Fréttablaðið - 20.11.2006, Side 21

Fréttablaðið - 20.11.2006, Side 21
Afa-samtökin, félag aðstandenda aldraðra, héldu blaðamannafund- fyrir skömmu um ástandið í vist- unarmálum aldraðra. Gagn- rýndu þau harð- lega „útspil“ heilbrigðisráð- herra en ráð- herrann til- kynnti með miklum áróður- brag fyrir skömmu ,að verja ætti 1,3 milljörðum í byggingu hjúkr- unarheimila næstu 4 árin. Bentu samtökin á, að ríkið hefði tekið nær 3 milljarða úr framkvæmda- sjóði aldraðra og notað í rekstur. Þessi fjárhæð, 1,3 milljarðar, er því aðeins brot þeirrar fjárhæðar. AFA-samtökin krefjast þess, að 3 milljörðunum verði skilað að fullu. Samtökin sögðu á blaðamanna- fundinum, að algert ófremdar- ástand ríkti í hjúkrunar- og vistun- armálum aldraðra. Biðlistar væru langir eftir rými og margir aldr- aðir þyrftu að vera í hverju her- bergi. Í Danmörku þekkist ekki, að fleiri en einn sé í herbergi. Ísland er mörgum áratugum á eftir Danmörku í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Afa- samtökin krefjast þess, að aðgerð- ir til úrbóta verði gerðar strax en ekki eftir mörg ár eins og stjórn- völd boða. Afa-samtökin hafa m.a. sagt, að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess að ákveða þær aðgerðir sem hún hafi boðað í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Heilbrigðisráðherra, Sif Frið- leifsdóttir, segir, að um misskiln- ing sé að ræða hjá Afa- samtökun- um. Aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við samkomulag ríkis- ins og Landssambands eldri borg- ara frá í sumar. Hér gæti verið um misskilning að ræða hjá ráð- herranum. Landssamband eldri borgara hefur ekkert umboð til þess að semja fyrir hönd allra eldri borgara um málefni þeirra. Samkomulagið eða yfirlýsingin frá í sumar hefur lítið gildi. Full- trúar Landssambandsins voru þvingaðir með hótunum til þess að skrifa undir það. Landssambandið telur þar aðeins um fyrsta skref að ræða á langri braut og hefur þegar samþykkt nýjar kröfur á hendur ríkinu. Tekið skal undir kröfur Afa- samtakanna. Það verður að gera aðgerðir strax. Það dugar ekkert margra ára „plan“. Höfundur er viðskiptafræðingur. Afa vill aðgerðir Hátíðargleði á Skrúði P IP A R • S ÍA • 6 0 7 2 6 Jólabrunch í hádeginu alla sunnudaga.Verð 2.200 kr. Njóttu aðventunnar í notalegu umhverfi á Skrúði. Jól á öllum borðum í hádeginu og á kvöldin. Verð 5.200 kr. á kvöldin og 3.200 kr. í hádeginu. Hefst 24. nóvember. Borðapantanir í síma 525 9970 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.