Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 28
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR28 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] icex-15 6.177 +0,73% Fjöldi viðskipta: 493 Velta: 5.078 milljónir HLUtAbréF Í úrVALSVÍSitÖLU: ... Actavis 66,70 +0,60% ... Alfesca 5,10 +0,39% ... Atlantic Petroleum 565,00 +0,00% ... Atorka 6,30 +0,48% ... Bakkavör 60,30 -0,50% ... Eimskipafélagið 31,00 +0,00% ... FL Group 23,20 +2,20% ... Glitnir 22,40 +2,75% ... Kaupþing 787,00 +0,26% ... Landsbankinn 26,50 +0,76% ... Marel 78,00 -0,64% ... Mosaic Fashions 16,80 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,30 +0,58% ... Össur 113,00 -0,44% MEStA hæKKUn Glitnir +2,75% FL Group +2,20% Landsbankinn +0,76% MEStA LæKKUn tryggingamiðst. -2,50% 365 -1,43% teymi -1,40% Föroya Sparikassi Group, sem verður skráður í Kauphöll Íslands á næsta ári, er fyrsta óskráða fyr- irtækið sem fær aðild að sænsku fjármálaveitunni Euroland.com. Forvígismenn Sparikassans segja að aðgerðin sé liður í skráningar- ferli félagsins á markað. Finn Danberg, forstöðumaður mark- aðsviðskipta hjá Sparikassanum, segir að það sé mikilvægt að fjár- festar, lánveitendur og sérfræð- ingar hafi aðgang að nýjustu upp- lýsingum um bankans. Þótt Sparikassinn, stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON, sé óskráð félag þá ganga hlutabréf sparisjóðsins kaupum og sölu. Frá áramótum hefur gengi hluta- bréfa Sparikassans hækkað um 149 prósent, en yfir níu þúsund hluthafar eiga bréf í bankanum. Í september seldi Sparikassa- grunnurin, stærsti hluthafi bank- ans, sautján prósent hlutafjár á genginu 330. Síðan þá hefur geng- ið hækkað allverulega og stendur nú í 459 dönskum krónum á hlut. Markaðsverðmæti Föroya Sparikassi er 39 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins á fjöldi íslenskra fjárfesta bréf í Sparikassanum, þar á meðal SPRON og aðrir sparisjóðir, Eyrir og fleiri fjár- festar. - eþa Föroya Sparikassi á Euroland Skráning í Kauphöll í farvatninu. Bréf bankans hafa hækkað um 149% á árinu. Fjölgar í Höllinni Fjölgun fyrirtækja í Kauphöllinni verður að teljast fagnaðarefni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á innlendum hlutabréfamarkaði á liðnum árum. Dagsbrún var skipt upp í tvö skráð félög, 365 og teymi, og þá var Exista skráð í haust. Í desember er von á tveimur félögum; eignarhaldsfélagið OMX, sem á og rekur Kauphöll Íslands og kauphallir í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, verður skráð á aðallistann í dag og Icelandair Group holding verður svo skráð síðar í mánuðinum. Fjármálafyrirtæki hafa boðað komu sína á næstunni. Færeyska fjármálafyr- irtækið, Föroya Sparikassi, verður skráð að öllum líkindum á fyrri hluta næsta árs og svo er von á Icebank, áður Spari- sjóðabankanum, árið 2008. Sláturvertíðin hafin ætla mætti að sláturtíð væri hafin í Kauphöll Íslands ef marka má tilkynningar er bárust þangað í gær. Actavis sendi inn gærur af kynning- arfundi og Bakkavör tilkynnti um að hlutafjár hefði verið aukið. Sennilegra er þó að prentvillupúkinn illræmdi hafi verið hér á ferðinni. Peningaskápurinn ... Farice, sem rekur ljósleiðara- streng héðan til Skotlands með viðkomu í Færeyjum, hefur opnað nýjan vef á slóðinni www.farice.is. Nýi vefurinn er sagður mun aðgengilegri en sá fyrri og efnis- framsetningin skýrari. Tæpt er á þáttum í rekstri Farice á borð við umhverfismál, fiskveiðar og öryggismál. Guðmundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Farice, segir áhuga útlendinga á landinu að aukast og því hafi verið nauðsynlegt að hressa upp á ímynd fyrirtækisins. „Upplýsingatæknisamfélagið og fjarskipti hafa verið að þróast hratt og þar eru gríðarlega mörg tækifæri sem geta haft jákvæð áhrif á þróun efnahags- og atvinnu- mála hér og í Færeyjum,“ segir hann. - óká Farice með nýjan vef Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestinga- banka. Bankinn er með langtíma- einkunn BBB-, skammtímaein- kunnina F3, óháða einkunn C/D, og svokölluð stuðningseinkunn er 3. Horfur í matinu eru sagðar stöðugar. Um leið er því þó gefið undir fótinn að frekari framfarir í þá átt sem orðið hafi á þessu ári gætu stutt jákvæða endurskoðun matsins. Er þar sérstaklega vísað til árangurs í áhættustýringu. Matið segir Fitch Ratings að endurspegli styrkan eiginfjár- grunn, hraðan vöxt á sviðum þar sem tekjustreymi sé stöðugra og aukna landfræðilega dreifingu. - óká Lánshæfi staðfest mArKAðSPUNKtAr Kaupþing tilkynnti í gær að umframsölu- réttur, sem veittur var vegna útboðs til erlendra fjárfesta, verði nýttur til fulls. Umframeftirspurn var eftir hlutum bankans, að sögn greiningardeildar Landsbankans. nettókaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu 16 milljörðum króna í október samanborið við 1,5 milljarða í september. Viðsnúningurinn skýrist af kaupum í hlutabréfum erlendra fyrirtækja upp á 14,5 milljarða króna, að sögn greiningardeilda Kaupþings. hlutafé Bakkavarar Group hefur verið aukið um tæpa 24 milljón hluti til að efna skuldbindingar samkvæmt breytan- legum skuldabréfum í eigu Kaupþings banka hf. hluthafar áttu ekki forgangs- rétt til hlutafjárkaupa. FUNDUr Hjá StrAUmi-bUrðAráSi Björgólfur thor Björgólfsson stjórnarfor- maður og Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Actavis tilkynnti í gær um kaup á bandaríska lyfjafyrirtækinu Abrika Pharmaceuticals Inc. Nemur kaupverðið 181 milljón evra sem samsvarar um 16,5 millj- örðum íslenskra króna. Þar af nema árangurstengdar greiðslur 96 milljónum evra, eða 8,7 millj- örðum króna. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir oft geta verið áhugavert að gera samninga sem þessa, sérstaklega í þeim til- fellum þar sem tekjur félagsins velta mikið á væntingum eigenda. „Við erum tilbúin að borga 96 milljónir að því gefnu að félagið nái að lágmarki fimmtán milljón- um í framlegð á hverju ári. Ef félagið nær 55 milljónum í fram- legð yfir tveggja ára tímabil, 2007 og 2008, þá næst þessi greiðsla að fullu. Ef þetta næst ekki minnkar upphæðin í beinu hlutfalli við það.“ Abrika, sem var stofnað í maí árið 2002, var að sögn Róberts eitt af fyrstu félögunum sem Actavis skoðaði þegar fyrirtækið var fyrst að þreifa fyrir sér um yfirtökur eða samvinnu í Bandaríkjunum. „Það gekk ekki upp þá en við höfum fylgst með þeim síðan þá og þau með okkur,“ segir Róbert. Með kaupunum er Actavis komið í hóp leiðandi fyrirtækja í þróun forðalyfja í Bandaríkjunum en Abrika er sérstaklega sérhæft í þróun og sölu þeirra auk samheita- lyfja sem eru erfið í þróun. Sam- keppnin í samheitalyfjageiranum er mikil í dag, ekki síst í þeim lyfj- um sem er auðvelt að þróa. Róbert segir að þess vegna hafi Actavis verið að auka við hlut framleiðslu og þróunar forðalyfja í Ameríku. Samkeppnin á þeim markaði sé oft lítil sökum erfiðrar þróunar og sérhæfingar í framleiðslu þeirra. „Eftir kaupin erum við með um hundrað starfsmenn í þróun á forðalyfjum. Við ætlum að setja fimmtíu milljónir evra árlega í þróun á þessari tegund lyfja á næstu árum. Við erum því orðin leiðandi á þessum sviði og teljum Actavis kaupir fyrirtæki Actavis hefur keypt bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika Pharmaceuticals Inc. sem er sérhæft í þróun forðalyfja og samheitalyfja sem erfið eru í þróun. Kaup- verð nemur 16,5 milljörðum króna en þar af er helmingur árangurstengdur. ActAViS HeFUr KeyPt bANDArÍSKALyFjAFyrirtæKið AbriKA Sigurður Óli Ólason, aðstoðarforstjóri Actavis, og Róbert Wessmann, forstjóri Actavis. FRéttABLAðIð/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.