Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 83

Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 83
É g tók þátt í því að ýta Blaðinu úr vör og starf- aði þar sem fréttastjóri í rúmt ár. Það var ákaf- lega skemmtilegt verk- efni enda hef ég alltaf notið þess að starfa við fjölmiðlun. Eins og gengur og gerist var þetta mikil tarnavinna, stress og mikið ábyrgðarstarf sem fór ekki vel saman við fjölskylduaðstæður minar. Ég er fráskilin þriggja barna móðir og það var oft erfitt að púsla saman þessum tveimur heim- um; vinnunni og fjölskyldunni. Þó að mér hafi fundist starfið mjög skemmtilegt saknaði ég þess að geta ekki notið meiri samvista við börnin mín,” segir Erna, sem líkt og margir aðrir foreldrar hefur áhyggjur af því að börnin séu orðin afgangsstærð í nútímasamfélagi. „Þegar ég var búin að sækja börnin í skóla og leikskóla fór mestur tími í að elda matinn, gefa þeim að borða og koma þeim í rúmið. Oft greip ég til aðkeyptra skyndilausna þegar kom að matargerðinni sem hvorki brögðuðust vel né voru góð uppspretta næringarefna. Eftir árið var ég viss um að það hlyti að vera hægt að framfleyta fjölskyldu með skynsamlegri hætti, að minnsta kosti þannig að ég gæti verið búin að elda þegar börnin kæmu heim, og það almennilegan og góðan mat.“ Erna segir hugmyndina að Ice- landic fish & chips eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna, eða jafnvel Belgíu, þó að auðvitað sé rík bresk hefð fyrir þessari matar- samsetningu, fisk og frönskum. „Eiginlega byrjaði þessi hug- mynd að gerjast þegar ég var að vinna í New York á síðasta ári og rakst þar á alveg óendanlegt úrval af mat sem var bæði einfaldur og hollur,“ segir Erna og nefnir dæmi: „Þar er hægt að fá jafn einfaldar afurðir og nýkreistan appelsínu- safa og múffur fullar af hnetum, fræjum, höfrum og fleiru hollu en ekki endalausum sykri og hvítu hveiti. Þetta ætti augljóslega heima hérna, eftirspurnin er án efa til staðar, en af einhverjum ástæðum er úrvalið hér mest af hveiti og sykurvarningi.“ Ernu finnst það furðulegt að þurfa að fara á ein- hvern ákveðinn heilsustað til þess að fá einfalda og ferska matvöru en það sé í mörgum tilfellum ekki í boði á almennum veitingastöðum. „Eitt sinn þegar ég var á gangi á Lower East Side fann ég lítinn belgískan stað sem bauð eingöngu upp á franskar kartöflur með alls konar sósum. Ég hugsaði með mér að slíkur staður ætti vafalaust upp á pallborðið hérna heima enda erum við Íslendingar, eins og aðrir Norðurlandabúar, miklar kartöflu- ætur. Ég er síður en svo undan- skilin því mér finnst kartöflur alveg svakalega góðar,“ segir Erna og bætir því við að þá hafi hug- myndin að því að opna veitinga- stað kviknað og farið að gerjast með henni. „Fiskur er annað sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Sem barn var ég ekkert yfir mig hrifin af fiski enda var varla annað í boði en soðin ýsa. Það breyttist þegar ég komst á fullorðinsár og núna get ég ekki hugsað mér betri mat en fisk og þá sérstaklega þorsk. Þegar vinur minn einn benti mér svo á að aðgengi að fiski á veit- ingastöðum hér heima væri ekki nógu gott varð eiginlega ekki aftur snúið. Þótt það sé hægt að fá góðan fisk á ýmsum fínni og dýrari veit- ingastöðum er síður hægt að skjót- ast inn og fá sér fisk eins og til dæmis með hamborgarana,“ segir Erna og bendir á að það sé hægt að fá sér pizzu og hamborgara nánast hvar sem er því slíkir staðir séu á öllum hornum. „Fiskur er, ólíkt hamborgurum og pizzum, við- kvæmt hráefni sem ekki er hægt að meðhöndla hvernig sem er og ég sá því fram á að það þyrfti hreinlega að opna stað sem sér- hæfði sig í matreiðslu fiskirétta. Fiskurinn fer auðvitað langbest með kartöflum svo ég sá að þarna væri komið efni í góðan veitinga- stað með matseðil sem ég þyrfti ekki að skammast mín fyrir að bjóða börnunum mínum upp á.“ Það skiptir Ernu gríðarlega miklu máli að matur sé heilsusamlegur og því lagðist hún í mikla upplýs- ingaöflun um olíur til þess að steikja upp úr. „Upphaflega hafn- aði ég þeirri hugmynd að djúp- steikja fiskinn því ég hélt að það væri skelfilega hollustustusnauð eldunaraðferð þó varla sé til sá maður sem ekki finnst steiktur matur góður. Ég komst hins vegar að því að ef matur er djúpsteiktur á réttum hita í góðri olíu er sú aðferð engu síðri eldun en margar aðrar,“ segir Erna en fiskurinn hennar verður því djúpsteiktur í speltdeigi, upp úr olíu sem unnin er úr hrísgrjónahýði. „Þessi olía er bæði hitaþolnari en gerist og geng- ur og er sérlega E-vítamínrík en þessi olía nýtur mikilla vinsælda í Kaliforníu um þessar mundir. Frönsku kartöflurnar verða hins vegar ofnbakaðar í sérinnfluttri grískri ólífuolíu og eru í raun eins og það sem Bretar kölluðu upp- runalega „chips“ eða flögur,“ segir Erna, sem ætlar að bjóða upp á tíu tegundir af köldum sósum með matnum en samt ekki kokkteilsósu. „Sósurnar eru alger nýjung á heimsvísu því þær eru unnar úr séríslensku hráefni í bland við ferskar kryddjurtir og fleiru góm- sætu. Þeir sem hafa prófað þær eru á því að þarna sé á ferðinni nýr smellur í matarmenningunni.“ Það sem skiptir Ernu mestu máli er að kaupa einungis gott hrá- Úr fjölmiðlum í veitingarekstur Fjölmiðlakonan Erna Kaaber hefur heldur betur söðlað um því nú er hún hætt í fjölmiðl- um og undirbýr opnun veitingastaðar. Þar mun fiskur leika aðalhlut- verkið ásamt frönskum kartöflum, auk þess sem fjöldinn allur af mismunandi sósum verður á boðstólum og áhersla verður lögð á lífrænar afurðir. Erna sagði Sigríði Hjálmars- dóttur hvernig það vildi til að hún hellti sér úr fjölmiðlun í veitinga- bransann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.