Fréttablaðið - 20.11.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 20.11.2006, Síða 58
Aðalpersónan í nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar er ljóðskáldið Sturla Jón Jónsson, rithöfundur með snert af sjálfseyðingarhvöt sem ferðast til Litháen á ljóðahá- tíð. Skáldsagan Sendiherrann fjallar um þrá þessa Sturlu Jóns eftir persónulegri formbyltingu, hann vill segja skilið við ljóðið en allt hans líf virðist líka litað af meiriháttar óþreyju – kannski er hann í óttalegri tilvistarkreppu eða kannski er hann bara ofur- venjulegur nútímamaður. Bragi hefur áður gefið út skáldsögurnar Hvíldardaga, Gæludýrin og Samkvæmisleiki auk ljóðabóka, og sver saga þessi sig töluvert í ætt við þá fyrst- nefndu. Í þeim báðum hverfist atburðarásin fyrst og fremst um hversdaglega og á köflum vand- ræðalega viðburði og hegðun. Þetta er hins vegar þéttari og við- burðarríkari saga – mjög fyndin á köflum og lúmsk eins og fyrri bækur hans allar. Sögusviðið er Reykjavík nútím- ans með stuttri viðkomu á Egils- stöðum, og borgin Vilníus og smá- bærinn Druskininkai í Litháen en þangað hefur skáldið Sturla Jón sig á endanum eftir heilmikið basl. Ljóðahátíðir eru heldur ekk- ert smámál að takast á við, hvað þá ljóðið sjálft sem sífellt þvælist fyrir honum. Bókin ber undirtitil- inn „ljóð í óbundnu máli“ en skáld- skapur Sturlu Jóns leiðir les- anda Sendiherrans í gegnum alla frásögnina og í bókarlok hefur honum tekist að segja skilið við ljóðið á sinn hátt. Það skal ósagt látið hvernig þessum menn- ingarlega sendiherra Íslands tekst til við ljóðaupplesturinn í útlandinu en í bókinni eru birtar tvær greinar Sturlu Jóns sem hann skrifar fyrir og eftir það ævintýri, þar sem hann bæði skrifar sig frá og að ljóð- inu aftur. Annað aðalvið- fangsefni bókar- innar er stuldur. Glæpsamleg hegð- un Sturlu Jóns gæti valdið nokkurri angist hjá lesend- um en það er annað stílbragð Braga sem hann beitir óspart, persónur hans komast auðveld- lega í klandur – það getur verið meiri háttar mál að panta kaffi- bolla í bók eftir Braga Ólafsson. Ef vandræðagangurinn er ekki bókstaflegur eru líkur til að hann sé það í huga persónanna, við höfum jú öll eitthvað agalegt á samviskunni. Sturla Jón verður að flokkast sem nokkuð bíræfinn þjófur en hann hefur sér ýmislegt til máls- bóta, ekki síst skáldskapinn sjálf- an sem verður bæði bölvun hans og blessun. Höfundur kann þá list að hræra upp persónugalleríi með örfáum orðum. Þannig lifnar fjölskrúð- ugt ljóðaþingið við sem og fjöl- skylda Sturlu Jóns sem kemur talsvert við sögu. Sturla Jón er nokkuð tragísk persóna og hann er umkringdur álíka þjáðu fólki heima fyrir. Það virðist ekki allt vera í lukkunnar velstandi í fjöl- skyldunni hans, fortíðarvandræði fráskildra foreldra hans leita enn á hann og börnin hans eru fjar- læg. Á ljóðasamkomunni er að sama skapi kostulegur hópur af kollegum hans sem forvitnilegt er að kynnast, spurning hvort þessar lýsingar gefi raunsanna mynd af viðlíka uppákomum? Verandi mikill aðdáandi Litháa, og þá ekki síður litháískrar ljóð- listar, fannst mér ferðasagan sjálf stórsniðug og ég stóð mig að því að reyna að rekja hvaða kaffihús í Pilies- stræti væri helsti örlaga- valdur Sturlu. Endurlitin í bókinni, þegar saga foreldra hans og frændans Jónasar, sem í blundaði skáld eins og svo mörgum öðrum, auðga frá- sögnina þó svo að sögu- höf- undur- inn setji þau ekki í beint samhengi við Sturlu Jón. Skáldið er óttaleg eyja og tengslalítill í sögunni þar til að hvít-rússneska skáldkonan Liliya Boguinskaia dúkkar upp á ljóðaþinginu (þar kemur þó ekkert fram um hvort hún sé skyld fimleikadrottning- unni Svetlönu Boguinskaiu). Til marks um breyskleika manns- ins er aðalpersónan umkringd áminningum um hversu ófull- komnu lífi hann lifir. Þetta birtist ekki aðeins í hans eigin fari held- ur eltir ólukkan hann, til dæmis í formi bilaðs vídeótækis og blett- ótts hótelteppis. Bragi er lunkinn við að dreifa slíkum molum til leiðsagnar fyrir lesendur, hnappa- hnetan sem hann finnur og týnir er annað dæmi og undirstrikar að það eru áþreifanlegri hlutir sem tákngera tilfinningarnar sem lítið er talað um í bókinni enda er ekk- ert hávært uppgjör að finna í henni, bara stöðuga suðu. Sögur Braga eiga eitthvað í manni eftir að lestrinum lýkur. Þótt Sendiherrann sé ekki jafn ágeng og Samkvæmisleikir né nístandi eins og Hvíldardagar er hún frábær saga af svolítið tákn- rænni ferð. Það er bjartsýnistónn yfir sögulokunum og maður kemst ekki hjá því að kíma reglu- lega yfir örlögum skáldsins og minnast þess jafnframt hvað það er oft hrikalega vandræðalegt að vera til. Bölvun eða blessun Braga STÓRA SVIÐIÐ kl. 20:00 Þjóðleikhúsið fyrir alla! Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 25/11 nokkur sæti laus, sun. 26/11 nokkur sæti laus, fös. 1/12 nokkur sæti laus, lau. 2/12. Síðustu sýningar fyrir jól. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 örfá sæti laus, lau. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 17:00 örfá sæti laus, lau. 6/1 kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus. PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikgerð Baltasar Kormákur. Fim. 23/11 örfá sæti laus, fös. 24/11 örfá sæti laus. Aukasýningar fös. 8/12 nokkur sæti laus og lau. 9/12 örfá sæti laus. Allra síðustu sýningar! LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Lau. 25/11 kl. 13:00 uppselt og kl. 15:00 uppselt, sun. 26/11 kl. 13:00 uppselt og kl. 15:00 uppselt, lau. 2/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 nokkur sæti laus og kl. 16:00, sun. 3/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00, lau. 9/12 kl. 13:00, kl. 14:30 og kl. 16:00, sun. 10/12 kl. 13:00 örfá sæti laus og kl. 14:30 örfá sæti laus, lau. 16/12 kl. 13:00 og kl. 14:30, sun. 17/12 kl. 13:00 og kl. 14:30. LEIKHÚSLOFTIÐ aðalbyggingu UMBREYTING – brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Fös. 24/11 kl. 20:00 uppselt. Allra síðusta sýning! SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. KÚLAN Lindargötu 7, kl. 17:00 og 20:00 SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ aðalbyggingu Lindargötumegin, kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Fös. 24/11 nokkur sæti laus, sun. 26/11 uppselt. Síðustu sýningar fyrir jól! Lau. 6/1, lau. 13/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is HVERS VEGNA LÁTA KONURNAR SVONA? Námskeið fyrir almenning um Bakkynjur hefst 21/11. Skráning á midasala@leikhusid.is eða í síma 551 1200. Nánari upplýsingar á www.leikhusid.is. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.