Fréttablaðið - 20.11.2006, Qupperneq 70
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Leit stendur yfir að leikkonum til
að fara með hlutverk bandarísku
söngkonunnar Janis Joplin í nýju
leikriti sem verður frumsýnt á
Nasa um áramótin.
Leikritið nefnist 27 og fjallar
um ævi Janis sem lést úr ofneyslu
eiturlyfja árið 1970. Höfund-
ur er Ólafur Haukur Sím-
onarson og leikstjóri er
Jóhann Sigurðarson.
Til stendur að tvær
til þrjár söngkonur
muni fara með hlut-
verk Janis og hefur
Andrea Gylfadóttir verið nefnd
sem ein af þeim. „Það eru nokkrar
búnar að lesa handritið og hafa
sýnt þessu gríðarlegan áhuga,“
segir Jóhann, sem tekur fram að
enn eigi eftir að ráða í hlutverkin.
„Við fengum yfirlestur hjá for-
laginu Nordiska Theater Starck-
forlaget og fengum svar um að
þetta væri besta „mono-
drama“ sem þeir hafa lesið í
mörg ár,“ bætir hann við.
„Leikritið heitir 27 og bygg-
ir það á því að þau dóu öll 27
ára gömul; Janis, Morrison
og Hendrix. Þetta er
mikil örlagatala.“
Búast má við
skemmtilegu
leikriti á
Nasa enda eru mörg laga Janis
orðin sígild, þar á meðal Mercedes
Benz, Me and Bobby McGee, Sum-
mertime og Cry Baby.
Leitað að íslenskri Janis Joplin
Guðjón Vilhelm boxþjálfari var
einn af þeim frumkvöðlum sem
komu boxíþróttinni á kortið hér á
landi fyrir nokkrum árum og vann
mikið starf í Keflavík við uppgang
íþróttarinnar þar. Hann tók sér frí
frá þjálfun í tvö ár en er nú mætt-
ur til starfa á ný hjá BAG í Kefla-
vík.
„Ég tók að mér barna- og ungl-
ingastarfið núna í haust og það
gengur alveg blússandi vel,“ segir
Guðjón en yfir hundrað krakkar á
grunnskólaaldri eru búnir að skrá
sig í boxið fyrir veturinn. „Það var
ráðinn erlendur þjálfari til að sjá
um eldri boxarana og hann er bara
að keyra það áfram,“ bætir hann
við en BAG er með stór áform
fyrir veturinn. „Við ætlum að
halda mót hérna í Reykjanesbæ
eftir áramótin og fá írskt hnefa-
leikalið í heimsókn. Það verður þá
keppt bæði í yngri og eldri flokk-
um.“
Guðjón tók sér frí frá boxinu til
þess að byggja upp fyrirtækið sitt,
Humarsöluna, sem nú er komin á
gott skrið. „Mig langaði til þess að
fara aftur að þjálfa og vinna þá
með krökkunum. Upphaflega var
markmiðið að ná til þeirra krakka
sem eru ekki þegar í einhverjum
öðrum íþróttum enda sannfærðist
ég enn frekar um það meðan ég var
fyrir utan þetta hversu gríðarlegt
forvarnargildi boxið hefur,“ segir
Guðjón en hann segir það lykil-
atriði að miðla réttum boðskap inn
í klúbbana. „Ég á sjálfur fjögur
börn og mér finnst alveg frábært
að vera að þjálfa vini þeirra og
kunningja því þannig tengist ég
börnunum mínum enn frekar.“
Guðjón segir gríðarlega efni-
lega krakka vera að æfa í BAG í
vetur. „Það eru margir sem eru
ekki með minni hæfileika en
Skúli „Tyson“ á sínum tíma
þannig að ég held að við eigum
eftir að sjá marga góða stráka
koma úr Keflavík á næstu árum,“
segir Guðjón Vilhelm stoltur.
Boxæði í Keflavík
Í verslun Gilberts Ó. Guðjónsson-
ar úrsmiðs á Laugaveginum má fá
íslensk gæðaúr, sem framleidd
eru af syni Gilberts og tveimur
samstarfsmönnum hans. Um er að
ræða fyrstu íslensku úrin, en þau
hafa ekki einungis notið vinsælda
landsmanna, heldur vakið athygli
Íslandsvinanna Eli Roth og Quent-
in Tarantino.
„Eli Roth var hjá okkur í síð-
ustu viku og keypti tvö úr,“ sagði
Gilbert í samtali við Fréttablaðið,
en þetta er í annað skiptið sem
leikstjórinn fjárfestir í úri hjá Gil-
bert. „Um áramótin síðustu komu
hann og Quentin Tarantino og
keyptu hvor sitt úrið. Það var
frumgerðin. Þeir fengu úr númer
þrjátíu og fjögur og þrjátíu og
fimm,“ sagði Gilbert. „Núna var
þetta þannig að dóttir mín hitti Eli
á balli. Hún kannaðist við hann
síðan um áramótin og spurði af
hverju hann væri ekki með úrið.
Hann sagðist ekki hafa tímt að
hafa úrið á sér í vinnunni, því hann
var að taka upp í Bláa lóninu, en
að það væri á dagskránni hjá
honum að koma hingað aftur,“
sagði Gilbert, en svo fór að Eli
mætti ásamt bróður sínum, Gabri-
el Roth, og Eyþóri Guðjónssyni,
sem lék í Hostel. „Eli keypti úr
handa bróður sínum í afmælisgjöf
og fékk sér annað. Hann sagði ein-
mitt að nú myndi Tarantino verða
öfundsjúkur,“ sagði Gilbert, en
íslenska úrið hans Tarantino hefur
til dæmis fylgt honum í viðtals-
þátt Conan O’Brien, sem nýtur
mikilla vinsælda vestan hafs.
„Þeir eru svo miklir Íslandsvinir.
Maður þarf að átta sig á því að
þetta er náttúrlega allt annar
heimur hérna. Þeir geta gengið
um göturnar óáreittir og finnst
það alveg æðislegt,“ sagði Gil-
bert.
Úrin, sem kosta um 100.000
krónur, hafa notið mikilla vin-
sælda að sögn Gilberts. „Fólk er
svo ánægt með þetta framtak og
margir spyrja af hverju ég hafi
ekki verið fyrir löngu búinn að
gera þetta,“ segir Gilbert, sem
hefur verið úrsmiður í fjörutíu ár
og lofar því að úrin muni endast í
að minnsta kosti 100 ár. Gangverk
og aðrir hlutar úrsins eru fengnir
að utan, en úrin eru svo sett saman
á verkstæði Gilberts. „Ætli það sé
ekki svona fjórir fermetrar, enda
köllum við þetta minnsta úrafram-
leiðslufyrirtæki í heimi,“ sagði
Gilbert.
… fær Gilbert úrsmiður og
fylgisveinar hans, sem framleiða
hágæða íslensk úr sem hafa
slegið í gegn hjá ekki ómerkari
mönnum en Eli Roth og Quentin
Tarantino.
58.900 kr.
Skelltu þér á leik Tottenham og Wigan á
White Hart Lane, sunnudaginn 26. nóvember
með Tottenham klúbbnum á Íslandi. Gist er á
fjögurra stjörnu hóteli, miðsvæðis í London, í
þrjár nætur. Innifalið: Fararstjórn, rúta, morgun-
verður og auðvitað miði á leikinn. Þeir sem vilja
koma með en eru ekki félagar í Tottenham
klúbbnum geta skráð sig á www.spurs.is.
TOTTENHAM–
WIGAN
Verð frá
PAKKAFERÐIR
VIÐ ALLRA HÆFI
Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100
24.–27. nóv.
69.900 kr.
George Michael mættur aftur til leiks og
heldur tónleika í Earls Court í London
þriðjudaginn 28. nóvember. Þar mun kappinn
leika öll vinsælustu lög ferilsins – og af nógu
er að taka. Gist verður á fjögurra stjörnu
Holiday Inn hóteli í tvær nætur. Innifalið í verði
er flug, gisting í tvær nætur, morgunverður og
að sjálfsögðu miði á tónleikana.
GEORGE
MICHAEL
Verð frá
27.–29. nóv.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI