Fréttablaðið - 20.11.2006, Page 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“ Lúxus að vera í Mosfellsbæ
Í ár var jólaskrautið komið upp í
Kriglunni 9. nóvember. „Það er nú
seinna en í fyrra því þá var búið að
skreyta 1. nóvember,“ segir Birta
Flókadóttir markaðsstjóri. Jóla-
skrautið í ár eru heljarmikil silfur-
hreindýr sem hanga úr loftinu eða
á veggjum. „Við höfum skipt um
jólaskraut á nokkurra ára fresti og
í byrjun árs tókum við þá ákvörð-
un að fá nýtt skraut í ár. Okkur
fannst kominn tími á eitthvað
ferskt og á ævintýralegum nótum.
Hreindýrin hafa vakið athygli,
krakkarnir eru mikið að benda á
þau og finnst þetta sniðugt. Hrein-
dýrin koma frá Bretlandi og við
keyptum inn átta hreindýr. Þau
eru náttúrlega kirfilega fest og úr
eldvörnum efnum. Þau bjóða upp á
að það er hægt að leika sér með
lýsinguna á þeim. Í ár verður rauð
lýsing en það má gera ráð fyrir því
að við breytum um lit á næsta
ári.“
Birta segir að ákveðið hafi verið
að hlaða Kringluna minna en vana-
lega og vera með færri hluti en
stærri. „Í suðurhúsinu eru jóla-
ljósakrónur, eins konar kristals-
ljósakrónur. Þær eru franskar.“
Átta eldvarin silfurhreindýr
Jarðgöngin um Hvalfjörð
voru opnuð árið 1998 og það
verður rukkað fyrir ferðir
í gegnum þau í að minnsta
kosti tíu ár í viðbót. Kristj-
án Kristjánsson og Þórunn
Kjartansdóttir voru á vakt í
gjaldskýlinu þegar Tilveran
kíkti á staðinn.
Skýlið er mun stærra séð innan frá
en að utan og minnir helst á félags-
heimilið í Með allt á hreinu. Kristj-
án situr við myndarlegt stjórnborð
þar sem meðal annars eru skjáir
sem sýna frá eftirlitsmyndavélun-
um í göngunum. Hann rukkar bíla
á leið til Reykjavíkur, en Þórunn
rukkar bíla úr hinni áttinni. Það er
hlýtt og notalegt inni í skýlinu þótt
það sé heimskautakuldi fyrir utan.
Vissulega vill þó blása inn um lúg-
una.
„Blessaður vertu, það er öll
kynding hér á fullu,“ segir Kristj-
án og bendir á ofn við fæturna á
sér. „Kuldinn er svo sem ekkert
vandamál. Þetta starf er ekki lík-
amlega þreytandi en það getur oft
verið andlega þreytandi. Ég myndi
segja að það versta við djobbið er
að fólk á það til að hella sér yfir
mann, skamma mann svoleiðis eins
og hund. Verstir eru þeir á pallbíl-
unum sem eru lengri en sex metrar
því þeir þurfa að borga 3.000 kall í
göngin. Fólk er oft með ótrúlegan
kjaft og leiðinlegt. Maður tekur
skammirnar inn á sig og fer oft
dapur í bragði heim.“
Átta manns starfa í skýlinu, á
tveggja manna 8 klukkutíma vökt-
um. „Konurnar eru á tvískiptum
vöktum, en karlarnir í þrískiptum
því að beiðni lögreglunnar þótti
ekki í lagi að skilja konurnar einar
eftir hérna á nóttunni,“ segir Þór-
unn. „Það kom nú lögreglukona
hérna um daginn og henni fannst
þessar reglur algjört rugl.“
Skýlið er vistlegt. Þarna er kaffi-
vél, súpuvél og að sjálfsögðu sal-
erni. „Það er ekkert einmanalegt á
næturvöktunum því það er vel séð
um okkur,“ segir Kristján. Hann
bendir á tölvu og sjónvarp máli
sínu til stuðnings. „Við erum með
netið og allar sjónvarpsstöðvarnar.
En starfið gengur svo sem út á
meira en að rukka því við sjáum
líka um öryggismál í göngunum.
Það kemur oft fyrir að menn verða
bensínlausir þarna niðri eða að
bílar bili. Á sumrin erum við að
draga þetta tvo, þrjá bíla upp á
dag.“
„Sem betur fer hafa nú aldrei
orðið slys á fólki og við höfum
aldrei þurft að binda um sár,“ segir
Þórunn. „Menn keyra stundum
utan í, stundum kannski fullir
undir stýri. Svo eru göngin þrifin
daglega og um helgar sjáum við
um það. Það er ótrúlegasta drasl
sem við höfum lent í að þrífa upp:
smokkar, nærbuxur, hægðir –
nefndu það!“
„Þetta getur líka verið skraut-
legt á sumrin þegar sveitaböllin
eru hérna í sveitinni,“ segir Kristj-
án. „Þá eru iðulega einhverjir stuð-
boltar sem ætla að labba í gegn
eftir böllin. Þá er ekkert að gera
nema hringja á lögguna. Það er
líka agalega mikið um að menn eru
að brjóta bjórflöskur í göngunum.
Það er mikil slysahætta af því og
oft springa dekk vegna þessa. Og
svo hefur slökkvitækjum í göng-
unum verið stolið að minnsta kosti
þrisv-ar. Það er svaka vesen því
slökkvitækin eru tengd við kerfi
og við erum skyldug til að kalla
slökkvilið og sjúkrabíl á svæðið
þegar hreyft er við þeim.“
Þrátt fyrir óþægindi af fullum
stuðboltum og einstaka skammir
finnst Kristjáni og Þórunni vinnan
fín. „Það er auðvitað mismikið að
gera í þessu, en að meðaltali eru
um 5.000 bílar að fara í gegn á sól-
arhring,“ segir Kristján. „Á sumr-
in er auðvitað meira að gera og á
sunnudögum á sumrin bíður
maður kannski góðan daginn tvö
þúsund sinnum á einni átta tíma
vakt. Maður er náttúrlega eins
kurteis og maður getur við alla.
En alveg sérstaklega við þessa á
pallbílunum!“
Heilsað tvö þúsund sinnum á dag
Eggert Bjarnason
sölumaður hjá RV
R
V
62
19
B
Þegar gæðin skipta máli
Lotus Professional borðpappírsvörur
Á t
ilbo
ði
í nó
vem
ber
20
06
Lot
us L
inSt
yle
serv
íett
ur,
disk
am
ottu
r, „
löb
era
r“
og
dúk
ar
Til hátíðabrigða
Í verslun RV að Réttarhálsi eru
nú á tilboði Lotus LinStyle
dúkar og servíettur í mörgum
litum. Einnig eru á tilboði
ýmsar gerðir af servíettum,
diskamottum og „löberum“
með jólamynstri.
Takmarkað magn er í boði af sumum
jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Fagna fönn
Tæknileg mistök Vandfyllt skarð