Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 36
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR36 Umræðan Stjórnmálabar- áttan Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörg- um öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spenn- andi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin- grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburð- um áranna 1996-1999, þegar sam- einingarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænna Af hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt fram- boð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosn- ingar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðar- stefnu Banda- ríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstri- hreyfingin- grænt fram- boð var stofnuð. Bar- áttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn auk- inn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt fram- boð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stund- um eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verk- efni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokk- að í aðra deild, án þess þó að flokk- urinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mest- um árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóð- endavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um til- raun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upp- haflega frá óbreyttum flokks- manni á landsfundi. Breytingar framundan Prófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum hald- ið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrif- stofur heldur treyst á að kjósend- ur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmál- um nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmála- lífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin- grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma. Höfundur er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs. Nýsköpun í stjórnmálum Katrín JaKoBsdóttir Umræðan Hegðun Íslendinga Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þess- arar þjóðar. Umræðan um inn- flytjendur þróaðist í karp og taut um orða- lag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir for- dómar væru hjá þess- um sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegr- ar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar mál- efnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niður- lægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að megin- ástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skipt- ir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fót- unum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en uppruna- legir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlend- ingar hafi streymt hingað til lands í þús- undavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barn- eignaraldri, en í skól- anum klóra menn sér í hausnum og skilja ekk- ert í því að kennarinn skilur hvorki nemend- ur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vanda- málum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birt- ist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur. Gott að vera bara 50%! arnar ævarsson Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfing- arinnar-græns framboðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.