Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 105

Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 105
 Enn eiga margir knatt- spyrnumenn eftir að ganga frá sínum málum fyrir næsta keppnis- tímabil en undirbúningstímabilið er nú hafið hjá allflestum liðum. Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensku félögin slegist um „stærstu bitana“ og flestir þeirra gengið til liðs við KR, FH eða Val. Það þýðir að fjöldamörg önnur lið í úrvalsdeildinni hafa ekki náð að styrkja hópinn sinn eins og þau hefðu ef til vill kosið. Samningar margra leikmanna eru að renna út og eru viðbrögð félaganna við að endurnýja þá samninga mismunandi. Í sumum tilfellum er ef til vill ekki áhugi á að halda viðkomandi leikmanni en það hefur einnig dregist á langinn að semja við leikmenn þar sem áhugi er fyrir hendi að halda leik- manninum í félaginu. Stefán Örn Arnarsson upplifir nú mikla óvissu varðandi sína stöðu hjá Keflavík. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er hann samnings- laus en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Keflavík síðast- liðinn vetur. Rúnar V. Arnarsson segir að um mistök hafi verið að ræða. „Samningurinn við Stefán ligg- ur ofan í skúffu hjá framkvæmda- stjóranum og var aldrei skilað inn til KSÍ. Um einföld mistök er að ræða. Við viljum halda honum og reiknum með því að hann verði áfram í Keflavík,“ sagði Rúnar V. Arnarsson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur. „Ég er ekki á þeim buxunum að ég vilji fara,“ sagði Stefán við Fréttablaðið. „Það þarf að ræða ákveðna liði í samningum eins og hann gerir ráð fyrir en það hefur ekkert verið haft samband við mig. Ég er í þeirri stöðu að ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég hef mætt á eina æfingu en svo dregið mig til hlés.“ Rúnar sagðist vonast til að ganga frá þessu máli í næstu viku. Fimm leikmenn eiga enn eftir að ganga frá sínum samningsmál- um við Fylki. Þeir eru Sævar Þór Gíslason, Arnar Þór Úlfarsson, Jón Björgvin Hermannsson, Jóhann Ólafur Sigurðsson og Christian Christiansen. Sá síðast- nefndi sagði reyndar í gær að við- ræður væru nú í gangi við Fylki. En einn þessara leikmanna sagði í samtali við Fréttablaðið að þessi vinnubrögð Fylkismanna kæmu þeim mjög á óvart. Ljóst er að Víðir Leifsson og Chris Vorenkamp fara frá Fram. Víði stóð til boða að ræða um nýjan samning en hann hafnaði því og ætlar að spila annars staðar á næsta tímabili. Vorenkamp æfir nú með HK og er að leita sér að nýju félagi. Þá stendur Bjarna Rúnari Einarssyni til boða nýr samningur hjá ÍBV en hann hefur ekki enn gert upp við sig hvort hann muni taka honum. Svipaða sögu er að segja af Víkingnum Davíð Þór Rúnarssyni en hann er í viðræðum við Víkinga eins og er. „Þær hafa gengið hægt, ein- faldlega þar sem það hefur verið mikið að gera hjá mér. Það er eitt annað félag í myndinni hjá mér en annars hef ég neitað öðrum félög- um,“ sagði Davíð. Þá er Atli Viðar Björnsson að skoða samningstilboð frá FH en hefur einnig rætt við önnur lið. Óðinn Árnason mun svo fara frá Grindavík og hefur átt í viðræðum við Fram og Breiðablik. Heimildir herma að hann sé nærri því að ganga til liðs við Fram. Þó að „stærstu bitarnir“ séu horfnir af leikmannamarkaðnum eru enn margir leikmenn annað hvort án samnings eða að klára sína samninga. Viðbrögð félaganna hafa verið mismunandi en dæmi eru um að félög hafi látið leikmenn sitja á hakanum svo vikum skiptir og skilið þá eftir í mikilli óvissu. Ætla að reyna að heilla þá hjá Tottenham Þróttarar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta sumar í fótboltanum því Skaga- maðurinn Hjörtur Hjartarson er genginn í raðir liðsins frá ÍA. Hjörtur er 32 ára gamall og gerði þriggja ára samning við Þrótt en ÍA hafði einnig boðið Hirti nýjan tveggja ára samning. Hjörtur lék alls sjö leiki með ÍA í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Hjörtur hefur lengstum spilað með ÍA en auk þess hefur hann spilað með Völsungi og Skallagrími á sínum ferli. Hjörtur hefur ávallt verið mikill marka- skorari og varð m.a. markakóngur efstu deildar árið 2001 þegar hann skoraði 15 mörk fyrir ÍA. Hjörtur er annar leikmaðurinn sem Þróttur fær til sín eftir að Gunnar Oddsson tók við þjálfun liðsins en í síðasta mánuði skrifaði sóknarmaðurinn Adolf Sveinsson undir þriggja ára samning við félagið. Hjörtur Hjartar til liðs við Þrótt Birgir Leifur Hafþórsson fer vel af stað á lokastigi úrtökumóts- ins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir Leifur hóf keppni í gær en mótið, sem fram fer á Spáni, hefur riðlast eftir úrhellis rigningu fyrr í vikunni. Birgir Leifur lék hringinn í gær á 69 höggum; þremur höggum undir pari vallarins. Birgir Leifur er í 5.-7. sæti af 156 keppendum. Þetta er í tíunda skiptið sem Birgir Leifur reynir að komast á Evrópumótaröðina en hann hefur tvisvar verið einu höggi frá því að ná markmiðinu. Ragnheiður Sigurðardóttir átti hins vegar slæman dag í gær þegar hún lék þriðja hring sinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna á 82 höggum; tíu höggum yfir pari. Þetta þýðir að Ragn- heiður er úr leik á mótinu en hún fór ágætlega af stað og lék fyrsta hringinn á 73 höggum; einu höggi yfir pari. Annan hringinn lék hún á 78 höggum, sex höggum yfir pari, og lauk svo keppni með fyrrgreindum árangri á þriðja hring. Birgir Leifur fer vel af stað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.