Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 85

Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 85
Bandarískum hægrimönnum finnst hún allt of vinstrisinnuð og þá hefur hreinlega óað við tilhugsuninni um að hún tæki við forystunni í þing- inu. Hún hefur til að mynda alla tíð stutt sjálfsákvörðunarrétt kvenna um fóstureyðingar og hún vill strang- ar hömlur á byssueign, en flestir repúblikanar eru þarna á þveröfug- um meiði. Hún styður einnig rann- sóknir á stofnfrumum og hún er fylgjandi því að læknum verði heim- ilað að aðstoða dauðvona fólk við að fremja sjálfsvíg. Hún hefur ekkert á móti sköttum en hefur lagt mikla áherslu á aðhald í ríkisfjármálum. N æstu tvö árin verð- ur Nancy Pelosi býsna áberandi í bandarískum stjórnmálum. Hún verður leiðtogi demókrataflokksins í neðri deild þingsins í Washington og fær því það hlutverk að semja við George W. Bush forseta um flest þau mál sem koma þarf í gegnum þingið. Þau Bush og Pelosi hafa ekki beinlínis talað fallega hvort um annað undanfarin misseri. Bush gerði óspart grín að henni í kosn- ingabaráttunni, sagði hana til dæmis „leynilegan aðdáanda“ skattahækk- ana og fullyrti að „hryðjuverkamenn sigri en Bandaríkin tapi“ ef Demó- krataflokkurinn kæmist til valda á þinginu undir hennar forystu. Hún sparaði heldur ekki stóru orðin þegar talið barst að Bush, sagði hann beinlínis hættulegan, hann væri í afneitun og hann væri „keis- ari í engum fötum“. Hann hefði leitt þjóðina í villu varðandi Írak og stjórn hans á efnahagsmálum væri í molum. Bæði hafa þau þó skipt um gír eftir þingkosningarnar á þriðjudag- inn þar sem demókratar unnu vænan meirihluta í fulltrúadeildinni en harla nauman meirihluta í öldunga- deildinni. Þau snæddu saman kvöld- verð á fimmtudaginn og sögðust ætla að sýna hvort öðru fulla virð- ingu í samstarfinu næstu tvö árin. Pelosi er 66 ára gömul og fimm barna móðir, fædd í Maryland en flutti til Kaliforníu þegar hún giftist manni sínum, Paul Pelosi. Faðir hennar, Thomas D´Alesandro, sat einnig á þinginu í Washington og var einnig um hríð borgarstjóri í Balti- more. Sjálf sneri hún sér ung að stjórnmálum, enda alin upp í þeim heimi, en fór þó ekki í framboð fyrr en hún var orðin 46 ára, en þá var Alexandra, yngsta dóttir hennar, komin í unglingaskóla. Hún hefur verið þingmaður í full- trúadeild frá árinu 1987 og hefur verið leiðtogi minnihlutans í deild- inni í fjögur ár. Sem slík hefur hún reyndar ekki verið sérlega áberandi síðustu misserin, en það er að breyt- ast all snarlega. Á flokksfundi demókrata 16. nóv- ember næstkomandi, þar sem kosið verður í helstu embætti flokksins, þykir öruggt að hún verði fyrir val- inu bæði sem leiðtogi flokksins og forseti fulltrúadeildarinnar. Fær að glíma við forsetann Repúblikana í Bandaríkjunum hefur marga óað við tilhugsuninni um að Nancy Pelosi verði þingforseti, til þess þykir þeim hún allt of vinstrisinnuð. Næstu tvö árin verður hún í forsvari fyrir demókrata í glímunni við Bush forseta. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér forsögu Pelosi, sem hefur ekki verið sérlega áberandi síðustu árin þrátt fyrir að hafa verið leiðtogi þingminnihlutans. Kjördæmi hennar er San Franc- isco í Kaliforníu þar sem frjáls- lyndu blómabörnin frá hippatíman- um þykja enn hafa mikil áhrif, þrátt fyrir að repúblikaninn Arnold Schwarzenegger hafi verið ríkis- stjóri þar síðustu fjögur árin og verið endurkosinn til næstu fjög- urra ára nú á þriðjudaginn. Kjósendur hennar heima fyrir segja þó að jafnvel íhaldssömustu repúblikanar þurfi ekki að óttast demókrata sem sprottnir eru úr þessum jarðvegi. „Þeir halda að við gerum ekkert annað en að faðma tré og borða múslí,“ hefur AP-fréttastofan til dæmis eftir Mary Graves, sem sjálf segist vera hófsamur demó- krati. Sjálf er Pelosi vellauðug og þykir standa nálægt miðju pólitísku litrófi Demókrataflokksins. Hún hefur stjórnað flokknum á þingi af mikl- um aga, þykir harðfylgin, hefur munninn fyrir neðan nefið og óttast ekkert að takast á við andstæðinga sína. Hún hefur farið hörðum orðum um stríðið í Írak, sagt það vera stór- slys og mistök frá upphafi. Á hinn bóginn studdi hún frá upphafi bar- áttu Bandaríkjanna gegn hryðju- verkamönnum og vill vafalaust halda þeirri baráttu áfram í ein- hverri mynd þótt hún leggi áherslu á að finna leið út úr ógöngunum í Írak.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.