Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 12
 Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Klepps- veginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Sam- kvæmt þeim á að rífa vöruskemm- urnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fer- metra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki“. Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laug- arneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjón- ustu í hverfinu,“ segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfé- lagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laug- arnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vett- vangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðju- fargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring,“ segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núver- andi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna.“ Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterk- an vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind- strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt.“ Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf. Háhýsi í Laugarnesi Formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-8 sér marga kosti við fyrirhugað háhýsa- hverfi við Kleppsveginn. Hugmyndin er sú að reisa fjórar sautján hæða blokkir næst Laugarnesinu og sex allt að fjórtán hæða hús upp með Kleppsveginum. Alþjóðlegu náttúru- verndarsamtökin World Conserv- ation Trust hafa lýst yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar Íslend- inga. Samtökin hafa höfuðstöðvar í Sviss og beita sér fyrir „sjálfbærri nýtingu villtra auðlinda náttúrunn- ar til sjós og lands sem leiðar til náttúruverndar“, eins og segir í fréttatilkynningu. „Íslendingar hyggjast veiða svo örfáa hvali að eingöngu þeir sem eru blindaðir af eigin órum geta haldið því fram að veiðarnar gætu haft einhver neikvæð langtíma- áhrif á hvalastofna. Veiðarnar eru augljóslega sjálfbærar og fyllilega réttmætar,“ segir Eugene Lapointe, forseti samtakanna, en hann var um árabil framkvæmdastjóri CITES, alþjóðasamningsins um alþjóðaviðskipti með villt dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Lapointe bendir á að fordæm- ingarupphróp stjórnmálamanna og talsmanna dýraverndarsam- taka séu byggð á innantómum rökum. Í raun sé gremju þeirra fyrst og fremst að rekja til þeirra eigin getuleysis. „Þeir hafa hvorki vald né tæki til að hindra Íslend- inga, Norðmenn og Japani í að veiða hvali. Þeir hafa eyðilagt eina tækið sem þeir gætu beitt til áhrifa á stjórn hvalveiða, [Alþjóðahval- veiðiráðið], og eina ráð þeirra er því að grípa til þess að lesa yfir og móðga hvalveiðiþjóðir í kastljósi eigin fjölmiðla. Sannleikanum er hver sárreiðastur,“ skrifar Lapointe í forystugrein á heima- síðu samtakanna, www.iwmc.org. Réttmætar sjálfbærar veiðar Reykvískum karlmanni á þrítugsaldri hafa verið dæmdar miskabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að hann sætti gæsluvarðhaldi lengur en efni voru talin til. Upphæð bótanna nemur 250 þúsund krónum. Gjafsóknarkostnaður, þar með talin þóknun til lögmanns mannsins að upphæð 400 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir að hafa reynt að flytja amfetamín inn í landið, auk þess að hafa tæp 17 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hann var sýknaður af tilraun til innflutnings, en dæmd- ur vegna fíkniefnavörslu. Miskabætur vegna gæslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.