Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2006, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 11.11.2006, Qupperneq 92
Högni í læðulit Magnús á mjög sérstakan persneskan kött sem heitir Kamb-ur. „Það sem er sérstakt við Kamb er að hann er í svoköll- uðum læðulit,“ segir Magnús en kötturinn er þrílitur. „Almennt eru það einungis persneskar læður sem eru þrílitar en högnar eru í mesta lagi tvílitir. Ég veit bara um einn annan persneskan högna sem er þrílitur og hann er í Danmörku þannig að Kambur er alveg einstakur.“ Magnús segir Kamb vera voðalega ljúfan og þægilegan sem gæludýr og ekki fari mikið fyrir honum. „Það er ekki til grimmd í þessum köttum.“ Magnús og fjölskylda hans hafa átt Kamb síðan hann var nokk- urra mánaða en hann er núna orðinn átta ára. „Við vorum dálítið með hann á sýningum til að byrja með en nennum ekki að standa í því lengur. Það er dálítið mál að vera með svona kött því þeir þarfnast mikillar umhirðu og það þarf að greiða þeim reglulega,“ segir Magnús Ver. Skoppa um allt Formaður KR-sport, er með litlu vatnafroskana Nonna og Manna á heimili sínu. „Þetta froskaævintýri fór þannig af stað að í bekknum hjá syni mínum, Aroni, fór af stað umræða um það hvort hægt væri að hafa dýr í kennslustofunni,“ segir Jónas og bætir því við að sonur hans hafi tekið frumkvæði að því fyrir hönd bekkjarins. „Hann labbaði út í næstu dýrabúð, keypti tvo froska og mætti með þá í búr- inu í skólann daginn eftir. Það varð til þess að þeir voru í skólastofunni fram yfir jól á síðasta ári. Síðan hafa þeir verið heima hjá okkur og una hag sínum ágætlega í litlu búri fullu af vatni, með gróðri og huggu- legheitum.“ Jónas segir froskana einungis þrífast í vatni en geti þó verið í stuttan tíma á þurru landi og þá hoppi þeir um allt. „Þeir lifa alveg í vatninu en koma upp á yfirborðið annað slagið til að ná sér í súrefni,“ segir Jónas. Engar hömlur á verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Að gefnu tilefni skal það tekið fram og ítrekað að þrátt fyrir nýjar öryggisreglur geta farþegar eftir sem áður keypt allan vökva, krem og aðrar snyrtivörur á frísvæði Flugstöðvarinnar hvort heldur sem þeir eru að fara af landi brott eða koma til Íslands. Allar upplýsingar um verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nýjar öryggisreglur er að finna á heimasíðu Flugstöðvarinnar www.airport.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.