga- syni. Mér fór strax að ganga vel. Ljósmyndir þar voru öðruvísi en voru að birtast í öðrum blöðum. Þá. Af einhverjum ástæðum rekur Gunnar Smári mig. Ég held að hann hafi bara verið eitthvað pirr- aður. Og ég sem fékk verðlaun bæði árin. En þegar ég horfi til baka þakka ég Gunnari Smára fyrir að hafa sparkað mér. Þá þurfti ég að hugsa upp á nýtt. Var að vinna í lausamennsku eftir þetta, gerði plötu-cover og svona. Síðan fer ég að spá í hvað ég væri að gera. Hvað situr eftir? Eftir alla þessa vinnu. Portrett þar og portrett hér. Ekkert samhengi. Mér fannst þetta vera tilgangs- laust. Ekki neitt merkilegt sem maður var að gera. Vonleysistíma- bil.“ En árið 1993 bregður Spessi sér aftur í skóla. „Ég valdi myndlistarskóla. Ekkert að pæla í ljósmyndum bara. Og ekkert verið að spá í hvort mynd sé falleg eða ljót – allt gengur út á hugmyndina. Consept- skóli. AKI í Hollandi. Já, neinei, ég var alveg streit þegar ég fór til Hollands. Engin hassvíma þá. Í skólanum var skemmtileg umræða, pælingar um myndlist: Hvað er hún? Hvenær verður ljós- mynd myndlist? … Fyrstu önnina tók ég enga mynd. Var bara að pæla, skoða myndlist og sýningar. Ég gerði eina stóra sýningu í skól- anum. Lenti inni á síðasta ári í þessum skóla. Og fékk ég að taka lokapróf. Hafði verið búinn að gera svo mikið. Fékk sjálfur að velja mér kennara. Og velja hvað ég vildi gera. Athyglisvert. Öll sýningin mín var unnin í húsinu sem ég bjó í. Fór ekkert lengra með myndavélina.“ Þegar Spessi kemur heim er allt breytt. Ljósmyndir hans einnig. „Ég er þá orðinn allt öðruvísi hugsandi maður í sambandi við ljósmyndun. Um myndlist og ljós- myndun og allt mögulegt. Síðan hef ég bara einhvern veginn mynd- að út frá einhverjum hugmyndum frekar en mynda bara eitthvað. Í dag mynda ég ekkert nema ég sé búinn að pæla eitthvað í því. Og hef gert mörg konsept-verk eftir það. Seríur: Hetjur. Maður. Fólk. Bens- ín. Tjaldstæði. Og núna: Location. Jájá, upp á enskuna. Ekkert íslenskt orð yfir þetta. Staðsetning nær því ekki alveg. Og svo er að koma út bók núna í byrjun desem- ber sem heitir Location -- 224 blað- síðna doðrantur. Í stóru broti. Ég gef þetta bara út sjálfur. Bókin er í hönnun núna í New York. Hjá Karlsson Wilker – spútnikstrákar í hönnun.“ Spessi spólar yfir ferilinn Strax komu flottar myndir. Ég var að þvælast í Kristjaníu með myndavél í allri hassvímunni. Þær voru að virka. Einn okkar allra sér- stæðasti ljósmyndari er Spessi. Svo sérstæður að tala má um „spess- aðan“ stíl. Um helgina verður opnuð sýning á nýjustu verkum hans í Hafnarborg í Hafnar- firði. Í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson fer hann yfir ævintýra- legan og brokkgengan feril sinn með nokkrum svipmyndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.