Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 102

Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 102
Tímaritið heimsþekkta, Vogue, fagnar 90 ára afmæli sínu á þessu ári. Tímaritið er eitt best þekkta tískurit heimsins og hefur mikil áhrif á tískuheiminn. Vogue var stofnað í Bandaríkjunum og eru höfuðstöðvar ritsins þar. Það er þó gefið út í mun fleiri löndum í dálítið öðru vísu útgáfum. Það var ekki fyrr en fyrir tíu árum sem fleiri blöð fóru að bætast í hóp- inn og veita Vogue einhverja samkeppni. Þótt að bandaríska og breska Vogue séu líklega mest seldu útgáfurnar í heiminum, þá eru franska og ítalska útgáfan af Vogue þau blöð sem hafa mestu áhrifin á tísku- heiminn og eru ávallt einu skrefi á undan. Vogue getur státað sig af því að konur hafa ritstýrt tímaritinu frá upphafi og allar þessar konur hafa unnið við góðan orðstír. Anna Wintour er ritstjóri bandaríska Vogue í dag og hefur gegnt því starfi frá árinu 1988. Carine Roitfeild er ritsjóri franska Vogue og eru þær báðar mjög áhrifamiklar konur í tískuheiminum. Það er mikil tenging á milli tímaritsins og fyrirsætna. Það að komast á for- síðuna á Vogue er einn stærsti heið- urinn fyrir fyrir- sætur og svoleiðis hefur það verið síðan blaðið hófst. Við Íslendingar eigum einn mesta aðdáanda Vogue en það er hinn þekkti snyrtir Heiðar Jóns- son. Heiðar segist aðeins hafa verið lít- ill polli í sveit þegar hann fékk sitt fyrsta eintak af bandaríska Vogue frá frænku sinni, Ragnheiði Þor- grímsdóttur flug- freyju. „Ég man að allir hinir strákanir voru mest hrifnir af bílum og tækjum frá Ameríku en ég vildi bara fá Vogue,“ segir Heiðar og hlær. Hann hefur alltaf getað státað sig af því að eiga stærsta Vogue-safn landsins en Heiðar byrjaði að safna blað- inu árið 1969. „Þetta var náttúrlega rosa- lega starfstengt enda þurfti ég að fylgjast vel með nýjustu straumum og stefnum í tískunni og snyrtivörum. Vogue er besta blaðið fyrir það.“ Heiðar þurfti að gefa safnið frá sér þegar hann flutti til útlanda en þá voru blöðin orðin 320 talsins. „Það var erfitt að þurfa að gefa þetta allt frá sér og ég leitaði lengi að einhverjum sem mundi hafa einhver not fyrir það en áhug- inn var ekki mikill þá.“ Heiðar segist muna eftir nokkrum íslenskum konum sem hafa birst í Vogue, meðal annars fyrirsæturnar og fegurðar- drottningarnar Maríu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Björnsdóttur og Telmu Ingvars- dóttur. „Þetta voru allt mjög frægar fyrir- sætur og svo er ég ekki frá því að frú Vig- dís Finnbogadóttir hafi einhvern tíma birst í Vogue. Hún vakti svo mikla athygli fyrir fágun og glæsileika.“ Í tilefni af afmælinu gefur Vogue út sér- staka afmælisútgáfu í desembertölublaði blaðsins, þar sem allar forsíðurnar eru á forsíðunni. Þetta er blað sem enginn aðdá- andi tískuritsins getur látið framhjá sér fara og ætti vera fáanlegt hér á landi innan skamms. Biblía tískunnar 90 ára
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.