Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 1

Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR 1. desember 2006 — 322. tölublað — 6. árgangur Smá Guðrún Jóhannsdóttir matgæðingur hefur skrifað tvær handhægar matreiðslubækur, Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt sem Salka gefur út.„Í mínum huga er hollur matur fyrst og fremst fólginn í fjölbreytni,“ segir Guðrún sem er óhrædd við að prófa nýj- ungar í matargerð og lítur á það sem ævintýri að fara í sér- staka leiðangra að leita að kryddi.Lesendur Fréttablaðsins þekkja Guðrúnu að góðu. Hún hefur verið með matarpistla og uppskriftir í blaðinu í rúm þrjú ár undir yfirskriftinni Til hnífs og skeiðar. Lengi vel miðuðust hráefniskaup við þúsundkallinn og hafa áreiðan- lega margir blessað Guðrúnu í huganum fyrir lækkaðan matarreikning. Nú eru þessar uppskriftir komnar út á bók sem heitir Hollt og ódýrt. „Sumar uppskriftirnar hafði ég notað sjálf í mörg ár en aðrar voru þróaðar næstum jafnóðum með tilraunastarf- semi því ég hef alla tíð verið forvitin og óhrædd við að prófa mig áfram. Mér þykir gaman að sækja í matreiðsluhefðir annarra landa og gera mínar útfærslur á réttunum og finnst líka frábært hversu framboð af góðu og fjölbreyttu hráefni hefur aukist hér á landi. Í þeim meðbyr sem ég haft í sam- bandi við pistlana finn ég að margir eru opnir fyrir því að prófa uppskriftir og spennandi krydd úr fjarlægum álfum. Mér finnst hugmyndin um að ferðast með bragðlaukunum heillandi.“ Spurð hvernig gangi að halda kostnaði niðri en vera samt með framandi hráefni svarar hún: „Margt af því sem til- heyrir ítalskri og austurlenskri matargerð er frekar ódýrt en í bókinni Hollt og fljótlegt einskorða ég mig ekki bara við ódýru uppskriftirnar. Guðrún tekur sjálf myndirnar í bækurnar. „Þegar ég byrjaði á pistlunum þá vildi ég ekki binda mig við að fá ljós- myndara á ákveðnum tíma heldur elda réttinn þegar það hentaði mér og innblásturinn kom. Ég hafði föndrað við ljósmyndun og ákvað að taka myndirnar sjálf. Svo hefur það þróast yfir í mikla ástríðu og áhuga á matarljósmynd- un. Það má því segja að hér sé algert tilraunaeldhús.“ Guðrún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að ítölskum tvíbökum á bls. 6. Óhrædd við að prófa sig áfram VEÐRIÐ Í DAG ELÍSABET EYÞÓRSDÓTTIR Stolt af því að vera dóttir Ellenar Rauða nefið • Tíska • Jólamatur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Gefur út tvær handhægar matreiðslubækur • Matur • Tilboð • Langur laugardagur • Jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS SD AG SK RÁ IN em be r tíska tíðarandinn heilsa börn pistlar matur stjörnuspá með rauða nefið STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA DÓTTIR ELLENAR» Elísabet Eyþórsdóttir MATUR » Desemberkaka í jólalitunum DAGUR RAUÐA NEFSINS» Landssöfnun UNICEF Tvískinnungur „Maó var þó að minnsta kosti jafnmikil ófreskja í mannsmynd og Hitler. Munurinn er sá, að eftir seinni heimsstyrjöld var gert ræki- lega upp við Hitler,“ segir Hannes H. Gissurarson. Í DAG 34 Skórnir nálgast hilluna Landsliðskonan Harpa Melsted segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna. ÍÞRÓTTIR 66 Löggilt menntun meistara í iðngreinum tryggir viðskiptavinum faglega þjónustu og lausnir að þörfum hvers og eins. og framleiðsla er góð gjöf Íslensk hönnun Samtök iðnaðarins hvetja landsmenn að skipta aðeins við fagfólk með tilskilin réttindi og það er að finna á: www.meistarinn.is BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Í DAG ER FÖSTUDAGUR! Jóladagatal eldist vel Guðfinna Rúnarsdóttir lék í jóladagatalinu Stjörnustrák fyrir 15 árum og er ánægð með útkomuna enn þann dag í dag. FÓLK 70 Yndislegt starf Guðbjörg Guðjónsdóttir og Hildur Sigurðardóttir hafa unnið á leik- skólanum Foldaborg í tuttugu ár og finnst starfið yndislegt. TÍMAMÓT 40 STORMUR - Í dag verður norðan stormur norðvestan og vestan til annars hægari. Úrkomulítið sunnan til annars rigning eða slydda. Hiti 0-6 stig, mildast sunnan til. VEÐUR 4 BRETLAND Friðargæsluliðar Sam- einuðu þjóðanna á Haítí og í Líb- eríu hafa verið sakaðir um að beita börn þar kynferðisofbeldi. Þetta kom fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Bæði er um nauðganir og vændi að ræða og munu ungar stúlkur hafa sagt fréttamönnum BBC frá viðskiptum við friðar- gæsluliðana, sem kröfðust kyn- maka í staðinn fyrir mat eða fé, sagði í fréttinni. Ráðamenn innan SÞ láta nú rannsaka ásakanirnar. Á síðustu árum hefur komist upp um ýmislegt misjafnt meðal friðargæsluliða SÞ, svo sem barnaníðingahringur sem nokkr- ir þeirra stjórnuðu í Lýðveldinu Kongó og vændisrekstur í Kós- óvó. Aðstoðarframkvæmdastjóri friðargæslu SÞ, Jane Holl Lute, viðurkennir að kynferðisofbeldi sé víðtækt innan stofnunarinnar. „Við höfum átt við vandamál að stríða, sennilega síðan fyrst var farið að sinna friðargæslu,“ sagði hún. „Mér skilst að þetta sé ann- aðhvort vandamál eða hugsanlegt vandamál í hverri einni og ein- ustu för sem við förum í.“ Ráðstefna um kynferðislegt ofbeldi friðargæsluliða verður haldin í New York í Bandaríkjun- um á mánudaginn. - smk Friðargæsluliðar SÞ á Haítí og í Líberíu: Sakaðir um að nauðga börnum KÁRI Í JÖTUNMÓÐ Hvasst var í höfuðborginni í gær og einnig víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu. Ekki fóru þeir sem lögðu leið sína um sjávarsíðuna varhluta af því eins og þessi mynd frá Reykjavíkurhöfn ber með sér. Hvassviðri er spáð áfram í dag og hefur Veðurstofan sent frá sér stormviðvörun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HLERANIR Heimasímar átta manna sem allir áttu sæti á Alþingi á árunum 1949 til 1968, voru hler- aðir um tíma. Þetta kemur fram í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings, Óvinir ríkisins – ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi. Samtals voru veittar 33 heim- ildir til hlerunar á símum ein- staklinga og átta félagasamtaka og fyrirtækja á árunum 1949 til 1976. Magnús Kjartansson, þáverandi ritstjóri Þjóðviljans, var hleraður oftast allra eða í öll þau skipti sem hleranir voru heimilaðar að gengnum dómsúr- skurði. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að skoða öll gögn um hleranirnar til hlítar. Hann segir nefnd hafa verið skipaða um málið sem eigi eftir að ljúka sínum störfum. „Það er búið að taka ákvarðanir um hvernig eigi að rannsaka þessi gögn. Ég tel það óskynsamlegt að vera með margar rannsóknir í gangi í einu en það er mikilvægt að rannsaka þetta faglega og vel. Umfangið á hlerununum kemur mér á óvart en ég hafði heyrt af þessu áður og við sem vorum herstöðvar- andstæðingar trúðum því alltaf að hleranir væru stundaðar.“ Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra telur rannsókn á hler- unum vera í réttum farvegi. Hann telur sérstaka rannsóknar- nefnd óþarfa. „Ég tel að málið sé í réttum farvegi. Að baki öllum ákvörðunum um þetta standa dómsúrskurðir um heimild til lögreglunnar og er byggt á þeim. Hins vegar hefur ekki verið leitt í ljós hvort símar voru hleraðir eða ekki. Ég tel að sérstök rann- sóknarnefnd muni ekki bæta neinu við í þessu máli.“ Leigjendur í íbúð Arnars Jóns- sonar leikara og Þórhildar Þor- leifsdóttur leikstjóra voru hler- aðir sumarið 1968 fyrir mistök. Ætlunin var að hlera Arnar í til- efni af utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík. Arnari var einnig meinuð för til Ástralíu vegna eft- irlits með honum. - mh / sjá síðu 6 Ráðherra telur ekki ljóst hvort símar voru hleraðir Samtals var úrskurðað um hlerun hjá 33 einstaklingum á árunum 1949 til 1976. Dómsmálaráðherra telur óþarfi að skipa sérstaka rannsóknarnefnd. Umfangið á hlerununum kemur á óvart, segir Jón Sigurðsson. VESTURBAKKINN, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar ekki lengur að reyna að ná stjórnarmyndunar- samkomulagi við Hamas-hreyfing- una herskáu sem situr í meirihluta- stjórn Palestínu. Í staðinn segist hann ætla að funda með æðstaráði Frelsis- samtaka Palestínu, PLO, og ákveða hvert framhald- ið verður. Abbas hefur undan- farið reynt að mynda stjórn með Hamas í tilraun til að binda enda á refsiaðgerðir Vestur- landa og endurvekja friðarvið- ræður Palestínumanna við Ísrael. - smk Forseti Palestínu: Gefst upp á Hamas MAHMOUD ABBAS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.